Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 12

Svart á hvítu - 01.06.1978, Qupperneq 12
Wim Wenders á íslandi Árni Óskarsson Friðrik Þór Friðriksson Wim Wenders var gestur á kvikmyndahátíöinni í Reykjavík í febrúar sl. Hann haföi fjórar mynda sinna meðferðis, „Hræðsla markvarðarins við víta- spyrnuna", „Afleikur", „I tímans rás" og „Ameríski vinurinn". Voru þær allar sýndar hér. Wenders er fæddur 14. ágúst 1945 í Dusseldorf. Hann tilheyrir nýju kynslóðinni í þýskri kvikmynda- gerð. Wenders er þar í flokki meö Fassbinder, Herzog, Schlöndorff, Schroeter, Straub og Kluge. Þessir leikstjórar komu því til leiðar að Vestur-Þýskaland endurheimti þann sess í kvik- myndaheiminum sem þaó hafði haft áður en nas- istar komust til valda. Eins og bent var á í formála að viðtali við Werner Herzog í 1. tbl. „Svart á hvítu" sækja þessir nýju leikstjórar ýmislegt til gullaldar þýskrar kvikmyndageröar, frá 1919—1933. Ef við segjum að Herzog samsvari Friedrich W. Murnau þá líkist Wenders einna helst Fritz Lang. Wenders lýsti því yfir aó þessi endurlífgun þýskrar kvikmyndagerðar hefði ekki verið möguleg án samstarfs viö opinbera aðila, svo sem sjónvarp. Sjónvarpiö lagði til hluta framleiöslukostnaðar gegn því að fá aö sýna myndirnar eftir að þær höfðu gengið í kvikmyndahúsum í eitt til tvö ár. Þetta hefur gert það að verkum að Wenders og fleiri þýskir kvikmyndahöfundar þurfa ekki að þóknast duttlungum kvikmyndaframleiðenda, sem hugsa fyrst og fremst um það aö laga kvikmyndina að þörfum markaðarins. Wenders ólst upp við amerískar kúrekamyndir, þar eð þýsk kvikmyndagerð hafði verið drepin í dróma. Áhrif engilsaxneskrar fjöldamenningar hafa verið mikil í Vestur-Þýskalandi frá lokum síöari heimsstyrjaldar, rétt eins og á íslandi. Wenders hefur ekki farið varhluta af þeim áhrifum, sem má greina t.d. í notkun hans á breskri rock-tónlist. Sjálfur segist hann ekki þekkja aðra tónlist. Wenders lætur aöra aðalpersónu sína í „I tímans rás" segja eitthvað á þá leið að ameríkanar hafi gert undirmeðvitund okkar að nýlendum sínum. Fyrsta mynd Wenders í fullri lengd var „Sumar í borginni", sem var jafnframt lokaverkefni hans frá kvikmyndaskólanum. í þeirri mynd er Wenders ekki enn búinn að móta notkun sína á myndmálinu. Dæmi um þaö er hvernig hann tjáir tímann. í myndinni kemur fyrir bílferð í gegnum neðan- jaröargöng. Wenders kvikmyndaöi út um hliðar- gluggann og lét myndavélina ganga alla leiöina í gegnum 800 m löng göngin í myrkri. Þegar Wim Wenders. Wenders var að ganga endanlega frá kvikmyndinni kom tæknimaður aö máli viö hann. Lýsti hann ánægju sinni yfir myndinni en spurði hvers vegna í ósköpunum hann hefði ekki klippt atriöiö þar sem hann keyrir í gegnum jarðgöngin. Wenders sagöi honum þá aó göngin hefðu því miður verió þetta löng, þ.e.a.s. 800 m. Þá horfði maðurinn á hann meö vandlætingu og sagði: „Þetta getið þér ekki gert." Kvaöst hann sjálfur hafa gert 8 mm kvikmynd í Rúmeníu, 20 mínútna langa, og þar væri að finna allt um Rúmeníu. Tæknimaöurinn yrti ekki á Wenders eftir þetta. Wenders segir að fólk bregðist ókvæða við ef sama fyrirbærið er sýnt of lengi. Það heldur að það hljóti að vera einhver ástæðafyrir því og hugsar ekki út í það að það er útaf fyrir sig ærin ástæða að manni falli við það sem sýnt er. Árið 1970 kom út skáldsaga eftir Peter Handke sem hét „Hræösla markvarðarins við vítaspyrn- una". Þessi skáldsaga varð næsta verkefni Wenders og lauk hann við hana 1971. Myndin fjallar um markvörð sem drepur stúlku og flýr í lítið þorp úti á landi. Myndin lýsir nákvæmlega, eins og sagan, hegðun hans og upplifun á umhverfinu. Sagan hefur ýmsa eðlisþætti reyfarans, en þó er morðið ekki hreyfiafl atburðarásarinnar. Wenders hugðist beita myndmálinu á hliðstæðan hátt og Handke ritmálinu í sögunni, með því að raða myndskeiðum á líkan hátt og Handke setningum. 1972 kom myndin „Skartlatsrauði bókstafurinn". 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.