Birtingur - 01.06.1958, Side 3

Birtingur - 01.06.1958, Side 3
Nú vitum við hvað gerist á Islandi, þegar dómsmorð eru framin í Ung- verjalandi. Það er haldinn fundur á Lækjartorgi. Menn berja sér á brjóst fullir vandlætingar og hafa allt í einu uppgötvað ranglætið í heiminum. En hvað bjó þeim í hug? Af hverju notuðu þeir tækifærið til að blása að glæðum úlfúðar og haturs? Er það rétta leiðin til að efla frið í heim- inum og útrýma glæpum? Er það göfugmannlegt, lýsir það réttlætisást að æsa ofsóknarhug fólks til þeirra manna hér á landi, sem í stjórnmála- blöðum eru nefndir kommúnistar, hvort sem þéir hafa nokkuð til þess unnið annað en það að vilja þjóð sinni vel og vera á annari’i skoðun urn velferð hennar en þeir sem ofsóknarvopnunum beittu? Fyrir skömmu sat ung stúlka í fangelsi í Alsíi’, dæmd til dauða fyrir engar sakir aðrar en þær að vilja frelsi þjóðar sinnar. Frönsk yfirvöld náðuðu hana á síð- ustu stundu, eftir að fjöldi manna um allan heirn hafði beðið um náðun hennar. Stúlka þessi hafði þolað hryllilegar pyndingar, sem átt höfðu að fá hana til að játa á sig verstu glæpi. En við vitum hvað gerist á íslandi, þegar leiða á saklausa stúlku í Alsír úr pyndingaklefanum á höggstokkinn. Þá er ekki haldinn neinn fundur á Lækjartoi’gi. Engar stúdínur ganga prúðbúnar eftir torginu til að votta systur sinni samúð og virðingu. Enginn prestur fagnar því að hægt sé að tala á Lækjar- torgi. Já, það er gott að geta talað á Lækjartorgi. En ef hernaðarbrjálæðið, sem leiddi skelfingarnar yfir Ungvei’ja, fær að halda áfram að magnast þangað til eitthvert smáatvik steypir heiminum út í gei'eyðingarstyi’jöld, þá talar enginn framar á Lækjartorgi. Einn x-æðumanna á Lækjartorgsfundi þeirn sem sagður var haldinn til þess að andmæla manndi’ápum, notaði talfrelsi sitt til að sverta rit- höfunda og menntamenn, sem hafa bundizt samtökum um að reyna að koma í veg fyrir manndráp. Ræðumaður gerði grín að fi'iðarboðskap þessara samtaka og fór háðulegum orðum um það að í'ithöfundar og menntamenn skyldu vilja fi'iðlýsa ísland. Þessi maður hefur þó undan- farin ár setið í nefnd, sem úthlutar styrkjum til rithöfunda og listamanna, og hann er formaður sjálfs menntamálaráðs. Birtingur 1

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.