Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 7

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 7
JÓLIN 1989. 7 -A myndinni eru Magnús Hermannsson Neskaupstað og Reynir Þorsteinsson að það gæti stuðlað að hagstæð- um kosningaúrslitum til alþing- is. Árangurinn var þó ekki sem skyldi, kannski vegna þess að óhlutvandir menn fundu kass- ann þar sem hann var bundinn upp við sperru í fjárhúsinu, fal- inn í pokum. Sá sem gekk frá kassanum þóttist verða þess var að fiktað hefði verið við hann og gaf það ótvírætt í skyn að það hefði valdið því að kosningin hefði farið á annan veg en til var ætlast. Héðann úr glugganum blasa við Hrollaugshólarnir, kletta- þyrping niður við sandinn og brúin yfir Fellsá er norðvestan á Hólunum. í Hrollaugshólum var talið að landnámsmaðurinn frá Breiða- bólsstað, Hrollaugur Rögn- valdsson hefði verið heigður. Haugur hans átti að hafa verið í skarði milli Austur og Vestur- Hóla sem Fellsá rennur nú um. Og fyrir landi blasa við Hroll- augseyjarnar þrjár með vita á þeirri austustu. Hann var byggður laust eftir 1950. Þór- bergur sagði að vitinn óprýddi mikið eyjarnar. í mínu ungdæmi var talið öruggt, að í Hrollaugshólum byggi huldufólk. Sagt var að kona ein úr Öræfum hefði eitt sinn verið á ferð með fleirum, yfir Breiðamerkursand og henni sagðist svo frá að þegar ferða- fólkið kom austur undir Hroll- augshóla hafi hún séð þar blóm- lega huldufólksbyggð með mörgum ljósum í gluggum. Hún var sögð skyggn. Afi minn, Þorsteinn Arason á Reynivöllum heyjaði eitt sinn lítilsháttar í Hrollaugshólum, en það átti eftir að koma honum í koll því veturinn á eftir missti hann úrvalshest sem hann átti úr einhverjum undarlegum sjúkdómi. Því var kennt um að hann hefði heyjað í Hrollaugs- hólum. Árið 1974 var Hafsteinn heit- inn miðill hér á ferð og hélt skyggnilýsingarfund á Höfn. Hann kom á leigubíl frá Reykja- vík. Bílstjórinn sem ók Haf- steini hafði orð á því við mig hversu miðlinum hefði fundist huldufólksbyggðirnar blómleg- ar í klettunum þegar komið er af Breiðamerkusandi. Þar átti hann greinilega við Hrollaugs- hóla. Hér niður undan orlofshúsun- Frá Reynivöllum 1937. Reynivöllum. um er túnið með öllum sínum spildum eða skákum sem hver um sig hafði sitt sérstaka nafn. Þarna var Mosatúnið, Flatatún- ið, Vondaskák, Guðrúnartúnið, Hundraðstúnið og Traðarskák svo eitthvað sé nefnt. Þarna stóð maður stundum kófsveittur við slátt, grasið gjarnan þurrt við rótina og ljárinn bitlaus og mað- ur óskaði þess svo sannarlega að var horfinn til skemmtilegri við- fangsefna. Ég minnist þess eitt sinn við slíkar aðstæður að okkur er litið austur á þjóðveginn að maður kemur stikandi með staf í hendi og gengur hratt. Það leyndi sér ekki að hér var á ferð Þórbergur Þórðarson. Hann var þá sem oftar staddur á Hala. Það voru alltaf ánægjulegar stundir þegar Þórbergur var á ferð. í þetta sinn stikaði hann hröðum 0 þlÓOVILIINN nýtT þJÓÐVILJINN þar sem hjartaö slær ítit diað 4iSiðleys — * Sigló „Það er sko mjög mikilvægt að skoða málin sjálfur frá öllum hliðum. Annars færi maður að trúa alskyns vitleysu sem uppá mann væri troðið. Til vinstri

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.