Austurland


Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 3

Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR, 28. JANUAR 1988. 3 Hjörleifur Guttormsson Húsnæði Alþýðuskólans á Eiðum í niðurníðslu Elsti framhaldsskóli á Austurlandi, Alþýðuskólinn á Eiðum, er í mikilli niðurniðslu, þar eð sáralítið fé hefur verið veitt til viðhalds bygginga skól- ans árum saman. Petta er þó best nýtti héraðsskóli á landinu, fullsetinn ár hvert og festa verið þar í skólahaldi. Haustið 1986 lagði ég fram fyrirspurn til þáverandi mennta- málaráðherra, Sverris Her- mannssonar, hver talin væri fjárþörf til að húsnæði skólans yrði komið í viðunandi horf. Svar ráðherrans hljóðaði upp á 20 milljónir króna, en skólinn fékk þó aðeins 1,1' milljón til framkvæmda á síðasta ári. Breytingatillaga mín um veru- lega hækkun á fjárveitingu til skólans var felld af þáverandi stjórnarliði. Horfurnar á þessu ári eru síst betri. Á fjárlögum 1988 er veitt 1,2 milljónum til framkvæmda og eitthvert lítilræði fæst til við- halds að auki. Tillaga sem ég flutti við 2. og 3. umræðu fjár- laga um að bætt yrði við 5 millj- ónum til viðhalds skólahúsnæð- inu var felld af stuðningsliði ríkisstjórnarinnar. Til héraðs- skólans í Reykholti var á sama tíma veitt 15 milljónum, vænt- anlega út á forna frægð staðar- ins. Menntamálaráðuneytið sinnulaust Hér er um dæmalaust hirðu- leysi að ræða gagnvart Alþýðu- skólanum á Eiðum og vanvirða gagnvart því skólastarfi sem þar hefur verið í meira en 100 ár. Menntamálaráðuneytið er sinnulaust með öllu um málefni héraðsskólanna og þeir hafa Hjörleifur Guttormsson. flestir orðið útundan í kerfinu. Eiðaskóli er látinn gjalda þess að því er virðist, að sumir hér- aðsskólanna eru deyjandi stofn- anir. Það verður engan veginn sagt um Alþýðuskólann á Eið- um, sem gegnir nú sem fyrr mikilvægu hlutverki fyrir Austurland. Þangað sækja nem- endur í síðasta bekk grunnskóla og þar eru framhaldsdeildir, sem auka fjölbreytni framhalds- náms í fjórðungnum. Umsögn Kristins skólastjóra í erindi til þingmanna Austur- lands frá Kristni Kristjánssyni skólastjóra sl. haust lýsir hann aðstæðum skólans m. a. á þenn- an hátt: „Um langt árabil hefur við- hald húsa og búnaðar skólans verið vanrækt og er málum nú þannig komið að hús liggja und- ir skemmdum og aðbúnaður að nemendum og kennurum er langt undir þeim kröfum sem al- mennt eru gerðar í dag. Sérstakt áhyggjuefni er, að brunavörn- um hefur ekki verið sinnt sem skyldi, viðvörunarkerfi vantar og hluti nemenda hefur ekki að- gang að neyðarútgangi". Úttekt Verkfræðistofu Austurlands í úttekt sem unnin var af Verkfræðistofu Austurlands í desember 1986 varðandi bygg- ingar Alþýðuskólans á Eiðum segir um forgangsverkefni: „Mjög áríðandi er að koma íbúðum starfsfólks í viðunandi horf. Dæmi er um að kennarar hafa horfið frá vegna þess hve lélegt íbúðarhúsnæðið er. Einn- ig er brýnt að lagfæra Garð og skólastjórabústað. Þá er mjög áríðandi að lagfæra snyrtingar á landsprófshæð og koma upp sturtum í heimavist Miðgarðs og breyta anddyrinu framan við matsalinn og koma þar snyrting- um í nothæft horf. Mjög aðkall- andi er að koma í veg fyrir frek- ari skemmdir á sundlaugar- veggjum vegna lélegrar einangr- unar og raka í þeim. Eins og tölurnar (10,5 milljónir kr.) bera með sér er viðhaldsþörfin mest í Útgarði. Sé hægt að verja fjórum til fimm milljónum króna í viðhald árlega á Eiðum er hægt að koma ástandi mann- virkja á staðnum í mjög viðun- andi horf á næstu fimm árum.“ Leggjumst á eitt um úrlausn Síðan þessi úttekt var gerð hafa aðeins runnið 2-3 milljón- ir samtals í viðhald mannvirkja Eiðaskóla. það fjármagn hefur ekki einu sinni nægt til að halda í horfinu. Ástandið í aðbúnaði þessa góða skóla er ríkinu til vansæmdar. Austfirðingar hafa líka sýnt alltof mikið tómlæti um nauðsynlegar úrbætur. Það á ekki að una þessu ástandi stund- inni lengur. Ég heiti á sveitar- stjórnir og almannasamtök hér eystra að ýta fast á eftir um úr- bætur. Það virðist þurfa talsvert til að valdamenn vakni. Látum það gerast á þessu ári. / þorrabyrjun 1988, Hjörleifur Guttormsson Gisting Veitingasala Bar-Dansleikir Ráðstefnusalir Fundarsalir Bíó HOTEL VALASKJALF EGILSSTÖÐUM S 97-11500 Starfsfólk óskast Félagsheimilið Egilsbúð í Neskaupstað óskar eftir að ráða matreiðslumann og starfsfólk til vinnu í eldhúsi og við veitingasölu Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingvason, forstöðumaður í síma 71323 íbúðir til sölu! Til sölu er íbúð að Þiljuvöllum 9, Neskaupstað ogNesbakka 15, Neskaupstað Allar upplýsingar gefur Viðskiptaþjónusta Guðmundar Ásgeirssonar Melagötu 2b, Neskaupstað S 97-71177 & 97-71677 ATHUGIÐ! Góðir þorrabakkar á föstudag og laugardag Nýtt flatbrauð, kótelettur og lærisneiðar Egg, kr. 230.- kg Heimsendingarþjónusta Opið fimmtudaga og föstudaga. til kl. 1900 Opið aðra virka daga til kl. 1800 Munið opnunartímann á laugardögum frá kl. 10 til 16 Verslunin er alltaf opin í hádeginu Matvöruverslunin Hafnarbraut 1 Neskaupstað S 71676

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.