Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 32

Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 32
gert sér slíka ferð um nótt? ætlar hún kannski nú fyrst í kvöl sinni að sækja hinn einstaka heim með blómagjöf ? kannski af guði vísað, ef hún bað, ef hún kraup á kné frammi fyrir guði sínum og bað: hinn dásamlegi kæmi til að fara um hana örmum, af ást! í myrkrinu hefur maðurinn fálmað eftir heitum kossum. dagar hans hafa mjakast seint við engar ástir heldur grámu, eins og dagar maríu, sem vinnur og þrífst undir annarra þaki. hún hefur séð gufu leggja af þvott- um, af gluggum. við eldun ýsu og vellings moraði gufa um heila daga. kápum, vettlingum og treflum var sveipast áður en ferðir voru gerðar út í hrím og byli að afla lífsbjargar. brúsa var leitað í gufunni og brúsar voru bornir út úr gufu í hrím, og í lífinu var fundið til bleytu, hugað að pinklum, lyklum, brúsum, pottum, fötum, og kindur þurfti að sækja út í hríðar og storma ... en maría vildi ekki manninn, sem þó var dyggur og eigandi bifreiðar. henni hefur sennilega ekki fundist hann nógu góður fyrir sig. henni hefur sjálfsagt ekki fundist hún geta leyft honum að fara höndum um sig því henni hefur ekki fundist hann nógu góður fyrir sig ... eða á hún að fara til einhvers sem prýðir sig ennisspöng, sjálfum sér að ieik? einhvers sem unir sér glaðui-, með bjarta spöng um enni, og leitar þess að ljósið brotni á enni. sér og laugast í flóði geisla sem hann tekur með fögnuði og hlátrum, syngur jafnvel til að sjá tóna sína príla eftir mislitum geislastrengjunum og þrífur til þeirra með fingrum eins og hann léki á gígju, óroggins manns með ennisspöng úr gulli, einhvers sem elskar af miklu geði? eða er hún að fara til einhvers annars, einhvers sem á einnig spöng til að prýða sig með, dýrari en hina, ennisspöng með áföstum bjöllum, einhvers sem lifir lífi sínu við gleði og fans, við glym frá bjöllum sínum, einhvers sem snýr sér á snjöllum hælum, ávallt til í dansinn, hælar hans glymji og hlátrasköll kveði jafnan við í nálægð hans, fífls, sem á sér þó líf af gnægð, einhvers sem strýkur sér um þunga vöðva, stundar leikfimi undir tónum frá lýrukassa, en vill þiggja af maríu blóm og á sér hástemmda ólgu í limum svo að hann hlær af innri styrk, vís til að verja hana með púðri eða eggjárnum fyrir háskasemdum heimsins? vonandi er hún að sækja slíkan snilling heim ... eða á hún, eins og venjulega um þetta leyti dags, að kaupa snúða, fara til skósmiðs, kaupa mjólk eða skötu? að sjálfsögðu. að sjálfsögðu. 30 Birtingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.