Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 3
Nú vitum við hvað gerist á Islandi, þegar dómsmorð eru framin í Ung- verjalandi. Það er haldinn fundur á Lækjartorgi. Menn berja sér á brjóst fullir vandlætingar og hafa allt í einu uppgötvað ranglætið í heiminum. En hvað bjó þeim í hug? Af hverju notuðu þeir tækifærið til að blása að glæðum úlfúðar og haturs? Er það rétta leiðin til að efla frið í heim- inum og útrýma glæpum? Er það göfugmannlegt, lýsir það réttlætisást að æsa ofsóknarhug fólks til þeirra manna hér á landi, sem í stjórnmála- blöðum eru nefndir kommúnistar, hvort sem þéir hafa nokkuð til þess unnið annað en það að vilja þjóð sinni vel og vera á annari’i skoðun urn velferð hennar en þeir sem ofsóknarvopnunum beittu? Fyrir skömmu sat ung stúlka í fangelsi í Alsíi’, dæmd til dauða fyrir engar sakir aðrar en þær að vilja frelsi þjóðar sinnar. Frönsk yfirvöld náðuðu hana á síð- ustu stundu, eftir að fjöldi manna um allan heirn hafði beðið um náðun hennar. Stúlka þessi hafði þolað hryllilegar pyndingar, sem átt höfðu að fá hana til að játa á sig verstu glæpi. En við vitum hvað gerist á íslandi, þegar leiða á saklausa stúlku í Alsír úr pyndingaklefanum á höggstokkinn. Þá er ekki haldinn neinn fundur á Lækjartoi’gi. Engar stúdínur ganga prúðbúnar eftir torginu til að votta systur sinni samúð og virðingu. Enginn prestur fagnar því að hægt sé að tala á Lækjar- torgi. Já, það er gott að geta talað á Lækjartorgi. En ef hernaðarbrjálæðið, sem leiddi skelfingarnar yfir Ungvei’ja, fær að halda áfram að magnast þangað til eitthvert smáatvik steypir heiminum út í gei'eyðingarstyi’jöld, þá talar enginn framar á Lækjartorgi. Einn x-æðumanna á Lækjartorgsfundi þeirn sem sagður var haldinn til þess að andmæla manndi’ápum, notaði talfrelsi sitt til að sverta rit- höfunda og menntamenn, sem hafa bundizt samtökum um að reyna að koma í veg fyrir manndráp. Ræðumaður gerði grín að fi'iðarboðskap þessara samtaka og fór háðulegum orðum um það að í'ithöfundar og menntamenn skyldu vilja fi'iðlýsa ísland. Þessi maður hefur þó undan- farin ár setið í nefnd, sem úthlutar styrkjum til rithöfunda og listamanna, og hann er formaður sjálfs menntamálaráðs. Birtingur 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.