Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 13

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 13
JÓLIN 1989. 13 flyttist til Neskaupstaðar um haustið og tæki að sér skóla- stjórn tónlistarskólans svo fremi að allt yrði útvegað sem slík stofnun þyrfti. Þegar var hafinn undirhún- ingur skólastarfsins og fékk Óskar leigða íbúð undir skóla- stjórann hjá Þórði Sveinssyni. Þegar hér var komið sögu héldu Haraldur og Óskar aftur skólinn sem hóf störf á landinu. Aður hafði slíkum skólum verið komið á fót í Reykjavík, á ísa- firði og á Akureyri. Óskar Jónsson gegndi því hlutverki að vera bæði gjaldkeri tónlistarfélagsins og lúðrasveit- arinnar auk þess sem hann var framkvæmdastjóri Dráttar- brautarinnar hf. áþessumárum. Þegar tónlistarskólinn í bænum Lúðrasveitin 1954. Myndin er tekin þegar forseti íslands kom til Neskaupstaðar. Taliðfrá vinstri: Höskuldur Stefánsson stjórnandi, Kristján Lundberg, Ottó Sigurðsson, Friðrik Sigurðsson, Karl Pálsson, GeirB. Jónsson, Guðmundur Sigmarsson, Jón Lundberg og Axel Kristjánsson. til fundar við bæjarstjórann og sögðu honum hvernig mál stæðu og ræddu með hvaða hætti best væri að haga rekstri tónlistar- skóla. Bjarni taldi að best væri að tónlistarfélagið í bænum ann- aðist rekstur tónlistarskólans að forminu til því með því móti fengist styrkur frá ríkinu til starfseminnar. Hinsvegar myndi bæjarfélagið í reynd bera alla fjárhagslega ábyrgð á stofn- uninni og greiða allan stofn- og rekstrarkostnað að ríkisstyrkn- um og nemendagjöldum frá- töldum. Allir voru ánægðir með þetta fyrirkomulag og stjórn tónlistar- félagsins ekki síst, enda skipuðu hana eftirtaldir: Haraldur Guðmundsson, Magnús Guð- mundsson, Davíð Askelsson, Höskuldur Stefánsson og Óskar Jónsson. Þessi stjórn tónlistar- félagsins varð því fyrsta stjórn tónlistarskólans í bænum. Tónlistarfélagið hóf svo rekstur tónlistarskólans hinn 1. október'*1956. Nemendur voru alls 37 og Jón Asgeirsson skóla- stjóri eins og fyrr segir. Mun þetta hafa verið fjórði tónlistar- átti við fjárhagserfiðleika að stríða voru í ýmsum tilvikum tekin bráðabirgðalán hjá Drátt- arbrautinni til að bjarga málum. Lánin voru síðan millifærð við bæjarsjóð Neskaupstaðar því hann bar í reynd megnið af kostnaðinum. Venjulega leitaði framkvæmdastjóri Dráttar- brautarinnar eftir samþykki stjórnarformanns fyrirtækisins þegar þurfti að taka lán hjá því vegna tónlistarfræðslunnar. Án undantekninga samþykkti stjórnarformaðurinn lántök- una, enda var þar um engann annan að ræða en Bjarna Þórð- arson bæjarstjóra. Hér hefur í stuttu máli verið lýst tildrögum að stofnun lúðra- sveitar og tónlistarskóla í Nes- kaupstað, en öðrum skal látið eftir að rekja söguna frekar. Oskar Jónsson ritaði greinina hér að framan í samstarfi við eftirtalda fyrrum félaga í Lúðra- sveit Neskaupstaðar: Jón Lundberg, Höskuld Stefánsson, Geir B. Jónsson, Guðmund Haraldsson og Pórð O Guð- mundsson. Trompetleikararnir Vilberg Guðnason og Guðmundur Haraldsson í einkennisbúningi Lúðrasveitarinnar. Myndin er tekin í Neskaup- stað árið 1969 þegar því var fagnað að 25 ár voru liðinfrá stofnun lýðveldis á íslandi. Ljósm. Jón Lundberg Lúðrasveit Neskaupstaðar 1968. Haraldur Guðmundsson stjórnandi er lengst til vinstri. Ljósm. Vilberg Guðnason I tengslum við starfið í Lúðrasveit Neskaupstaðar urðu til ýmsar hljómsveitir. Myndin sýnir drengja- hljómsveitina Káta félaga, sem starfaði á árunum 1962 - 1965. Á myndinni er hljómsveitin að leika á tónleikum Lúðrasveitarinnar í Neskaupstað 19. mars 1963. Talið frá vinstri: Smáiri Geirsson (nú kennari og rithöfundur í Neskaupstað), Heimir Geirsson (nú doktor í heimspeki og háskólakennari í Bandaríkjunum), Örn Óskarsson (nú stjórnandi sinfóníuhljómsveitar í Mexíkó) og Hlöðver Smári Haraldsson (nú setjari og tóniistarkennari í Neskaupstað). Ljósm. Jón Lundberg Félagar úr Lúðrasveitinni á landsmóti UMFÍ á Eiðum 1968. Talið frá vinstri: Hlöðver Smári Haraldsson, Haraldur Guð- munsson og Geir B. Jónsson. Við þetta tœkifœri vígði sveitin einkennisbúninga sína, en áður höfðu kaskeiti verið látin duga. niaAilarr í/41 >71® LrljOi FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum viðskiptin Á árinu sem er að líða gZT Flugfélag Austurlands Egilsstöðum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.