Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.06.1958, Blaðsíða 31
þarna hvarf maður inn í svartan lyktandi gafl! þarna kemur annar í ljós út úr dimmum gafli, prýddum skærlitri auglýsingu um hráolíu. Þarna!! hann er með depla á fölri ásjónu. nú dregur hann höfuðið inn í skinnin á flík sinni og trítlar út á dag sinn, furðu hvítan snjó sem hann kann ekki að skoða né dæma. tungli var varpað yfir á himin fyrir dægri. nú hefur það hrapað út yfir hafið þar sem það hlýtur brátt að sökkva. þó varpar það enn á hræðilegri ferð sinni glampa á þessa slóð, og tilveran var hræðilega framandi. þarna blasti við hrím, slungið fölu bliki, kaldir vargsgráir múrgaflar sem ekkert skin beit á og þústir sem skuggar eltu, ýmist inn eða út um holur, mórauðar á fönninni, nema þar sem sást á lík; þau tóku á sig marbláan fölva af skininu . . . eða hvert á maría að fara? er lienni ekki sköpuð lúmskuleg sjón og kyn- legar vonir í þunnan kollinn svo hún skjöktir með svelgnum á rás, ein- sömul og af engum vafin örmum, of ein til þess að hún dirfist að ætla að hún sé elskuð? á hún kannski að sækja blóm til einhvers sem prýðir enni sitt spöngum úr silfri? eða brosir þessi holdgrimma kona við nokkrum nema því aðeins að henni finnist hann dásamlegur? ár eftir ár mun hún leita maka sem henni finnst sér samboðinn. hvað eftir annað hefur hún vísað á bug sér jafn þjáðum mönnum . .. á hún kannski að fara með blóm til einhvers sem hún þorir að sverja fyrir guði að sé dásamlegur? er hún kannski að fara með gjöf til að færa þeim einstaka í hendur? nú sé hún loksins að fara til að gefa sig áfjálg og glöð eftir hróplegt stríð í leit sinni að samboðnum maka? hvað eftir annað hefur hún meðtekið í leit sinni daga sem trauðlega voru henni bærir. hversu oft hefur hún kvalist við ólgu tryllts blóðs síns þótt henni hafi að vísu gefist tilboð sem hún gat hvenær sem vera vildi tekið til huggunar í kvöl sinni. maður einn hefur komið til að bjóða henni ást; hann varð að víkja frá henni með brostna von, lamaður við þá vissu að henni fannst hann ekki nógu góður fyrir sig. þótt hún hafi hvað eftir annað lifað daga engra rættra vona grét hún af bræði þegar hann kom og talaði um samhræring hvors við hitt fyrir augum guðs. þó er hann eins og sauður meinlaus og hefur nurlað saman aura sem gætu nægt þeim fyrir húsi til að elskast í. en henni hefur ekki fundist hún geta látið líkama sinn og geð upp í elskandi kjúkur hans en í þess stað þreyð við sára kvöl í von um hið endanlega fagra. myrkrið grúfir lágt. það hefur þrifið til manna og varpað þeim í hroll- svört djúpin. lífum var lifað um nætur af angri, hálfkæringi eða óðri fýsn: vaknað var af ljúfum draumi, risið í myrkrinu og dregist að daufri skímu: speglar voru hreyfðir og púðri stráð á þrútna kinn. vökur voru gerðar um nætur og um nætur voru gerðar ferðir í huga fram fyrir undursamlegt auga og vör þess sem hugur stóð til. ef til vill hefur maría Birtingur 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.