Svart á hvítu - 01.01.1978, Qupperneq 12

Svart á hvítu - 01.01.1978, Qupperneq 12
M. Já, ég tók þátt í ýmsum samsýningum, en merkilegasta samsýningin er sú, sem SÚM stóó fyrir í Fodor-safninu í Amsterdam. Viö vorum þar 12 íslendingar og 5 erlendir gestir. Ég hafði þar 12 gifsbörn og nokkrar objektir. Börnin gerði ég með því að hella gifsi í barnaföt og rífa síðan fötin utan af. Þessi börn voru skrítin í laginu og gerð fata- efnisins kom fram í gifsinu og gaf þessu dálítið klassiskan blæ, sem mér líkaði vel. Strákarnir skiþulögðu þessa sýningu mjög vel, fóru til Amsterdam og höföu gjörningaþrógram sem kvað hafa verið mjög skemmtilegt. Ég hef jafnvel heyrt menn í Hollandi segja, að þessi sýning hafi verið dálítil opinberun fyrir þá. Þeir höfðu víst ekki séð svo mikið af þess konar list þá. Kannski var þetta líka þara kurteisi. St. Árið 1963 voruð þið Dieter og Magnús í Skeifunni með húsgagnaverslun, sem þið köliuðuð Kúluna. Hvers vegna stofnuðuð þið Kúluna og hvernig tókst til með fyrirtækið? M. Ætli þetta hafi ekki verið tilraun til andófs gegn skandinavisku kúnsthandverki í húsgagna- gerð, lampagerð, öskubakkagerð og reyndar alls konar umhverfismótun. Hér var þá þessi harð- viðaralda eða tekkalda. Ekkert var nothæft nema það væri úr tekki eóa eik, kannski sandblásinni eóa brenndri og í þessu var svona hálfgeld tilfinninga- semi. Þetta féll bara ekki inn í okkar hugmyndir um myndlist eða formsköpun og var einfaldlega alltof væmið fyrir okkar viðhorf. Það var Magnús í Skeifunni sem gerði þetta mögulegt, hann var kunningi Dieters. Við teiknuðum húsgögn og alls konar hluti, en Magnús sá um framleiðsluna mest megnis. Dieter var potturinn og pannan í öllu saman. St. Seldist eitthvað af þessu? M. Þaó seldist nú eitthvaö, já. En þetta varð aldrei vinsælt. Við héldum líka, að við gætum gert þetta voðalega ódýrt, en sú varð ekki raunin því vió komumst aldrei lengra en að smíöa prufustykki og þau eru náttúrlega alltaf dýr. Ef hægt heföi verið að fjöldaframleiöa hefði þetta getað oröið mjög ódýrt. St. Já, svo kemur ládeyðuskeiðið, er það ekki? Hvað gerðirðu á þeim tíma? M. Ég gerði nú þaó sama og ég hef alltaf gert. Ég vann fyrir mér í leikhúsunum af og til, þegar mér buðust verkefni. Þá tók ég flest þaö sem bauðst. Nú ég var svona dálítið við auglýsingagerö. Vann á auglýsingastofu af og til og svo var ég eins og grár köttur við allar vörusýningar. Tók aö mér verkefni þar. St. Þú hefur lært af því að vinna svona fjöl- breytt störf, er það ekki? Flæðarmál 1976 glbs 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.