Vera


Vera - 01.10.1992, Síða 45

Vera - 01.10.1992, Síða 45
TÓNLIST LUCIA 1 OPERUNNI Islenska óperan sýnir nú óperuna Lucia di Lammer- moor eftir Gaetano Donizetti. Fyrirmynd textans er skáld- saga eftir Sir Walter Scott sem gerist í Skotlandi í lok 17. aldar. Saga Scotts er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað í Skotlandi. Kona nokkur reyndi að myrða eiginmann sinn, tókst ekki, og varð brjáluð eftir það. Lucia er neydd til þess að giftast Arturo, manni sem hún elskar ekki. Enrico, bróðir hennar, ætlar henni að styrkja þannig stöðu ættarinnar. Auðvitað á konan sér elsk- huga, sem í óperunni heitir Edgardo, og eins og í Rómeó og Júlíu er hann af ætt sem er fjandsamleg ætt þeirra systk- ina. Eftir að karlveldið í kring- um Luciu hefur lagst á eitt til Ljósm: Árnl Sœberg að fá hana til þess að giftast Arturo, lætur hún undan, en bugast á brúðkaupsnóttina, missir vitið og myrðir nýbak- aðan eiginmann sinn. Hennar eina undankoma er geðveikin. Hlutverk Luciu er eitt af kröfuhörðustu sópranhlut- verkum óperanna, Maria Callas og Joan Sutherland eru báðar frægar Luciur. Hér er Lucia sungin af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Diddú. Hún lýsir Luciu sem góðri stúlku, sem elskar einn mann en verði fórnarlamb ýmissa karl- manna. Diddú segir sögu- þráðinn óvenjulegan vegna þess að yíirleitt deyji kven- persónur í óperum, en hér sé það konan sem drepur, það gerir hin tilfinningaríka Lucia eftir að hafa þrjóskast við fram á síðustu stundu. Diddú segir þetta vera eitt erfiðasta hlut- verk sem hún hafi sungið, þar sem að tvinna þurii saman hið dramatíska og yndislega í tón- listinni og gefa þannig hinni ljúfu og léttu tónlist, sem minnir um mcirgt á íýrstu verk Verdis, þungan undirtón. í lok verksins, eftir að Lucia er orðin brjáluð, syngur Diddú 25 mínútna langa aríu, þar sem hún fer allan tilfinninga- skalann og er þetta einn frægasti hluti verksins og ekki fýrir hvaða söngkonu sem er að skila því. Tito Beltran, fyrrverandi poppsöngvari frá Chile, syngur hlutverk elskhugans og leggur mikla áherslu á að Lucia di Lammermoor sé létt og aðgengilegt verk, þrátt fyrir dramatískt efni, og því upplagt fyrir ungt fólk og þá sem eru að kynnast óperum í fýrsta sinn. Eftir að hafa séð atriði úr óperunni get ég ekki annað en tekið undir það. □ Ingibjörg Stefánsdóttir ■ Einkareikningur Landsbankans ÆJi 1 er tékkareikningur sem tekur | f M 'i'; öörum framz Háir vextir, kostur á yfirdráttarheimild, iáni og margvís- legri greiósluþjónustu. Reikningur sem er saminn aó þínum þörfum i nútíö og framtíð. Landsbanki Islands Banki allra landsmanna 45

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.