Vera


Vera - 01.10.1992, Side 30

Vera - 01.10.1992, Side 30
VERA SPVR INGU JÓNU ÞÓRÐARDÓTTUR FORMANN KRFÍ AF HVERJU KVENRÉTTINDAFÉLAG ÁRIÐ 1992? Þegar Kvenréttindafélag íslands var stofnað íyrir áttatíu og fimm árum voru meginmarkmið félags- ins að vinna að fullu jafnrétti kvenna og karla. í byrjun var áhersla lögð á stjórnmálalegt jafnrétti og var baráttan íyrir kosningarétti og kjörgengi aðal- málið þar til konur fengu kosn- ingarétt 1915. Á þessum íyrstu árum félagsins náðist jafnframt mjög mikilvægur árangur, sem var samþykkt laga frá Alþingi árið 1911 um jafnan rétt til náms, styrkja og embætta. í stefnuskrá KRFÍ er markmið félagsins tilgreint þannig „að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu karla og kvenna á öllum sviðum þjóðlífs“ (leturbr. höf). Með setningu laga um jafnrétti karla og kvenna árið 1976 voru mörg af stefnumálum félagsins lögfest, en það var ekki þar með sagt að fullur árangur hefði náðst. Þvi hefur starfsemi félagsins frá þeim tíma markast af þvi að verið er að vinna að því að koma á raunveru- legu jafnrétti karla og kvenna. Segja má að jafnrétti sé fengið í orði en ekki á borði. Barátta íyrir jöfnum rétti karla og kvenna nær til allra sviða þjóðlífsins. í stefnuskrá félagsins er lögð áhersla á málefni íjöl- skyldunnar, menntun, atvinnu- mál, stjórnmál og félagsmál. ICvenréttindafélag íslands er ekki félag eingöngu fyrir konur. Bæði karlar og konur geta orðið félagar. Nokkrir karlar eru og hafa verið félagar í KRFÍ, en sjaldgæft er að þeir séu virkir félagar. Stuðningur þeirra við félagið er því fyrst og fremst móralskur stuðningur. Á næstu misserum er brýnt að leggja áherslu á að fá karla til þátttöku í jafnréttis- baráttunni. Einn helsti styrkur félagsins í gegnum árin hefur verið sá, að innan vébanda þess er að fínna fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum. Félagið hefur verið vettvangur kvenna og karla með annars ólíkar skoðanir, sem hafa viljað vinna að raun- veruiegu jafnrétti. í þessu starfi hafa jafnréttismálin forgang og önnur deilumál eru sett til hliðar. Ekki er óeðlilegt að spurt sé nú þegar félagið hefur starfað í áttatiu og fimm ár hvort enn sé þörf fyrir starfsemi þess og hvort nýir tímar kalli ekki á eitthvað annað. Svarið við þvi hlýtur að vera að á meðan enn er ekki búið að vinna bug á fordómum og fullu jafnrétti hefur ekki verið náð er þörf fyrir félag sem helgar sig jafnréttisbaráttu. KRFÍ er frjálst félag einstaklinga og félaga- samtaka, grasrótarsamtök, en ekki hluti af hinu opinbera kerfi. Þvi getur aðili eins og Jafnréttis- ráð aldrei komið í staðinn fyrir félagið eins og stundum heyrist. Hins vegar verður KRFÍ eins og aðrir að laga sig að breyttum háttum í samfélaginu og haga starfsemi sinni með þeim hætti að hún nái til sem flestra. □ 30

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.