Austurland


Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 2

Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 30. október 1971. iUSTURLAND Utgefandi: Kjördsainisráð Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi. Ritst jóri: Bjarni Þórðarson. ncsmífmi Hérað á krossgötum Pljólsdals'hérað er á tvenns kon- ar krossgötum: Aðrar liggja til hinna ýmsu byggðarlaga á Austurlandi, en hinar eru milli gamalla og nýrra atvinnuhátta; gömul menning hef ur kvatt það, en ný er að mótast. Tilkoma kauptúnsins á Egils- stöðum er afleiðing af fyrra atrið- inu, en meðvirkandi orsök til hins síðara. Um síðustu aldamót. var í þessu héraði einhver myndarlegasti bú- skapur á íslandi, rómaður af þeim sem höfðu samanburð við aðra landshluta. Búskapnum hér hnign ar, þegar kemur fram á 3. og eink- um 4. tug aldarinnar og kemst nið ur í öldudal á hinum 6., meðal annars vegna sauðfjárpestanna. Aftur tck þá að rofa til. Islenzk- um vísindamanni Birni heitnum á Keldum, tókst að finna meðal við garnaveikinni og fyrir það gieta nú bændur á Héraði aftur stundað fjárbúskap svo sem geta þeirra og hæfileikar leyfa. En svo breytt- ust líka foúskaparhættir: Hafin var mjólkurframleiðsla í stærri stíl en áður var eftir alllanga bar- áttu fyrir stofnun mjólkurbús — rjómabúsins á undan því. Þessi þróu.n varð auðvitað ekki af sjálfu sér, heldur vegna nýrra atvinnuhátta í sjávarplássunum, þegar 'kúa- hokrið þar iagðist smátt og smátt af og kröfur urðu um neyzlumjólk frá mjólkurbúi. Mjólkurframleiðslan þyrfti samt að aukast verulega, einkum í iþeim sveitum, sem næstar eru mjólfcur- búinu á Egilsstöðum, enda eru sumar þeirra einmitt miður falln- ar til sauðfjárræktar. Til þess þyrftu þó túnin að stækka mikið frá því, sem nú er. Ónóg fóðuröfl- un hefur ha.ngið eins og myllu- steinn um iháls alltof margra bænda í þessu héraði. Ranglátt væri þc að kenna bændum einum saman þar um. Kalskemmdir und- anfarinna ára settust eins og Ijón á veginn að því marki að tryggja nægilegt hey. Versnandi árferði er Irúlega veigamesta orsökin, en rangar ræktunanaðferðir eiga sjálfsagt til samans eins mikinn þátt í kalinu og tíðarfarið: Röng áburðargjöf, ófullkomin fram- ræsla, framúrskarandi léleg jarð- vinnsla. Þetta síðasta atriði hefur komið sem fylgifiskur aukinnar Hjá Arnbergi Eg upprunalegur Borgfirðing- ur en nú og lengi Eiðaþinghár- maður banka upp á hjá uppruna- legum Eiðaþinghármanni en nú og lengi Borgfirðingi, Arnbergi Gíslasyni í Vinaminni á Bakka- gerði, dágóðan haustdag og þar á ofan droltinsdag 26. sept. sl. Bergur er hann kallaður í dag- legu tali, og mér er sú nafnstytt- ing tömust, en hann hieitir fullu nafni Arnbergur Gíslason og er fæddur 25. janúar 1905 i Foss- gerði, hann er annar tveggja sona Gísla Björnssonar, sem var bróðir Snjólfs föður Sigurbjörns í Gils- árteigi og Benedikts á Tókastöð- um föður Björns er lengi bjó þar Móðir Bergs var Margrét Finn- bogadóttir, húnvetnsk að ætt, kom ung austur á Seyðisfjörð, lenti upp á Hórað og staðfestist þar. — Forelörar mínir, segir Berg- ur, bjuggu í Fossgerði, Þrándar- stöðum og Hamragerði unz faðir minn dó fyrir aldur fram; þá fór ég, 12 ára strálklingur, að Finns- stöðum til Jóns bónda þar Áma- sonar. Hann bjc stórt og vel og var vel vinnuharður bæði við sjálf- an sig og aðra. Eg fór á Eiðaskóla í tíð Ásmundar haustið 1925 og var þar tvo vetur og líkaði vel. Eftir það var eg áfram á Eiðum, fyrst sem vinnumaður og síðan i áðsmaður, lengst af hjá Páli Her- mannssyni alþingismanni. Mér fé'l sérlega vel við Pál á allan hátt. Eg kynntist Bergi fyrst á Eið- um, cg man þegar eg var að lesa skólabakur í skýjum út um glugg- ann á Norðurhjlið, hve léttilaga hann hljóp niður á beitarhúsin á Uxagerði til fjárgæzlu, og við vissum að a.m.k. stundum hraðaði hann sér við verkin til að komast í boltann með skólastrákunum. Hann var afbragðs knattspyrnu- maður og fleiri íþróttum búinn. Einu sinni var Pólitískur bolti veturinn 1934—1935, kommúnist- ar á rauðum peysum (sumar þurfti að fá til láns hjá komma- Arnbergur Gíslason. véltækni, þótt það hljómi sem öf- ugmæli. Bændur í þessu héraði sem öðr- um eiga þá kröfu á hendur Rann- j sóknastofnun landbúnaðarins, að 1 komizt verði fyrir rætur kalsins, j sem kostað hefur bændastéttina ! sjálfsagt hundruð milljóna Ikróna. Til þess að svo geti orðið, þarf ihins vegar þessi stofnun að fá nýja forystu, sem gerbreytir um vinnubrögð. Bændur eiga ennfrem ur þá fcröfu á leiðbeiningaþjónust- una, að niðurstöður kalrannsókna komist strax til þeirra. Egilsstaðakauptún, sem ger- breytt hefur öllum viðhorfum hér cg ekki einungis stöðvað fólks- flóttann af Héraði, heldur dregið ti(l sín umtalsveirðan fjölda fólks af fjörrum landshlutum — jafnvel úi' sjálfri höfuðborginni — byggð- ist fyrsta áratuginn sem hrein verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hérað eitt, en hefur nú á ann an áratug þróazt æ meira í þá átt að gegna slíku folutverki að nokkru fyiir Miðausturland. Nú er komið að þáttaskllum í þróun kauptúnsins: Áfram- haldandi vöxtur þess ikallar á traustari efnahagslegar und- irstöður. Hann er undir því kominn, að hér verði líka framleiðslustaður. Þessar undirstöður er þegar byrjað að leggja í verksmiðjuiðn- | aði, sem stofnað var til af djörf- ung og huglkvæmni, þegar bygg- ingastarfsemi og ýmisleg önnur þjónusta í fjórðungnum dróst saman á kreppuárum „viðreisnar- innar". Dýrmæt reynsla er þegar íengin: Vinnukraftur er mjög góður. Þetta er undirstöðuatriði. Án þess væri allt tal um verk- i smiðjuiðnað út í hött. Nú reynir á ! um fjármagn og stjórnun, ef | þessi nýja atvinnugrein á að geta eflzt svo sem nauðsyn ber til. Ný þjónustugrein er orðin þátt- ur í atvinnuMfi Héraðs: Móttaka ferðamanna. Hún fer ört vaxandi. Hér þarf auðvitað margt að bæta: Reyna að byggja upp keifi eða tengsl þeirra aðilja, sem starfa í greininni, lengja móttökutímann, ef unnt er, og umfram allt bæta samgöngur innan héraðs og við önnur byggðarlög fjórðungsins. Sú staðreynd, að á Héraði eru engar áætlunarferðir, ætlaðar iierðafólki, gera ferðaskrifstofum í höfuðstaðnum nær ó'kleift að beina ferðum einstakra ferða- manna hingað. Þær geta við þess- ar aðstæður einungis sent hingað hópa, sem komast í eina rútu og ferðast alveg með henni. Bílaleig- ur þær, sem nú hafa verið stofn- settar á Egilsstöðum, bæta þó tvLsvert úr, en hafa þó sínar tak- markanir. I undirbúningi er nú stolðnun ferðamálafélags fyrir Austurland allt og mun undirbúningsfundur einmitt hafa rætt þet.ta mál sér- staklega og hvernig þennan sam- göngumálahnút mætti leysa og tengja Austurland sem bezt sam- an með áætlunarferðum. Vel heppnuð byrjun,, þótt ekki væri hún í stórum stíi, gæti opnað nýj- ar Jeiðir síðar. I skólamálum stendur Hérað einnig á krossgötum. Sveitirnar eru nú loks að sjá framkvæmd fræðslulaganna frá 1946 verða að veruleika. Fyrirsjáanleg er veru- lega aukin sókn ungs fólks á gagnfræðastigið, þótt við stönd- um reyndar enn mjög höllum fæti á síðari hluta þess ökólastigs. Og innan Héraðs blasir nú við nýtt skólastig: Af því að Egilsstaða- kauptún stendur í bókstaflegum skilningi á krossgötum, hefur menntaskóla fyrir Austurland verið valinn þar staður. Vonandi verður tilkoma slíks skóla mikil menningarleg lyftistöng Austur- landi og mun Hérað ekki njóta þess síður en aðrir. Á þessu hausti má fullyrða, að meiri bjartsýni ríkir um hag fólks- ins í þessu byggðarlagi en um mjög langt skeið. Sumarið hefur orðið bændum óvenjulega hag- stætt. Heyöflun meiri og hey- verkun betri e.n menn hafa áður þekkt. Fallþungi dilka í betra lagi. Bændur hér áttu þetta skilið eftir þá miklu erfiðleika, sem hafa mætt þeim undanfarin kuldaár. Og ekki má gleyma stjórnarskipt- unum, sem einmitt bændur hafa sérstaka ástæðu til að fagna, svo grátt sem ,,viðreisnarstjórnin“ hafði leikið þessa starfsstétt. íbúar Egilsstaðakauptúns hafa hvergi nærri undan að leysa öll þau verkefni, sem 'þeir hafa markað sér að inna af hendi. Á miklu vsltur auðvitað, að hinn ungi iðnaður þar vinni foug á byrj- unarerfiðleikum, sem alltaf fylgja slíkum atvinnuvegi. Ekkert lát er á vexti kauptúnsins. Það er vel. Við þurfum að eiga myndarlegt kauptún hér inn á milM fjallanna, sem heldur til jafns við hina öfl- ugu framleiðslustaði við sjávar- síðuna. Á milli þessara bygigða á ekki að vera neinn metingur. Þau eiga að styðja hvert annað. — sibl.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.