Austurland


Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 8

Austurland - 30.10.1971, Blaðsíða 8
8 AUSTURLAND Neskaupstað, 30. október 1971. Shógrœht verður þdttur í búshop d Héroði Á FljótsdaJshéraði er mest reynsla 'fengin í skógrækt hér- lendis. Hún er fyrst og fremst bundin við Hallormsstað, en einn- ig er mikilsvert framlag margra áhugamanna, sem igróðursett hafa litla trjáreiti á jörðum sínum eða í görðum. Á grundvelli iþessarar reynslu má nú iþegar slá þvi föstu, að ræktun nokkurra trjátegunda sé svo örugg á Upphéraði, að hún verði þar jafnsjálfsögð og gras- rækt er í dag. Undanfarin kulda- sumur gerðu hinn istórfelillda draum um kornrækt sem þátt í ræktun á Héraði að engu um sinn, meðan árferði batnar ekki aftur. Grasræktin varð fyrir mikium á- föllum vegna kalskemmdanna. Samsvarandi áföll urðu ekki í skóigræktinni á Upphéraði, enda þótt nokkuð drægi úr vexti köld- ustu árin. Fyrir þennan góða árangur kom sú hugmynd upp um miðjan sjöunda áratuginn að gera þessa ræktun að þætti í búskap bænda, eins og er í fjölmörgum löndum. Vandamálið var, hvernig bændum yrði gert kleyft að rísa undir stofnkostnaði við skógrækt, vegna þess að hér verða ekki tekjur af ræktuninni fyrstu 20 árin að heit- ið geti. Sk c gir æktatr i'á’ ag Auistu r lands kom því til lieiðar, að gerð var á- ætlun um skógrækt sem þátt í búskap bænda í Fljótsdalshreppi. Var þessi sveit valin vegna þsss, að þar eru skilyrði talin einhver hin beztu á landinu fyrir trjá- gróður. Samkvæmt þessari áætlun skyldi ríkið greiða allan stofn- kostnað við ræktunir.a, en land- eigendur vera eigendur hennar. Va” hér m. a. stuðzt við fyrir- ikcmulag þersara mála í Vestur- Noregi, þar sem ríikið greiðir 75% stofnkostnaðar við nýrækt skóga á skcglausu landi. Hugmyndinni var það vel tekið meðal bænda í Fljótsdal, að á- kveðið var að leita hófanna um málið hjá ríkisstjórn og síðar Alþingi. Árangur þeirra umleit- ana kom í Ijós við afgreiðslu fjárlaga fyrir jól 1968, er Alþingi samþykkti 500 þúsund kr. fjár- veitingu „til framkvæmda í Fljóts- dal” undir skógrælktarlið fjárlaga. Foi-senda f járveitingarinnar af hálfu skógræktarmanna var, að hún héldi áfrum í 25 ár, en við það' tímabil miðast ihin upphaf- lega áætiun. Bkki færri en 10 býli verða þátttaikendur í þessari áætlun. Og fleiri geta orðið það, þótt síðar verði. Fyrstu framkvæmdir. Framkvæmdir hófust við fyrstu girðinguna á Víðivöllum ytri haustið 1969 og var henni lokað í júní 1970. Voru þá fyrstu 8.000 lerkiplönturnar gróð|Ursett- ar þar. Er sú girðing um 60 ha. Sl. vor var lokað annarri girð- ingunni, sem er sameiginleg fyrir jarðirnar Brekku og Hjarðarból, og hófst plöntun þar einnig sl. vor. Voru alls gróðursettar 24.000 lerkiplöntur þir cig á Víðivöllum. I haust er unnið að girðingu í Geitagerði. Verður henni lokað fyrir næsta vor. Reynt verður að girða með eins miklum hraða og unnt er fyrstu árin, en plöntun að því búnu aukin verulega, er girð- ingar verða komnar upp. Sig. Blöndal Eftir rúrnlega 30 ár verður hægt að taka svona mynd í Víðivalla- skógi. Hér sést Bragi Jónsson á Freys- hólum fella lerkitré í Guttorms- lundi á Hallormsstað vorið 1971. Allar ljósmyndir í þessu blaði nema af Arnbnrgi Gíslasyni tók Sibl. ■~>r^vwvwvwvwvy^^vywwwwwwvw' Gróðursetningarflokkur Skógræktar ríkisins á Haliormsstað hefur grcðursetninguna. "ÍS Bændurnir á Víðivöllum ytri, Röignval'dur Erlingsson (t.v.) og Hallgrímur Þórarinsson (t.h.) gróðursetja fyrstu lerkiplönt- urnar í Víðivallagirðinguna 25. júní 1970.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.