Svart á hvítu - 01.06.1978, Page 20

Svart á hvítu - 01.06.1978, Page 20
Morð á einfaldri aðdáun Spjallað við Robert Filliou Eggert Pétursson Ingólfur Arnarsson Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson Örn Daníel Jónsson Robert Filliou er fæddur árið 1926, í Suður Frakklandi, þar sem hann bjó þar til hann fluttist til Bandaríkjanna árið 1946. Þar vann hann um tíma sem verkamaður hjá Coca Cola en fór síðan í UCLA í Californíu og lagði stund á hagfræði. Eftir fimm ára dvöl í Los Angeles varð hann bandarískur ríkisborgari. Síðar fór hann til Kóreu á vegum Sameinuðu Þjóðanna til að vinna að uppbygg- ingu Kóreu að hann hélt, en það reyndist aðeins vera Suður Kórea, þar eð engin leið var að komast norður. Við þetta vann hann til ársins 1954, en þá „droppaði hann út“ eins og sagt er, og hefur unnið að listsköpun síðan. Filllou var staddur hér á landl í febrúar s. I. á vegum Myndlista- og Handíðaskóla fslands, en hann var þá leiðbeinandi í Nýlistadeild skólans. Við spurðum hann að því hversvegna hann hefði gerst listamaður. F. Þegar ég var ungur, svona um tvítugt, þá hafði ég áhuga á Ijóðagerð, og hjá Coca Cola hafði ég næði til að hugsa yfir vélunum. Þá ákvað ég að gera ekkert í því fyrr en ég yrði þrítugur. Þegar maður er um tvítugt finnst manni langt í þrítugt. Mér þótti ég ekki hafa neitt að segja eða a. m. k. kæmist ég að því hvað ég hefði að segja einfaldlega með því að gera eitthvað. Ég hafði engar áætlanir um að fara í háskóla. Það var bara tilviljun að ég fór í hagfræði, ég hafði áhuga á þjóðfélagsmálum, og fólk í kringum mig talaði um Marxisma, og ég fékk mikinn áhuga á þriðja heiminum og hungurvandamálinu. Smám saman varð mér Ijóst að ég yrði ekki aðeins að vinna fræðilega að þjóðfélagsmálum, heldur yröi ég að snúa mér að þeim þjóöfélagsmeölimi sem ég þekkti best, og það var ég sjálfur. Þá hætti ég. ( þjóðfélagsmálum er alltaf til staðar vandamálið hvernig á að fara frá hinu almenna til hins einstaka, maður breytir ekki þjóð- félaginu nema með því að breyta einstaklingnum, hvort kemur á undan, hænan eða eggið? Svo ég hætti störfum og fór að skrifa leikrit. Ég hef alltaf haft áhuga á leikritum. 18

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.