Austurland


Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 6

Austurland - 28.01.1988, Blaðsíða 6
HITTUMST í SPARISJÓÐNUM Opið til kl. 18 á fimmtudögum Sparisjóður Norðfjarðar Kramarhúsið auglysir! Munið kaffihlaðborðið á sunnudögum ATH.: Tek að mér veislu- eða fundakaffi Upplýsingar S 71825 and Helgarferðir „Gullárin með KK“ Meiriháttar söngleikur Ellý Vilhjálms syngur ogþar er Bessi Bjarnason sögumaður. Mynd hb Útsvör 1987 Flugleiðir bjóða nú sem endranær upp á helgarferðir til Reykjavíkur frá áætl- unarstöðum sínum víða um land. I helg- arferðunum er innifalin gisting í tvær nætur með morgunverði ásamt mögu- leika á tveimur gistinóttum til viðbótar. Fyrsti ferðadagur helgarferða er fimmtudagur og hinn síðasti er mánu- dagur. Þá er sérstakt janúartilboð á þessum ferðum og gildir það frá 7. jan- úar til 9. febrúar. Samstarfsaðilar Flugleiða eru margir þegar helgarferðir eru annarsvegar og t. d. er boðið upp á gistingu á 7 hótelum í Reykjavík og það áttunda, Hótel ísland, bætist við 28. apríl nk. Blaðamönnum víðsvegar af landinu Eitt og annað Flogið um Fagradal Nú cr tími þorrablóta og urn allt land blóta menn þorra grimmt og háma í sig hákarl, hrútspunga, hangikjöt og fleira góðgæti og skola þessu gjarnan niður með Brenni- víni. Pað síðast talda hcfur oft rót- tæk áhrif á mcnn og þegar gleð- skapur þorrablótanna drcgst á lang- inn geta viðkomandi orðið nokkuð ryðgaðir í kollinum. Sögu af einum slíkunt heyrðum við um daginn. Það var einhverju sinni að tveir Norðfiröingar þurftu að fara meö áætlunarflugi suður til Reykjavíkur strax morguninn eftir þorrablót Alþýðubandalagsins í Neskaupstað. Annar félaganna hafði ekki mikið náð að festa svefn og var því nokkuð slompaður þegar lagt var af stað akandi til Egils- staða. Þriðja mann hittu þeir fé- lagar á Egilsstöðum og bauð hann upp á hressingu sem þótti henta mönnum daginn cftir þorrablót. Þcir félagar halda nú í flugvélina og fcrðin gcngur vel. Þegar flogið er yfir Þingvclli cr einhver ókyrrð í lofti og þá er það sem vinur vor, sá slompaði, snýr sér að fcrðafélaga sfnum og scgir: „Hvcrnig er það eiginlega á ekki að fara að laga neitt þcnnan veghérna á Fagradalnum?“ - Vinurinn var þá ckki kominn lengra í sínum huga. var boðið í sérstaka kynnisferð til Reykjavíkur um síðustu helgi. í þeirri ferð var sérstaklega kynnt það sem Hót- el Island býður upp á en þar er nú sýndur hinn stórkostlegi söngleikur „Gullárin með KK“. Parna er á ferðinni viðamikil sýning sem fjöldi leikara, söngvara og dansara tekur þátt. Handritið er samið af þeim Gísla Rúnari Jónssyni og Ólafi Gauki, sem jafnframt stjórnar hljóm- sveitinni og leikstjórn er í höndum Sig- ríðar Þorvaldsdóttur. Söngleikurinn fjallar um sögu KK sextettsins og fylgst er með stofnanda hans Kristjáni Krist- jánssyni frá barnæsku. Tíðarandinn á þessum árum blandast skemmtilega inn í og koma þar fram skemmtilegar persónur eins og Óli blaðasali og Baldur Georgs með brúðuna Konna. Bæði Óli og Baldur eru leiknir af Júlíusi Brjáns- syni. Sögumaður er Bessi Bjarnason og fer hann að sjálfsögðu á kostum eins og hans er von og vísa. Þegar líða tekur á koma KK og félagar við sögu í eigin persónu og þeirra á meðal eru söngvar- arnir góðkunnu Ellý Vilhjálms og Ragn- ar Bjarnason. Líklega vakti enginn flytj- andanna eins mikla athygli þetta kvöld og Ellý. Hún sló skemmtilega í gegn. Um kvöldið var blaðamönnum boðið að skoða eldhús hins nýja Hótels íslands undir leiðsögn Ólafs Reynissonar yfir- matreiðslumanns á staðnum. Eldhúsið er engin smásmíði og þau tæki og tól sem þar eru notuð í stórvirkara lagi enda veitir ekki af því veitingasalur Hótels Fáskrúösfjöröur Aðalfundur AB Aðalfundur Alþýðubanda- lags Fáskrúðsfjarðar var hald- inn mánudaginn 25.janúar sl. Á dagskrá voru venjuleg aðal- fundarstörf en þar að auki mætti Hjörleifur Guttormsson alþing- ismaður á fundinn og skýrði gang þjóðmála. Ný stjórn var kosin á fundin- um og skipa hana: Valur Þórar- insson formaður, Guðlaug Jó- hannsdóttir ritari, Guðríður Daníelsdóttir gjaldkeri, Anna Þóra Pétursdóttir varaformaður og Magnús Stefánsson með- stjórnandi. í varastjórn voru kosnar Alberta Guðjónsdóttir og J enný Ágústsdóttir. MS/hb íslands tekur 1300 manns í mat en alls tekur salurinn 2500 manns. Athygli vek- ur hve frábærlega vel hannaðurveitinga- salurinn er. Það er sama hvar setið er, allstaðar sést á sviðið og dansgólfið. Þjónusta er einnig góð og undrast maður mjög hvernig tekst að bera fram mat fyrir allan þennan fjölda svo til sam- stundis. Hótel ísland er enn í byggingu og gisti- rýmið þar verður tekið í notkun þann 28. apríl nk. og sem fyrr segir reikna Hug- leiðamenn með að þá verði einnig boðið upp á gistingu þar í helgarferðum. Auk söngleiksins um gullár KK er margt á boðstólum í helgarferðum og má þar nefna: Broadwayreisur, Sögu- Gildi, Þórscaféreisur, Leikhúsferðir og óperuferðir. Þá eru einnig á boðstólum helgarferðir til Akureyrar og skíðaferðir til Akureyrar og ísafjarðar. Þá eru einn- ig til reiðu helgarferðir til Húsavíkur og Egilsstaða, þó að tæplega henti þær síð- ast töldu okkur hér eystra. hb Pann 1. janúar tók Anna Þóra Pétursdóttir við starfi stöðvar- stjóra Pósts og síma á Fáskrúðs- firði. Anna Þóra hefur starfað við póstafgreiðslu á Fáskrúðs- firði síðan 1981. Sigurður Jónsson sem verið hefur stöðvarstjóri Pósts og síma á Fáskrúðsfirði frá árinu Anna Þóra Pétursdóttir. Hafnarbúar voru hæstir Við gerðum reginvitleysu í fyrirsögn á forsíðu síðasta blaðs. Þar sögðum við að Esk- firðingar hefðu greitt hæsta meðalútsvar á gjaldanda árið 1987 á Austurlandi. Hið rétta er að íbúar Hafnarhrepps voru með hæsta meðalútsvarið, kr. 54.326 en Eskfirðingar voru í öðru sæti. AUSTURLAND biður Hafnarbúa afsökunar á þessum klaufaskap. hb 1982 hefur tekið við stöðvar- stjórastarfi í Vestmannaeyjum. MSIhb Eitt og annað Fjórtánhundruð tímar Seinkanir hafa af mörgum verið taldar það eina sem hægt er að treysta á í innanlandsflugi Flugleiða. Þctta cr auðvitað ekki sanngjarnt en engu að síður eru seinkanir nokkuð tfðar og oft eiga farþegar erfttt með að atta sig á ástæöum. sem að sjálf- sögðu geta vcrið margþættar. Þetta hefur orðið til þcss að fólk hefur talað um tímaskynið sé í al- gjöru lágmarki hjá flugieiðamönn- um og vissulega voru orð flugstjóra t innanlandsflugi frá Egilsstöðum og Norðfirði á laugardaginn til að ýta undir þá skoðun. Eftir að flug- stjórinn halöi meö glæsibrag sagt farþcgum skilmerkilega frá stað- háttum á flugleiðinni sagði hann að nú væri cftir um 50 mínútna flug „og við áætlum að lenda í Reykja- vfk klukkan fjórtán hundruð.“-Já, sæmilega langur sólarhringurinn á þeim bæogþcssvegnaerþaðsenni- lega sem seinkun um einn, tvo eða þrjá tíma breytir litlu. Þorrablót Alþýðubandalagsins í Neskaupstað verður haldið 1 Egilsbúð laugardaginn 30. janúar og hefst kl. 20 Hefðbundin dagskrá Gestur blótsins verður Arndís Þorvaldsdóttir Miðasala verður að Egilsbraut 11, fimmtudag og föstudag kl. 18 og 20 Komið með trogin milli kl,16ogl8á laugar dag Stjórnin Fáskrúðsfjörður Nýr stöðvarstjóri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.