Austurland


Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 2

Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR, 28. JANÚAR 1988. Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Einar Már Sigurðarson og Smári Geirsson Ritstjóri: Haraldur Bjarnason (ábm.) S 71750 og 71756 Auglýsingar og dreifing: Áshildur Sigurðardóttir S 71571 og 71629 Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Egilsbraut 11 Pósthólf 31 ■ 740 Neskaupstaður ■ S 71750 og 71571 Prentun: Nesprent s Urelt tekjuöflunarkeríi Þessar vikurnar sitja sveitarstjórnarmenn vítt og breitt um landið við að koma saman fjárhagsáætlunum. bað er kvíði í mönnum því þau 6,7% sem sveitarfélögunum eru skömmtuð í útsvar duga hvergi nærri. Ríkisvaldið getur stoppað í sín fjárlagagöt með því að leggjaá nýja skatta, en stjórnendur sveitarfélaganna víða á landsbyggðinni sjá fram á að þurfa að draga úr rekstri, stöðva framkvæmdir og safna skuldum. Ekki eiga þó allir við þessi vandamál að glíma. Frá höfuðborginni berast þær fregnir, að þegar búið er að áætla fyrir öllum rekstri og leggja nokkur hundruð milljónir í gatnagerð, eru samt eftir 1930 milljónir - tæpir tveir milljarðar - til framkvæmda. Hvað veldur? Eru tómir búskussar í sveitarstjórnum á landsbyggðinni, en snillingar við stjórnvölinn í borg Davíðs? Svo einfalt er málið ekki. Svarsins er að leita í úreltu tekjuöflunarkerfi sveitarfé- laganna. Helstu tekjustofnar sveitarfélaganna eru fjórir: Útsvar, aðstöðugjald, fasteigna- gjald og framlag úr Jöfnunarsjóði. Félagsmálaráðherra ákvað í haust að innheimtuhlutfall útsvars - og þar með í raun álagningarhlutfall - skyldi vera 6,7% fyrir öll sveitarfélög. Þannig hafa sveitarfélögin verið svipt sjálfsákvörðunarrétti sínum. Hvernig samræmist það yfirlýstu markmiði ríkisstjórnarinnar um að „sveitarfélög verði fjárhagslega sjálfstæðari og síður háð ríkisvaldinu"? Aðstöðugjöldin eru mishá eftir atvinnugreinum. Lægst í sjávarútvegi og landbún- aði. Hæst í verslun og þjónustu. Pað er því ljóst að stórmarkaðir og öldurhús eru ólíkt betri mjólkurkýr en fiskvinnslustöðvar og sláturhús. Fasteignagjöldin eru hlutfall af fasteignamati, en mat fasteigna í höfuðborginni er um það bil helmingi hærra en t. d. víðast á Austurlandi. Jöfnunarsjóðurinn, sem lögum samkvæmt á að fá 8% af 20 söluskattsstigum og 5% af tollatekjum hefur verið verulegæskertur. Á árunum 1981 -1983 nam framlag ríkissjóðs til hans 3 - 3,2% af ríkistekjum, en frá 1984 hefur framlagið sílækkað ofan í um eða undir 2% ríkistekna. í ár er framlag til sjóðsins alls 1540 milljónir króna ef með eru taldar 200 milljónir í sérdeildir sjóðsins, en framlagið ætti að vera vel yfir 2 miljarðar ef lögum væri framfylgt. Hér ber allt að sama brunni. Kerfið er úrelt og í stað þess að stoppa í það ætti að bylta því og búa til nýtt kerfi til samræmis við breyttar þjóðfélagsaðstæður síðasta áratuginn.' Vel mætti hugsa sér að skattur á tekjur rynni allur til sveitarfélaganna og þau hefðu algert frelsi um hve hátt þau kysu að skattleggja þegnana. Fasteignagjöld og aðstöðugjöld yrðu skattsofnar ríkisins. Þannig væri t. d. betur tryggt en nú að eitt sveitarfélag öðrum fremur hefðu ekki tekjur af byggingum eða umsvifum ríkisvaldsins. Þetta ætti líka að auðvelda ýmsar efnahagsaðgerðar í tengslum við atvinnuvegina. Jöfnunarsjóð þarf að endurskoða þannig að hann standi undir nafni. Eða finnst mönnum það allt í lagi að á sama tíma og endar nást ekki saman í fjölda sveitarfélaga, skuli eitt sveitarfélag, sem á eftir tæpa tvo milljarða til framkvæmda fá 450 milljónir úr Jöfnunarsjóði? Ef Alþingi og ríkisstjórn hefðu borið gæfu til að byrja á því að koma lagi á tekjuöflun sveitarfélaganna mundu allir sveitarstjórnarmenn fagna því að fá aukin verkefni að fást við. Krjóh Framsókn og matarskatturinn Með réttu hefur Jón Baldvin fjármálaráðherra og formaður Alþýðuflokksins verið talinn aðalhöfundur skattalagabreyt- inganna nú um síðustu áramót. Hins vegar er hann ekki einn að verki. Öllríkisstjórninogstuðn- ingsflokkar hennar samþykktu skattafrumvörpin og stóðu að lögfestingu þeirra. Steingrímur Hermannsson tók sérstaklega fram á blaðamannafundi í byrj- un desember, að Framsóknar- flokkurinn stæði óskiptur að baki þessum breytingum. I umræðum á Alþingi kom fram órói hjá stöku framsóknar- þingmanni. Þeir lýstu áhyggjum en greiddu svo atkvæði með öllu saman, þar á meðal með matar- skattinum. I leiðara Austra 21. janúar sl. snýst Jón Kristjánsson alþingis- maður til varnar fyrir alla skattasúpuna. Alveg sérstak- lega mælir hann matarskattin- um bót og telur að stjórnarand- staðan hafi „notað málið í áróð- ursskyni og lagt á það ofur- kapp“. Til málsbóta fyrir matar- skattinn hefur Jón m. a. þetta fram að færa lesendum til hugg- unar: „Á móti koma niðurgreiðslur á kjöt, mjólkurvörur og fisk og einnig koma auknar greiðslur gegnum tryggingakerfið sem eiga að vega að hluta upp á móti þeirri hækkun sem af sölu- skattinum kemur.“ Hverjar eru staðreyndirnar á bak við þetta yfirklór? Útgjöld meðalfjölskyldu til matvörukaupa hafa hækkað um 23,7% eða nærfellt um fjórðung á hálfu ári. Matarreikningur þessarar fjölskyldu hefur hækk- að um 5.400 krónur á þessum «¥• tZridds Frá BN Úrslit úr tvímenningi 25. 1.: Stig Hulda / Jón Gunnar ..............195 Jóhann / Eysteinn ...............188 Finnur / Kristinn................179 ína / Víglundur .................177 Ebba/Tryggvi.....................175 Miðlungur 165 Næsta spilakvöld 1. febrúar verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Nýtt spilafólk sérstaklega velkomið. Spilað í fundarsal Egilsbúðar kl. 20. ÍG Frá BRE Þriöja umferð í sveitakcppni fór fram á þriðjudag. Úrslit: Jóann - Bernhard 9-21 Sigurður - Trésíld 7-23 Bjarni - Haukur 12- 18 Árni - Aðalsteinn 12- 18 Staðan eftir 3 umferðir er þessi: Stig Trésíld . . 66 Sigurður . . 56 Árni . . 55 Haukur . . 50 SF tíma og útgjöld til matvöru- kaupa hjá þessari fjölskyldu eru nú í janúar talin nema 28.200 krónum á mánuði. Á sama tíma hafa lágmarkslaun aðeins hækk- að um 2.100 krónur og eru nú 29.975 kr. á mánuði. Enn óhag- stæðari niðurstaða kom fram í verðkönnun verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði. Verkamaður á lægsta taxta er nú 10 klukkustundum lengur að vinna fyrir matarkaupum á mánuði en vorið 1983, þegar ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar kom til valda. í hverju felast svo „hliðarráð- stafanir“ gegnum tryggingakerf- ið, sem Jón Kristjánsson segir að menn sleppi í umræðu um söluskattshækkunina? Fyrir fjölskyldu með tvö börn undir 7 ára aldri nemur hækkun- in 252 krónum á hvort barn en séu börn eldri en 7 ára hækka barnabætur um 126 kr. fyrir fyrsta barn og 186 kr. fyrir ann- að barn. í barnabótaauka til fjölskyldna með undir 800 þús. kr. árstekjur koma 284 kr. í við- bót á mánuði á hvert barn. Sam- tals fær því fjölskylda með 2 börn viðbót sem nemur 860 - 1.072 krónur á mánuði til að vega upp á móti hækkun matar- reikningsins upp á 5 - 6 þúsund krónur. Þaö er von aö Jón Krist- jánsson sé hreykinn af þessum „hliðarráðstöfunum"! Gamla fólkið fær örlitla hækkun á ellilífeyri, en á sama tíma hækkar lyfjakostnaður um allt að 100%, og svo þurfa víst aldraðir líka að borða. En Jón Kristjánsson er ekki af baki dottinn þrátt fyrir þetta. Hann telur að samkeppnisstaða innlendra landbúnaðarvara styrkist við söluskattsbreyting- una „í samanburði við önnur matvæli". Hann virðist ekki ótt- ast samdrátt í eftirspurn eftir mjólk og dilkakjöti vegna mat- arskattsins og treystir á að Jón Baldvin hækki niðurgreiðslur í takt við verðlagshækkanir. Annað hefur þó heyrst af þeim bæ! Mikil er trú þessa framsókn- arþingmnanns og ritstjóra Austra. Hann trúir á Jón Baldvin. Hann trúir ekki að verslunin misnoti „olnbogarými við núverandi aðstæður" og hirði sitt í skjóli frjálsrar álagn- ingar. Kannskiværi ráðfyrirJón að skreppa í búð og kaupa í matinn öðru hverju á næstu vikum. Hjörleifur Guttormsson UTSALA 35% afsláttur á ferðatækjum, myndavélum, hljómborðum, úrum og klukkum og fleirum rafmagnstækjum Allt á að seljast BU land sf Nesgötu 7 Neskaupstað S 71520 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ NESKAUPSTAÐ Atvinna Þvottahús - Starfskraft vantar í þvottahús í fullt starf, möguleiki er að skipta starfinu á milli tveggja einstaklinga Upplýsingar gefur forstöðumaður þvottahúss S 71405

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.