Austurland


Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 24

Austurland - 20.12.1989, Blaðsíða 24
24 JÓLIN 1989. Hátíðarhöldin voru fjölþœtt. - Hér eru þœr Anna Porvarðardóttir, ína Gísladóttir og Alda Sveinsdóttir að undirhúa sýningu á verkum Norðfirðingsins Sveins Vilhjálmssonar. staðurinn á landinu sem fékk bæjarréttindi. Þann 2. janúar 1929 fóru fram fyrstu bæjar- stjórnarkosningarnar. Kosnir voru 8 menn og fékk Alþýðu- flokkurinn 4, en síðan skipaði ráðhprra níunda manninn, sem var bæði bæjarstjóri og bæjar- fógeti. Var það Alþýðuflokks- maðurinn Kristinn Ólafsson frá Vestmannaeyjum. Alþýðu- flokkurinn hafði allt frá því að Jónas Guðmundsson kom í bæ- inn og var kosinn oddviti 1925, verið lang sterkasta pólitíska aflið. Má segja að þá hafi ferskir vindar blásið um þorpiðj bæði í framkvæmdalegu og menning- arlegu tilliti. Pá fór hið íhalds- sama útgerðar- og kaupmanna- vald sem réði ríkum, fyrst að finna fyrir andstöðu hjá fólkinu, sem vann hjá þeim. Nú er aðeins einn þeirra manna, sem kosnir voru í fyrstu bæjarstjórnina á lífi, en það er Gísli Kristjánsson, sem bjó á Bjargi. Dvelur hann á Hrafnistu í Hafnarfirði hálf tíræður að aldri. Stefán J. Guðmundsson, byggingarmeistari frá Laufási var kosinn í fyrstu bæjarstjórn- ina og síðan aftur 1930 og 1934 fyrir Alþýðuflokkinn. Stefán lést nýlega, nærri níræður. Hann flutti ávarp á 50 ára af- mæli bæjarins 1979. Segir hann þar m. a.: „Hingað hafði flust nokkrum árum áður ungur kennari Jónas Guðmundsson. Hann var fluggáfaður og ötull til framgangs að reyna að leysa ýmis félagsleg vandamál. Hann hreif okkur með sér félagslega sinnaða umbótamenn. Okkur var ljóst, að hér vantaði flest það, er sveitarstjórnirnar þurftu að sjá fyrir. Barnaskólinn hafði aðeins tvær kennslustofur og unglingaskólinn ekkert eigið húsnæði. Sjúkrahús með tvær stofur. Þorpið óskipulega byggt og engir vegir að húsunum upp á Melum. Aðeins mjó gata með sjónum. Vatnslagnir voru úr mörgum brunnum víðsvegar um þorpið og ofan við það. Frá- rennsli var ekkert. Fyrsta verkið okkar í fyrstu bæjarstjórninni á verklega sviðinu var að steypa 35 metra langan garð út frá Eyr- aroddanum. Sama sumar lögð- um við veg út Ekrubrekkuna að væntanlegu skólahúsi, er við lét- um byggja á árunum 1930 og 1931. Barnaskólahúsið byggð- um við fjórir trésmiðir í félagi fyrir ákvæðisverð 98 þúsund krónur fullgert og málað. Ungl- ingaskólinn fékk inn í gamla barnaskólahúsinu." Þetta eru orð eins af frum- kvöðlunum, sem var mjög fé- lagslega sinnaður og kraftmikill maður. Pað vakti athygli sástór- hugur, sem bæjarstjórnin sýndi með því að byggja eitt af stærstu og myndarlegustu barnaskóla- húsum á landinu. Áður hafði verið byggð mótorrafstöð, sem var nærri eingöngu til ljósa. Mikið framfaraspor steig hreppsnefndin þegar hún keypti af Sameinuðu verslununum bæjarhúsin og bryggjuna, en þá voru samgöngur eingöngu á sjó og höfnin lífæð sjávarplássanna. Norðfjörður var landfræðilega séð, vel settur hvað sjósókn varð- aði, vegna þess að stutt var á fiski- miðin. En einangrun á landi var mikil þar sem hann var umgirtur háum fjöllum. Merkur maður sagði eitt sinn við mig: Ég held að barátta ykkar Norðfirðinga, sem bjugguð við vissa einangrun hafi gert það að verkum, að þið stóðuð fast saman og voruð harðari við að fá til ykkar ýmislegt sem þarf til að byggja upp bæjarfélag, en aðrir staðir hér fyrir austan, svo semsjúkrahús,dráttarbrauto. fl.“ Hér hefir á þessum 60 árum byggst upp samfélag, sem að vísu er ekki fjölmennt, en hefir margt af því, sem gerir búsetu lífvænlega miðað við aðra sam- bærilega staði á landinu. Kaup- staðurinn hefir óneitanlega sér- stöðu þar sem félagshyggja og vinstri sinnuð sjónarmið eru höfð að leiðarljósi allt frá upp- hafi. Þegar maður hefir sjálfur frá unga aldri, eða um hálfrar aldar skeið tekið þátt í félagsmálum, atvinnumálum og pólitísku lífi staðarins, gerir maður sér ljóst að það sem ávannst, nteð ótrú- legri samstöðu meirihluta bæjarbúa, var ekki allt fengið átakalaust. Það voru hugsjóna- menn sem stofnuðu Kaupfélag- ið Fram fyrir nærri 80 árum, menn sem létu eignir sínar að veði fyrstu árin og gerðu það að verkum að hér hefir nærri öll verslun verið í almannaeign þessi 60 ár. 1932 þegar útgerðarmenn, félagslega sinnaðir aldamóta- menn, stofnuðu Samvinnufélag útgerðarmanna, reyndu kaup- mennirnir að koma í veg fyrir að þeir fengju að kaupa salt frá heildsölum í Reykjavík. Allir vita hve afgerandi þýð- ingu þessi félagskapur hefir haft. Það var heldur ekki átaka- laust, þegar Síldavinnslan hf. var stofnuð 1957 og síldar- bræðsla byggð. Tókst með harð- fylgi, að verjast því að það fé- lagið yrði eign 8 einstaklinga í stað almennings eins og nú er. Við vorum svo heppnir Norfirð- ingar, að á síldarárunum, á sjötta og sjöunda áratugnum C> Hluti mannfjöldans við hátíðarhöldin í veðurblíðunni þann 17. júní í sumar. - Jóhannes Stefánsson fyrir miðri mynd. VINN'NgW ___ . Wr 25.000, ■— ,, 797 vinn. a Kr' . 4kr 75.000, 13Ja' Tkr 250.000, 1-953;r2268.00° 000' .— _ 324vinn. akr- , qqo vinn. a w- ,B" . „ * kr 2.000.000, ^ Sarntals 135.00V — „nr, losvinn. aKt- Akr. 50.000- _ Akr 5 000.000, 034 aukavinn. a w no^0: 07575vinn.áWM2.0° , HAPPDRÆTTI HASKÓLA ISLANDS vænlegast til vinnings

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.