Austurland


Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 6

Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 6
6 AUSTURLAND Neskaupstað, 30. október 1971. Hjá Arnbergi Framh. af 3. síðu. góð bú í þorpslandinu. Viðgangur þeirra byggist mest á því að rœiktun er noíkkuð mikil og afrétt- arlönd sömuleiðis suður um vík- uinar sem nú eru komnar í eyði. Áður voru í þorpinu um 40 kýr og veifti ekki af, en nú eru 5—6 menn með sína beljuna hver, en mjóLk er keypt frá Egilsstöðum. Hér gæti því auðveldlega skap- azt hreint vandræðaástand ef þeir flutningar tepptust að vetrarlagi. Þó er bót í máli að allgóð snjó- bílaleið er milli Héraðs og Borgar- fjarðar um Sandaskörð. Öllu verri er þó einangrun sveitarinnar á veturna gagnvart iheiibrigðis- þjónustu meðan ófær er vegurinn,, enda er sú þjónusta í molum, og læknar sjást hér ekiki í Ihverjum mánuði þegar illa fellur. Þetta er ekki sagt þeim til ávirðíngar, önnum köfnum eins og allir vita í stóru og strjálbýlu héraði. Ann- ars er okkur brýn nauðsyn á vetr- arfærum vegi, jafnvel þótt flug- samgöngur verði auiknar frá Eg- ilsstöðum eins og nú stendur til og verður vafalaust til mikilla bóta og stóraukins öryggis. — Auk búskaparins hef eg stundað tímavánnu mikið. Hér hefur oft verið töluverða vinnu að fá, t.d. vegavinnu, vinnu við hafn- argerðina og í ihraðfrystihúsinu, síldarvinnu þau árin sem hennar naut og skipavinnu, en hún hefur farið minnkandi hin síðari ár, og kemur meira að segja fyrir að að- alframleiðsluvörur byggðarlags- ins, fisikur og kjöt, eru fluttar burt á bílum. Um langan aldur hefur það tíðkazt á Borgarfirði ,,að fara á vertíð“ yfir vetrarmánuðina. Yfir veturinn hefur jafnan verið og er enn „dauður tími“ á Bakkagerði. Segja má að þorpið hafi oft hálf- tæmzt af vinnufærum karlmönn- um og raunar ungum stúlkum líka í atvinnuleit. Hafa þær þá mnrgar orðið framandi hjóna- bandsmörkuðum að bráð í vistum og verstöðvum. Á uppvaxtarárum mínum var þetta farfuglalíf eins konar manndómsvígsla unglinga eins cg utanfarir í fornöld, en nú mun það viðhorf breytt þótt enn séu suðurferðir gerðar í kjara- bótaskyni. vinnan var góð, enda var oddvit- inn lengst af þetta tímabil séra Ingvar á Desjarmýri sérlega sam- vinnuþýður og góðviljaður maður. Hann mun hafa verið oddviti hér frá 1922 til 1958, þá tók Ingvar sonur hans við og er enn. Þótt Bergur láti hæverskliega um störf hreppsnefndar er óhætt að segja, að málum hafi á þessu tímabili og þó einkum í seinni tíð þokað, að vísu stórbyltingalaust, í framfaraátt, og fyrst og fremst fyrir forgö.ngu hreppsnefndar, búnaðarfélagsins og kaupfélags. Satt að segja gleymdi eg að spyrja hann nánar út í það, en nefna má margt; jarðræktina með gömlu internationaldráttarvélinni siem keypt var 1928, (Fyrirvari á ná- kvæmnisgildi ártalanna hér á eft- ir,— Á. H.) hafnargerðina sem hófst 1944, og hraðfrystihúsið 1949, vegagerðina um sveitina sem hófst út norðurbyggð um 1930 eða heldur fyrr, en vegurinn komst í samband við vegakerfi landsins um 1955, sveitarsíma 1945—1950, síldarvinnsluna á sjöunda tugnum, rafveitu, fyrst frá dísilrafstöð um Bákkagerði 1952 og síðar Sandaskarðalínuna til Héraðs 1964 (?), mikla land- þurkun sem hófst. 1956, skóla- hús (sem var ómynd) um 1940 og annað 1967 með félagsheimili sem nú er að verða fullbúið. Efnahag- ur hefur batnað, og húsakynni einnig með tilkomu rafmagns og olíuhitunar, og þó eru húsakynni í Borgarfirði yfirleitt án óhófs og þeirrar fordildar sem mikið lætur að sér kveða víða. Og unglingar ieita nú meir forfrömunar og þroska í skólum en í þorskhúsum Vestmannaeyja og hjá ríkum Reykjavíkurkellingum. En margt er að enn. Þéttbýlið blcðsýgur byggðina, blóðsýgur hana í bókstaflegri merldngu þess orðs, því að það sýgur fólkið burt. Borgfirðingar eru lífshyggið fólk, og harðduglegt. þar eru barn- margar fjölskyldur. En öll fjölg- unin hverfur á braut og vel það. Yfirleitt fer um 60—80% af syst- kinahópnum til annarra staða og sárafátt flyzt að í staðinn. Dálítið þó, því að fyrir kemur að suðurfarar komi með lífsförunaut til baka, og hljóti hliðstæð höpp á böllum uppi í Héraði og víðar. Nú eru íbúarnir um 280, en losuðu 340 fyrir viðreisn. Hefur þú farið suður? — Eg var 12 vertíðir í Eyjum. Slundum voru allt upp í 30 Borg- firðingar þar á vetrarvertíð og slangur í öðrum verstöðvum, Hornafirði, Reykjavík og um Suð- urnes. Þú varst lengí í hreppsnefnd. — Jú, 20 ár, 1942—1962. Póli- tískar 'líosningar ? — Nei, það er af og frá, alltaf óbundnar kosning ar og ópólitískar. Það er lítið um þetta að segja. Að vísu voru skiptar skoðanir í málum, en sam- Hvað vantar Borgfirðinga helzt, Bergur ? — Hann hugsar sig um. - Betri höfn. Sveitin er fullsetin, og vík- urnar byggjast varla aftur í bráð, fclksflcttinn stöðvast ekki nema til komi atvinnuskilyrði fyrir fleira fólk. Það liggur í augum uppi. Nú er hér nokikuð af trillum, en veiðitíminn er skammur og grunnmiðin brigðul. í sumar hiafa verið gerðir út héðan 3 tíu til tólf tonna bátar. Þeir verða að flýja sem hraðast á Seyðisfjörð þegar veður versnar. Annars hafa þeir fiskað vel. Hvorki þá né stærri báta eru tiltök að hafa hér nema yfir sumarið. Nú stendur yfir ein- hver athugun á hafnarskilyrðum við Hafnarhólma í landi Hafnar út með firðinum að austan. Þar á að vera hægt að gera örugga höfn sýnist mönnum hér og líklega án tetórkbstnaðar. Kannske ©itthvað komi út úr því, t.d. önigg sumar- höfn í fyrsta áfanga. En það er óhugsandi að staðið verði að þeim framkvæmdum eins og hafnarlög gera ráð fyrir, að hreppurinn og heimamenn kosti framkvæmdir að hálfu. Við ölum upp fólk handa þéttbýbssvæðunum og höfum af því ærinn kostnað — ríkið á að byggja oikkur höfn, það eru ekki nema sjálfsögð manngjöld. Svo fcrum við að byggja loft- kastala um samyrkjubú í miðri sveit, sem framleiddi mjólkuraf- urðir í stórum stil fyrir innlendan cg erlendan markað. Ræktunar- skilyrði eru nefnilega sérlega góð í Borgarfirði og kalhætta mun minni en t.d. á Héraði. Nautgripa- hagar áfbragð um grasi vafðar hlíðar. I Borgarfirði eru lífsskilyrði fyrir margfalda tölu þeiss fólks sem þar er nú, og ný vinstri stjórn sem á samúð mikils meiri hiuta Beugfirðinga — og þeir ætlast J:ka til nokkurs af henni — hún á að vinna gegn landeyðingarþróun byggilegra staða þar sem smjör drýpui' af hverju strái. Þingmenn — valdhafar. Gjaldið Borgfirðingum fóst- urlaun nýtra þegna. Látið gera þar góða höfn. — Á. H. Húsmæður í sLáturtíðinni, scm endranær er frystiikistan ómissandi heirnilistæki. Höfum fyririiggjandi hinar vinsælu Baukuecht og Frigor frysti'kislur í stærðunum 220 — 290 — 275 og 380 lítra. Einn:g mjög góðar kistur af gerðinni Elster í stærðunum 330 cg 400 lítra. K. H. B. — Egilsstöðum. Rafmagnsnotendur Tek að mér aLls konar raflagnir og viðgerðir á heimilis- tækjum. Reynið þjcnustuna. Sveinn Guðmundsson, rafverktaki Lagarási 10 Egilsstöðum. Sími 1338. Hef fyrirlyggjandi Lucar rafgeymar fyrir flestar bifreiðir og dráttarvélar. Sveinn Guðmundsson, rafverktaki Lagarási 10, Egilsstöðum. Sími 1338.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.