Austurland


Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 4

Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 30. október 1971. Hljóðið í... Birni Ágústssyni, aðalbókara, Hlöðmn — Hveirsu traustum fótum stendur verzlun á Héraði og hve góð er afkoman? — Hér á Egilsstöðum eru tvö aðal verzlunarfyrirtæki þ. e. Kaupfélaig Héraðsbúa og Verzil- unarfélag Austurlands. Þessi fyr- irtæki verzla með almennar neyzluvörur og ýmsar rekstrar- vörur fyrir bændur, auk þess reka þau sláturhús og sjá um sölu á landbúnaðaiafurðum. Ég tel nauðsynlegt að á hverjum stað séu a. m. ;k. tvö verzlunarfyrir- tæki, til að skapa samkeppni, en með áframhaldandi stækkun Egiisstaðakauptúns og vaxandi ferðamannastraum fara að skap- ast skilyrði fyrir sérverzlanir. Alilkoman hefur verið sæmileg 2—3 síðustu árin,, en áður átti smásöluverzlun heldur erfitt, hér eins og annars staðar. — Telur þú að frekari hagræð- ing í verzlunair og þjónustumálum gæti átt sér stað? — Hér er margt ógert í þessum efnum og þyrfti nauðsynlega að gera stórátak á næstu árum. Verzlunin býr ekki við nægilega gott húsnæði og er bygging verzl- unarhúsnæðis nú orðin aðkalL- andi. Varðandi þjónustufyrirtælkin virðist ríkjandi talsverður „bíl- skúrahugsunarháttur”, en hér tel ég ekki grundvöll fyrir nema 1—2 Bjöm Ágústsson. sæmilega stórum fyrirtækjum í hverii þjónustugrein. — Hvfemig em launakjör verzlunar- og skrifstofufcjlks mið- að við aðrar starfsstéttir? — Þau eru léleg miðað við sambærilegar starfsstéttir, á ég þar við opinbera starfsmenn og bankamenn, en þeir fengu veru- legar íkjarabætur á síðasta ári umfram verzlunar- og skrifstofu- fólk. Verzlunaimannafélögin lýsa iíika yfir algerri sérstöðu varðandi lau.nakröfur í yfirstandandi kjarasamningum. Þetta sýnir að illa hefur verið haldið á máium verzlunarmanna undanfarin ár, enda sú forusta sem þeir hafa valið sér, átt þar lítilla hags- muna að gæta. — Verður ekk; um talsverðar framfarir að ræða á þessu sviði t. d. gagnvart ferðamönnum? — Jú vissulega, Egilsstaðir eru vel staðsettir hvað snertir sam- göngur, hér er aðalflugvöllur Austurlands og héðan greinist vegurinn til Austfjarða. Búast má við mikilli aukningu ferða- manna hingað, ekki sízt. eftir að hringvegur kemur um landið, og fer því að verða aðkallandi að byggja nýtt og fullikomið hótel hér. Nú um nokkurra ára skeið hafa verið rekin sumaihótel á Eiðum 'og Hallormsstað og er það nægilegt þar, en greinilegt er að bæta þarf þjónustu við ferða- menn á Egilsstöðum á næstu árum. sb. Einori Pétorsyni, bónda d Arnhólsstöðum i Shriðdul — Hvað hefur þú bú'ið lengi hér? — Þetta er þrítugasta árið. Við komum hingað í Arnhólsstaði vorið 1942. — Hvernig hefur jörðin breyzt í þinni búskapartíð? — Al!t slægjuland var þýft, en er nú orðið slétt. Gamla túnið var 4—5 ha, en nú er túnið hér 27—30 ha. Þegar við komum hingað var aðe'ns hluti íbúðarhússins steypt. Annars voru torfkofar út um allt, en nú eru öll hús steinsteypt. Ég tiel nauf/syn’egt, að tninin séu stór, tel ekki hyggilegt að ausa á þau áburði um of, en reyna að notfæra sér líka þann gias- vöxt, sem náttúran gefur. Það er líka mikilsvert að 'hafa stórt tún til þess að geta nýtt þau til beitar á hagkvæman 'hátt. Maður þarf að geta hlíft hluta af túninu alveg við beit og geta hólfað hitt sund- ur til beitar á mismunandi tima. — Hvað hefðir þú viljað hafa cðruvísi í þínum búskap — eftir á séð? — TJtihúsabyggingar, sem reist- ar voru um 1950, eru .nú alveg úr- eltar. Þá var t.d. ekki reiknað með að geta tekið áburð úr húsunum með vélum, sem nú er talið sjálf- sagt. Sama er að segja um grind- ur í fjárhúsum, sem mjög fáir settu þá í hús sín. Þær ættu að vera sjálfsagðar. Fjósið hefði ég byggt allt öðruvísi nú en gert var. Mér finnst teiknistofuna hafa skort mjög framsýni. En svo er þessi útihúsaikostur of litill fyiir Einar Pétursson. þá ræktun, sem er hér á jörðinni. Þá finnst mér eftir á, að ég hafi efcki hugsað nógu vel um skepn- urnar oft og tíðum til þess að þær gæfu hámaiksafurðir. Maður hefði þurft að leggja harðar að sér, einkanlega við fjárhirðinguna á vorin. — Myndir þú ráða ungiun rrcnnum til að hefja búskap í sveit í dag? — Já, eindregið, ef þeir 'hafa til þess kjark. Ég tel, að landbúnað- urinn eigi mikla framtíð fyrir sér cg ekki verði lifað í þessu landi án hans. En það þarf mikið til þess að byrja, sjálfsagt ekki minna en 4— 5 milljcnir króna, ef maður með tvær hendur tómar ætlar annað hvort að kaupa uppbyggða jörð með nauðsynlegum tækjum og bústofni eða byggja upp jörð. Það vantar nær alveg fyrirgreiðslu hins opinbera til þeirra, sem þetta vilja gera. — Er gott að búa í Skiiðdal? — Éjg svara því játandi. Áður þótti 'hér harðbýlt, en við núver- andi búskaparhætti er það gott. Hér er að vísu snjóþungt, en fyrir bragðið þvingast menn til að gefa fé sínu inni og setja ekki á vogun. Sauðfé hér í sveit er frjósamt, fleira tvílembt en víða annars s.taðar og fyrir því betri afurðir eftir ána. — sibl. Mflgnúsi jónssyni, iön- verhamanni d Egilsstöðum Fyrir hálfu öðru ári fluttist Magnús eftir rúmlega þrjátiu ára búskapartíð á Jaðii í Vallahreppi til Egilsstaða og fór að vinna í hinni nýstofnuðu skógerð þar. — Hvernig er að vera fluitur á „mölina“? — Eftir atvikum er það ágætt. Við urðum að hætta búskapnum. Kona mín var búin að missa heils- una og svo vorum við orðin tvö ein eftir, svo að búskapuiinn var orðinn tiigangslaus. — Hvernig var svo að koma úr fjósinu að sníðaborðinu ? — Búskapur í sveit er vafalaust eitthvert göfugasta starf, sem nokkur getur unnið við. Maður er þar að hjálpa lífinu. Við búskap- inn er maður bundinn á vissan hátt. en finnst maður samt vera sjálfs sín herra. En hér í verk- smiðjunni er maður bundinn af klukkunni. I búskap eiga ekki aðr- ir að fara en þeir, sem áhuga hafa á skepnum og ræktun. 1 verk- smiðju ;sr líka nauðsynlegt að hafa áhuga á því, sem maður á að gera — á framleiðslunni, sem þar verð- ur til. Ef áhugi.nn er fyrir hendi, eru öll störf skemmtileg. Iðnaðurinn er það, sem koma skal með þjóð okkar. Sjávarútveg urinn getur ekki endalaust brauð- fet.t alla aukningu þjóðarinna'r. Fólki í sveitum fækkar og það Leit- ar í þéttbýlið — og þá er það iðn- aðurinn, sem verður að taka við Magnús Jónsson. aukningunni. En mér finnst höfuð atriði, að fólkið, sem við Ihann vinnur, beri hann fyrir brjósti. Þegar verið er að brjóta braut nýjum iðrnaði, er líka níajuðsyn- legt, að neytendur á svæðinu Leggi metnað sinn í að kaupa þær iðn- aðarvörur, sem þar eru framleidd- ar — ef þær eru jafngóðar og er- lendar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.