Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 26

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 26
26 JÓLIN 1989. Siguröur Ó. Pálsson Þörf bók um þarfa hluti Smári Geirsson: Frá eldsmíði til eleksírs. Hið íslenska bókmenntafélag 1989. Þetta er IV. bindi A í Safni til Iðnsögu íslendinga og jafn- framt fyrri hluti Iðnsögu Aust- urlands. Ég las þessa bók með þeirri hugsun, að reyna síðan að festa um hana nokkur orð á blað. Er ég var kominn að enda- punkti var mér ljóst, að ég átti völ og þar með kvöl. Annað hvort varð ég að rita ýtarlega um bókina eða víkja að henni í sem fæstum orðum. Enginn millivegur var mér fær. Ég vel síðari kostinn, enda er ég að öll- um líkum enginn maður til að taka hinn fyrri. Þetta er mikið ritverk, liðugar 400 blaðsíður að meðtöldum að- faraorðum, inngangi og skrám. Meginmál skiptist í fimm kafla. Fyrst er prentiðnaðinum gerð skil allt frá Skuldarprentsmiðju Jóns Ólafssonar á Eskifirði til tölvuvæddra prentverka okkar daga. Er þetta hin fróðlegasta saga og harla merk þótt í ýmsum brösum gangi framanaf. Næst er rakin saga bókbands í fjórðungnum. í þeim kafla er meðal annars lýst gömlum bók- bandsverkfærum og handverk- inu sjálfu. Er þá komið að efnaiðnaði. Hann hefur aldrei verið mikill á Austurlandi en ekki skal hann vanmetinn. Hér verður m. a. lesið um kynjalyfið allrameina- bótameðalið fræga Kínalífs- eleksír og framleiðslu þess á Seyðisfirði. Þá tekur við kafli um verkun og sútun skinna. Skinnaverkun til skó og klæðagerðar er alda- gömul iðngrein, en lengst af unnin við frumstæðar kringum- stæður á íslandi. Ég rak upp stór augu er ég las, að tveir Norðmenn hefðu komið upp sútunarverksmiðju á Seyðisfirði árið 1900, væntan- lega hinni fyrstu sinnar tegundar á íslandi, og hún síðan starfað fram á þriðja áratug aldarinnar. Síðasti kaflinn, og hinn viða- mesti í bókinni, er um málmiðn- að. Er þar gerð grein fyrir þessari iðn almennt á 19. og 20. öld, en undanskilin stálskipasmíði, einnig gull- og silfursmíði. Sagt er frá gömlum tækjum og vinnu- brögðum; þróunin síðan rakin um vélaöld okkar tíma. Hér kemur berlega í ljós hvernig Austfirðingar komust fyrst í kynni við vélvæddan iðnað og vélaviðgerðir á hvalstöðvunum sem risu á Austfjörðum á fyrstu árum þessarar aldar og halda síðan þessari verkmennt uppi eftir að stöðvar þær voru allar. í kafla þessum er langur þáttur sem nefnist: Málmiðnir í hverri byggð. í aðfararorðum hans segir höfundur: / þessum kafla er cetlunin að gefa ágripskennt yfirlit um þró- un málmiðna í kaupstöðum og kauptúnum, ásamt því að fjalla um merkustu þœtti slíkrar starf- semi í dreifbýlishreppum ífjórð- ungnum. Megináhersla verður lögð á að geta þeirra fyrirtœkja sem veitt hafa almenna þjónustu á sviði vélaviðgerða, bíla- og búvélaviðgerða, pípulagna og málmsmíða. Þetta er 70 blaðsíðna ritsmíð og spannar svæðið frá Bakka- firði suður í Hofshrepp í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Vera má, að kafli þessi sé ágripskenndur, en í mínum augum er hann stór- merkur. Þarna nær höfundur, eins og raunar víðar í bókinni, að grípa söguna glóðvolga. Hér greinir frá hinni þöglu þjónustu hagra manna, oft sjálfmennt- aðra, sem greiða úr vandræðum náungans án þess að berast á í auglýsingum, og leggja oft nótt við dag, eins og fyrirrennarar þeirra gerðu áður með fumstæð- um búnaði. Eftir því sem mér miðaði áfram að lesa þessa bók laukst upp fyrir mér hve iðnaður hefur verið, og er, mikill þáttur í upp- byggingunni hér fyrir austan og ekki síður það, hve undralítið ég vissi um þessa hluti. Þessi bók er mikið eljuverk. Sem dæmi má nefna, að höfund- ur hefur tekið viðtöl við 136 manns og unnið úr þeim, auk þess hefur hann kynnt sér óf heimilda, prentaðra og óprent- aðra. Hann beitir að mínu viti mjög öguðum og skipulegum vinnubrögðum. Skarast því þættir um skyld efni harla lítið. Hverjum kafla lýkur með grein- argóðri samantekt. Stíllinn er skrúðlaus en afar þjáll. Yfir 200 ljósmyndir, eldri og yngri prýða bókina og auka fróðleiksgildi hennar. Er þeirra aflað víða að, en þær nýjustu hefur Jón Ingi Sigurbjörnsson menntaskóla- kennari á Egilsstöðum tekið. Við lauslega athugun sýnist mér Hárskerastofa Sveinlaugar Miðstræti 6, Neskaupstað, S 71775 óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsælds komandi árs með þnkklæti fyrír viðskiptin á árinu sem er að líða IDNSÖGU ÍSLENDINGA A kápu er Kjarvalsmynd af Seyðisfirði. myndir hans vera um 70. Að mínu viti er þannig frá bókinni gengið, að öllum , sem hlut eiga að máli, má vera til sóma. Það er trú mín, og raunar vissa, að þessi bók verði ekki einungis lesin heldur verði einn- ig oft upp í henni flett máli manna til sönnunar eða synjun- ar þegar álitamál ber á góma í daglegu tali varðandi þau efni sem hún greinir frá. Hún er haf- sjóraf fróðleik. Sigurður Ó. Pálsson l Gleðileg jól FARSÆLT KOMANDI ÁR Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Melabúðin ^ v Hólsgötu 1, Neskaupstað >/ Hárgreiðslustofa Hönnu Stínu Hólsgötu 6 2? 71552 Neskaupstað óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þakklæti fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs með þakklœti fyrir árið sem er að líða Uausto M. Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.