Vera


Vera - 01.10.1992, Qupperneq 9

Vera - 01.10.1992, Qupperneq 9
LITIÐ UM ÖXL MEÐ MAGDALENU SCHRAM ÉG LAS ÞAÐ í VERU Hótel Vík iðar af lífi, það er verið að leggja síðustu hönd á nýja Veru. Lítil stelpa rekur höfuðið inn um gœttina og kallar: „Mamma ertu ekki að koma?" „Alveg rétt bráðum elskan, keyrðu Guðrúnu tvo hringi í viðbót." Á meðan stelpan keyrir litlu systur sína tvo hringi í kerrunni um miðbceinn lýkur Malla við verkið og er hérumbil tilbúin þegar dœt- urnar koma til baka. Þetta var á þeim árum sem Vera var nánast heimatilþúin. Aðeins ein starfskona sem safnaði aug- lýsingum, allt hitt var gert í óeigingjarnri sjálfboðavinnu. Ég var aðeins utanað- komandi áhorfandi og það hvarflaði aldrei að mér að ég hefði eitthvað að bjóða Veru. Ég dáðist að valkyrjunum þremur sem mér fannst vera Vera: Ingiþjörgu Sólrúnu, Kicki og Magdalenu Schram. Þegar ein þeirra hringdi skyndi- lega í mig og bað mig um að skrifa í Veru sagði ég auðvitað já, ég hélt aö allar gerðu allt fyrir Veru. Smám saman dróst ég inn í þá hringiðu sem Vera er, kynntist þríeykinu betur og sá að ég hafði aldrei haft neitt að óttast nema eigin vanmátt- arkennd. Eldri sonur Kickiar bað hana eitt sinn að segja sér eitthvað úr Biblíunni. Hún varð auðvitað við bón hans og sagði frá Jesú, Mörtu og Maríu Magdalenu. Þegar yngri sonurinn heyrði síðasta nafnið kallaði hann upp yfir sig: Var ekki Solla þarna líka? Snáðinn átti því líklegast að venjast að Magdalena og Ingibjörg Sólrún vœru alltaf saman. í huga mínum er Vera svo nátengd Möllu, Sollu og Kicki að stundum finnst mér ég aðeins gœta hennar fyrir þœr. Þó skipta þœr sér aldrei af og aldrei myndi hvarfla að þeim að grípa fram fyrir hendurnar á okkur sem tókum við fjör- egginu. En sú vissa að það er alltaf hœgt að leita til þeirra með allt veitir okkur arftökunurm þœgilega öryggistilfinningu. Kicki sá lengi um útlit blaðsins, en hún var ráðin, fyrst starfskvenna í sjálfri ritnefndinni, árið 1985. Ingibjörg Sólrún var starfskona í tvö ár en Magdalena hefur aldrei verið í launuðu starfi hjá Veru. Þó hafa fáar lagt jafn mikið af mörkum til blaðsins og hún. Hún var með í fyrstu ritnefndinni og hefur verið viðloðandi blaðið allar götur síðan. Þó hún hafi ekki verið virk í ritnefnd síðustu ár skrifar hún stundum eða hringir og gefur góðar hugmyndir. Það hefur lengi staðið til að fá Möllu í viðtal. Von ritnefndar var að hún léti móðan mása eins og á fundum og sendi kvennabaráttunni tóninn. Malla er nefni- lega óhrœdd við að gagnrýna og koma með nýjar og ferskar hugmyndir. En Malla er önnum kafin kona og lítið gefin fyrir sviðsljósið. Hún gat þó ekki skorast undan þegar hún var þeðin um að rifja upþ fyrstu ár Veru. 9

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.