Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 15
Albert Camus: Tvær blaðagreinar öld óttans Sautjánda öldin var öld stærðfræðinnar, átjánda öldin var öld eðlisfræð- innar og nítjánda öldin líffræðinnar. Okkar öld, tuttugasta öldin, er öld óttans. Menn kunna að segja, að þar séu ekki vísindi. En í fyrsta lag'i eiga vísindi þar nokkurn hlut að, þar sem síðustu fræðilegu árangrar þeirra hafa leitt þau til að afneita sjálfum sér, og þar sem tæknifullkomnun þeirra er nú næg til að eyða heiminum. Og enda þótt óttinn geti í sjálfu sér ekki talizt vísindi, er enginn vafi á því, að hann er samt sem áður tækni. Það, sem raunverulega er mest áberandi í þeim heimi, þar sem við búum, er yfirleitt, að flest fólk (nema allskonar trúað fólk) á enga framtíð. Ekkert líf hefur gildi án framtíðarvona, án fyrirheita um vöxt og þroska. Að lifa við luktar dyr, það er hundalíf. Jæja, menn af minni kynslóð og þeirri kynslóð, sem nú stígur inn í vinnustofur og mennta- deildir hafa lifað og lifa meira og meira eins og hundar. Auðvitað er það ekki í fyrsta sinn sem menn standa andspænis efna- lega lokaðri framtíð. En venjulega sigruðust menn á því með orðum og með ópum. Þeir skírskotuðu til annarra verðmæta, sem gáfu þeim von. Nú á dögum talar enginn lengur (nema þeir sem endurtaka sig), því að svo er sem heiminn leiði blind og heyrnarlaus öfl, sem muni ekki heyra nein aðvörunaróp, ráð né bænir. Eitthvað hefur glatazt í okkur við atburði þeirra ára, sem nú eru nýliðin hjá. Og þetta eitthvað er það eilífa traust mannsins, sem alltaf hefur látið hann trúa því, að hægt væri að fá annan mann til mannlegra viðbragða með þvi að tala til hans á máli mannúðarinnar. Við höfum séð menn ljúga, svívirða, drepa, flytja fólk í ánauð, pína. Og í hvert skipti var til einskis að reyna að fá þá, sem það gerðu, til að gera það ekki, af því að þeir voru vissir í sinni sök og af því að menn sannfæra ekki fræðikenningu, þ. e. a. s. fulltrúa hugmyndakerfis (ideologie). Hinar löngu samræður mannanna hafa þagnað. Og það er augljóst að maður, sem ekki er hægt að sannfæra, er maður, sem skelfir. Þannig æxlast það til, að við hlið þeirra, sem ekki sögðu neitt, af því að þeir álitu það tilgangslaust, átti sér stað og á sér stað magnað þagnarsam- særi, sem þeir fallast á, sem óttaslegnir eru og þykjast hafa góðar ástæður til að fela fyrir sjálfum sér þennan ótta, en samsæri þessu hafa þeir á komið, sem hag hafa af því. „Þið megið ekki tala um hreinsun Birtingur 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.