Ritmennt - 01.01.1997, Page 60

Ritmennt - 01.01.1997, Page 60
JÓN ÓLAFUR ÍSBERG RITMENNT handritinu sem áður hafði verið í Noregi en var þá glatað, voru prentuð hjá Gustav Storm á sínum tíma. Allir annálarnir nema Nýi annáll og Gottskálksannáll enda í lok 14. aldar en sá fyrrnefndi spannar árin 1393-1430 og sá síðarnefndi frá fæðingu Krists til 1578.3 Þessir tveir annálar eru því helstu heimildirnar, auk fornbréfa, um 15. öldina. Þeir eru hins vegar alls ótengdir. Gottskálksannáll er afskrift af öðrum annál um atburði fyrir 1394 en eftir það byggir hann á öðrum gögnum og hann er næsta rýr um fyrstu þrjá áratugi 15. aldar. Annállinn er ritaður af séra Gottskálki Jónssyni í Glaumbæ á síðari hluta 16. aldar og var eft- ir daga hans líklega geymdur á Hólum þar sem m.a. Arngrímur lærði hefur notað hann við ritsmíðar sínar.4 Á fjórða áratug 17. ald- ar hóf Björn Jónsson á Skarðsá að undirlagi Þorláks Skúlasonar Hólabiskups að skrifa annál þann sem ltallaður hefur verið Sltarðsárannáll og lauk hann því verlú árið 1639. Annáll Björns er að mestu uppslcrift á Gottskálksannál en auk þess hafði Björn að- gang að einhverjum sltjölum á Hólum og „munnlegri frásögn fróðra manna".5 Brynjólfur biskup fékk Skarðsárannál að láni frá Þorláki biskupi árið 1640 en talið er að þá þegar hafi hann verið farinn að viða að sér handritum. Meðan annállinn var í Skál- holti var hann skrifaður upp og ýmsir fengu hann að láni og krotuðu jafnvel í handritið. Þeirra á meðal var Jón Arason prestur í Vatnsfirði en hann skrifaði annálinn upp og bætti um betur og er annáll hans nefndur Vatnsfjarðarannáll elsti (Lbs 347 4to). Hand- rit Vatnsfjarðarannáls elsta er með tveimur ólíkum höndum og uppskriftir eru elcki ná- kvæmlega eins. Útgefandi annálsins, Hann- es Þorsteinsson, hefur ekki gert greinarmun þar á. Auk þessa eru til með hendi Jóns Ara- sonar nolclcrar annálagreinar (AM 702 4to) sem útgefandanum hefur elclci verið lcunn- ugt um.6 Af annál séra Jóns tólc slcrifari hans, Sigurður Jónsson, afslcrift (Lbs 157 4to). Hún er nolclcuð frábrugðin fyrirmynd- inni einlcum varðandi noklcur atriði um aldamótin 1400 en þau eru nær samhljóða annálagreinunum í AM 702 4to. Hannes Þorsteinsson vissi elclci af annálagreinunum og taldi liann að Sigurður hefði haft aðgang að annál sem nú væri glataður. Jón Helga- son prófessor sem rannsalcað hefur annála- greinarnar var sammála Hannesi um að til hefði verið gömul heimild í Vatnsfirði sem þeir Jón og Sigurður hafi notað.7 Árið 1888 gaf Gustav Storm út stafrétt ís- lenslca annála fram til 1578 og í formála bólcarinnar er gerð grein fyrir handritunum sem útgáfan er byggð á, tímasetningum og tengslum þeirra á milli. Árið 1922 lróf Hið íslenslca bólcmenntafélag útgáfu á ritröð sem nefnd er Annálar 1400-1800 og þar eru prentaðir síðari tíma annálar, aðallega frá 17. og 18. öld. Var þetta þarft verlc og hafa alls verið gefnir út á fjórða tug annála í sex 3 Sjá nánar Islandske annalei indtil 1578 og formála (Forord) útgefanda, Gustavs Storm. Oddverjaannáll nær jafnlangt Nýja annál en hann er að mestu bein afslcrift hans síðustu árin og hefur ekki verið prent- aður í heild ennþá. 4 Gustav Storm, Islandske annalei indtil 1578, bls. xxv-xxvi. 5 Hannes Þorsteinsson, Annálai 1400-1800 (Skarðs- árannáll), bls. 33-34. 6 Jón Helgason: Tólf annálagreinar frá myrkum ár- um, hls. 399. 7 Hannes Þorsteinsson, Annálai 1400-1800 (Vatns- fjarðarannáll elsti), bls. 14. Jón Helgason: Tólf ann- álagreinar frá myrkum árum, bls. 418. 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.