Austurland


Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 5

Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR, 28. JANÚAR 1988. 5 Frá XW feseiidiiiii JmF) Skírð börn í Norðfjarðarprestakalli Skíðamiðstöðin og snjótroðari Það virðist alltaf koma betur og betur í ljós, að Skíðamið- stöðinni í Oddsskarði (SKO) er nauðsynlegt að eignast sinn eig- in snjótroðara. Nú um síðustu helgi var ágætt veður til útiveru þótt frost væri nokkuð, en skíðafærið í fjallinu var erfitt og hálf ófært fyrir óvana. Sjálfur gafst ég fljótlega upp á laugardaginn og svo var um marga fleiri. Eg fór svo aftur á sunnudaginn í þeirri von að búið væri að troða einhverjar brekkur, en sú von brást, skíða- færið var líkt og daginn áður, en lagaðist þó svolítið í þeim brekkum sem fólk renndi sér mest. Tilgangur minn með því að minnast á þetta er sá, að ef Skíðamiðstöðin á að rísa undir nafni og verða það fyrir Aust- firðinga sem til var ætlast, þá þarf að reka hana eins og slík íþróttamannvirki eru rekin nú til dags. Öll aðstaða á svæðinu er að öðru leyti hin ágætasta. Góð skíðalyfta í stórkostlegu landslagi. Góður skíðaskáli með mjög góðri þjónustu, en gallinn á þjónustunni á svæðinu er sá, að þegar skíðafærið í brekkunum er erfitt, eða ófært, þá er það sjaldnast lagað, en að sjálfsögðu er tilgangur flestra, sem þangað leggja leið sína, að skemmta sér á skíðum. Hér er sem sé þverbrestur í starfsemi SKO, sem þarf að lagfæra. Það vita allir, sem hafa fylgst með þróun þessarar íþróttar, að með tilkomu snjótroðaranna varð hrein bylting á iðkan skíða- íþróttarinnar. Aðsókn að skíða- svæðunum margfaldaðist og einnig dró mikið úr slysum á skíðasvæðunum. Við sem stundum skíðasvæði SKO höf- um lítillega kynnst muninum á því að renna okkur í troðnum skíðabrekkum eða þegar ekkert er gert til þess að undirbúa þær Takið eftir Framvegis verður aðeins opið á föstudögum frá kl. 14 til 18 Handprjónaðir dúkar, hosur, vettlingar Myndir til að mála og sauma, TRI-CHEM taulitir Lopi og garn á gamla verðinu og margt fleira nýtilegt S 71777, upplýsingasími 71252 Sjálfsbjörg Egilsbraut 5 Neskaupstað og vitum af þeirri reynslu að sá munur er mikill. Pað urðu okkur því mikil von- brigði, að eigendur og stjórn- endur SKO skulu ekki hafa gert myndarlegt átak hvað þennan þátt snertir, eins og vel er staðið þarna að öllu öðru. Mín skoðun er sú, að sá kostnaður, sem slík- ar úrbætur hafa í för með sér, myndi með tímanum endur- greiðast með vaxandi aðsókn. Þar að auki yrði annar árangur slíkra úrbóta ekki metinn til fjár. Stefán Þorleifsson. I desember og um áramót voru eftirtalin börn skírð í Norðfjarðarprestakalli. Sindri þann 6. desember í Norðfjarðarkirkju. Foreldrar Hulda Jónsdóttir og Guðmund- urSólheim, Höyanger, Noregi. Hákon þann 13. desember á heimili sínu. Foreldrar Þóra L. Bjarkadóttir og Guðröður Hákonarson, Breiðabliki 4, Neskaupstað. Helga Björg þann 25. desem- ber í Norðfjarðarkirkju. For- eldrar Stefanía Guðmundsdótt- ir og Hjálmar Jóhannsson, Blómsturvöllum 14, Neskaup- stað. Katrín þann 25. desember í Norðfjarðarkirkju. Foreldrar Lilja Dóra Gunnarsdóttir og Ingibergur Elíasson, írabakka 20, Reykjavík. Birta þann 25. desember í Norðfjarðarkirkju. Foreldrar Klara Sveinsdóttir og Sæmund- ur Sigurjónsson, Sæbakka 7, Neskaupstað. Kristinn Arnar þann 1. janúar í Norðfjarðarkirkju. Foreldrar Auður B. Kristinsdóttir og Svavar Stefánsson, Blómstur- völlum 35, Neskaupstað. Sigurrós Gróa þann 2. janúar í Norðfjarðarkirkju. Foreldrar Dagbjört Á. Kristjánsdóttir og Bergur Sverrisson, Stokkhólmi, Svíþjóð. Arna Mekkin þann 2. janúar í Norðfjarðarkirkju. Foreldrar Þorgerður Malmquist og Ragn- ar Sverrisson, Mýrargötu 17, Neskaupstað. SS Til sölu! Mazda 323 árgerð 1986 keyrður 22 þús. km Fallegur bíll Upplýsingar S 71531 í hádeginu og á kvöldin HÆKKUN IÐGJALDA TIL LÍFEYRISSJÓÐA Breyttar reglur um iðgjaldagreiðslur til lífeyrissjóða SAL. Samkvæmt kjarasamningi ASÍ og VSÍ frá 26. febrúar 1986 aukast iðgjöld til lífeyrissjóða í áföngum, þar til 1. janúar 1990 að starfsmenngreiða4% af öllumlaunumtillífeyrissjóðaogatvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjaldaskyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Sér- stakar reglur gilda þó um iðgjaldagreiðslur sjómanna. Umsamið hlutfall iðgjalda af öllum launum er sem hér segir: Árin 1987-1989: a) Starfsmenn: 4% iðgjaldskalgreiðaaföllumtekjumstarfsmannaámánuðihverjum, hverju nafni sem nefnast, þó skal ekki greiða 4% iðgjald af hærri fjárhæð, en sem svarar til iðgjalds fyrir 173Ú3 klst. miðað við tíma- kaup hlutaðeigandi starfsmanns í dagvinnu, að viðbættu orlofi. Atvinnurekendur: 6% iðgjald af sömu fjárhæð. b) Ef launatekjur eru hærri, en sem nemur tekjum fyrir 173V3 klst. að viðbættu orlofi, sbr. a-lið, skal greiða til viðbótar sem hér segir: Hluti Hluti starfsmanna: atvinnurekenda: 1987 1,0% 1,5% 1988 2,0% 3,0% 1989 3,0% 4,5% Frá 1. janúar 1990 greiða starfsmenn 4% af öllum launum og atvinnurekendur með sama hætti 6%. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild • Lsj. byggingamanna • Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar • Lsj. Félags garðyrkjumanna • Lsj. framreiðslumanna • Lsj. málm- og skipasmiða • Lsj. matreiðslumanna • Lsj. rafiðnaðarmanna • Lsj. Sóknar • Lsj. verksmiðjufólks • Lsj. Vesturlands • Lsj. Bolungarvíkur • Lsj. Vestfirðinga • Lsj. verkamanna, Hvammstanga • Lsj. stéttarfélagai Skagafirði • Lsj. Iðju á Akureyri • Lsj. Sameining, Akureyri • Lsj. trésmiða á Akureyri • Lsj. Björg, Húsavík • Lsj. Austurlands • Lsj. Vestmannaeyinga • Lsj. Rangæinga • Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi • Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum • Lsj. verkafólks í Grindavík • Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.