Austurland


Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 3

Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 30. október 1971. AUSTURLAND 3 stelpunum í skólanum) í öðru ]iðinu og aðallega framsóknar- menn í 'hinu, en fáir úr öðrum flo-kkum voru í skólanum. Bjöi-n Steindórsson var þá hjá Páli; hann var bráðilipur boltamaðlur. Hann var þá í rauðri peysu og skoraði fyrsía mank 1-eiksins glæsi- lega, og við kommúnistar lustum upp ópi. Nokkru seinna hrökk boltinn í hann og aftur úr honum í kommamarkið, svo að „sjálfs- mark“ varð úr. Þannig endaði þessi leikur. Og þannig gekk þetta til. Bolt- inn á -vellinum var tákn og lífs- leikurinn boHaleikur, heitur ok harður. — Við stofnuðum deild úr kommúnistaflokknum í Eiðaþing- há, þá fyrstu og einu á Héraði — eg held það sé rétt; það voru að vísu allmargir rauðir í Tungu, og þar var aðalforinginn á Héraði, Sigurður Árnason í Heiðarseli, en eg held þeir hafi ekki haft skipu- lagsbundin samtök. Við höfðum það aftur á móti, og það var Gunnar Ben sem kom þeim á 1933. Við buðum fram við -hreppsnefnd- arkcsningarrar árið eftir. Það voru óbundnar kosningar, en þrátt fyrir það vorum við rétt búnir að koma tveimur mönnum að, Ingvaii Guðjónssyni á Finnsstöð- um (nú í Dölum) og Guðnýju Sveinsdóttur á Eyvindará; það munaði tveimur atkvæðum. Það var einber klaufaskapur að vinna ekki, við agiteruðum ekki nógu skynsamlega, en andstæðingarnir — gamla hreppsnefndin — gebk þeim mun betur fram undir for- ystu Sigurbjörns frænda míns í Gilsárteigi, og eikki er örgrannt um að einhverjir okkar menn hafi þá gert „sjálfsmark“ í kosning- unum eins og í boltaleiknum sem áður gat. — Einu sinni, það var sumarið 1935, héldum við allfjölmenna úti- samkomu i Miðhúsaskógi og feng- um Jón Rafnsson til að halda ræðu. Reyðfirðingar fjölmenntu á samkomuna til að hrópa Jón niður en það tókst etkki, enda var Jón þaulvanur að sus&a niður í strák- um og s'kjótur að svara frammí- köllum. Að öðru leyti höfðum við ekkert samband við höfuðstöðvar flokksins fyrir sunnan, nema helzt Gunnai- Ben, og nokkrir okk- •ar keyptu Verkiýðsbjaðið og fleiri blöð og ritlinga sem flokkur- inn gaf út. Aðeins einu sinni kom maður neðan af Fjörðum á fund til okkar; það var Arnfinnur Jónsson. — Deildin var við lýði 4—5 ár, og ekki til einskis, því að hún greiddi áreiðanlega róttækum straumum leið og braut niður þá múra fordóma á hinni róttæku stefnu, sem íhaldið h-afði hlaðið upp kringum valdastóla sína. Stefnuskráin ? — Einhverja stefnuskrá börð- um við saman. ökkar stefna var að mestu sú sem Gunnar var að reyna að móta í Nýja tímanum, í landbúnaðarmálum. Við vildum að skuldir yi'ðu strikaðar út hjá hinum fátækari bændum og um- fi-am -allt að jarðirnar yrðu ekki teknar af þeim í skuldir — kreppuskuldirnar. Aftur á móti fannst okfcur óþarft að efnabænd- ur sem áttu miklar eignir fengju sömu skuldalækkun og hinir snauðari með kreppulánasjóðnum. Bergur er kvæntur Stefaníu Ágústsdóttur Ólafssonar og Guð- rúnar Stefánsdóttur. Hún er fóst- urdóttir Sigurðar Sveinssonar sem kunnur er fyrir bátasmíðar sínar á Borgarfirði, og Guðnýjar Jó- hannsdóttur. Þau eiga sjö börn og mörg barnaböin. Fimm eru ibú- sett á jafnmörgum stöðum á landinu, en tvö þau yngstu heima. — Við byrjuðum búskap i Jór- vík í Hjaltastaðaþinghá vorið 1936, en fluttumst til Borgar- fjarðar árið eftir og settumst að í Vinaminni á Bakkagerði, og hér höfum við verið síðan. Og stundað — ? — Sitt af hverju, m. a. búskap þangað til fyrir tveimur árum. Eg hafði eins og fleiri Bafckgerðingar 40—50 ær og beljur og 4 hekt- ara tún. Allt fram yfir 1960 höfðu flestir hér einhvern smábúskap,, kindur, kýr, en nú er þetta breytt. Túnin á þeim tveimur jörðum sem tilheyra þorpinu, Bakka og Bakkagerði, eru sum farin að falla í órækt, en hins vegar hafa risið upp á síðari árum fá en all- Framh. á 6. síðu. Sverrir Hermonnson 09 vetrarmaðurinn Rétt fyrir síðustu Aiþingiskosn- ingar snaraðist Pétur bóndi Jónsson á Egilsstöðum inn á sím- stöð staðarins, bvar mangt manna var fyrir. Spyr þá stöðvarstjóri Pétur, hvort ekki megi kynna hann fyrir Sverri Heimannssyni, frambjóðand-a Sjálfstæðisflokks- ins. „Æ, ert þú þessi Heimannsson, vasklegur maður,” sagði Pétur, „en eitt skal ég segja þér, H-er- mannsson minn: Við Austfirðing- ar höfum ekkert við það að gera að fá menn úr öðrum fjórðungum til þess að ráða málum ofckar. En ef þú ert kominn til þess að ráðast, í útgeið, iðnað, já, eða landbúnað I segðu, vertu hjartanlega vel- ! kominn.” „,Ja, landbúnað, segir þú,” sagði Sverrir, „Það er hvergi hægt að fá jarðir héma á Héraði." „Það er hægt að fá nóg af jörðum, blessaður vertu, ég held það svari því nú,” sagði Pétur. „Nú, þá er það 'hirðingin og vetrarfóðrunin, meðan ég er á þingi. Frúin er alls óvön sveita- búskap, svo ekki annast Ihún það fyrir mig,” svaraði Sverrir. ,.Æ — þú verður nú ekki í vandiæðum með að útvega þér vetrarmann,” sagði þá Pétur. „Þú færð þér bara hann Jónas Péturs- son.” Viljum ráða stiax bifvélavirkja. vélvirkja og menn vana járnsmíði. Vélaverkstæði Gunnar og Kjartan sf. — Egilsstöðum. Sími 1215. mátniny* i irLálningarÞjómjistTj. nyja, lita-kerficJ sem gef-u.t t>ér étchjLir ót>els:kta, möguLleiikia, í litaA^ali ÖRYGGI - Byooinpoíélogií BRÚHÁS HF. Egibstöðom Alhugiðl Bændurl Það er Scanía Vabis, sem kemur -hlutunum á leiðarenda. Við getum nú aftur boðið girðingarstaura úr birki, sem fúa- varðir eru með Basilíti. Flyt jarðýtur, skurðgröfur og hvað ::m er, hvert á land sem Verð: Lengd 1,80 m gildir kr. 60.00. — Lengd 1,80 m er. grannir kr. 45.00. — Lengd 1,50 m grannir kr. 40.00. — Lengd Ódýr og öirugg þjónusta. Eðva’d tíóliannsson, Hörgsási 6 Egilsstöðum. Sími 1288. 1,30 m styttur kr. 27.00. Söluskat-tur er ekki innifalinn. Skógrækt iríkisins, Hallormsstað.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.