Ritmennt - 01.01.1997, Page 88

Ritmennt - 01.01.1997, Page 88
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR RITMENNT Stofnun Kvennasögusafns íslands markaði upphaf nýs tíma- bils í ævi Önnu. í stað þess að setjast í helgan stein, eins og ald- ur hennar gaf tilefni til, gaf hún sig loks óskipta að ævihugsjón sinni; því starfi að safna heimildum um sögu kvenna og hvetja til rannsóltna í kvennafræðum. Að auki var hún sjálf að hefja fræðistörf fyrir alvöru, að skrifa bækur á gamalsaldri að hætti skáldkvenna fyrri tíðar. I augum þeirra sem þekktu Önnu Sigurðardóttur og hafa fylgst með vexti Kvennasögusafns Islands voru þau nánast eitt og hið sama. „Safnið hennar Önnu", segja margir þegar Kvennasögu- safnið ber á góma, og líklega eru orð Magdalenu Schram í Veru 1985 lýsandi fyrir hversu erfitt það gat verið að greina á rnilli Önnu og safnsins: „Anna í Kvennasögusafninu, eða er það Kvennasögusafnið í Önnu?"2 Það fer því vel á því í þessari grein að raða saman brotum úr ævi og starfi Önnu, sem þó væri efni í heila bók, og sögu Kvennasögusafns íslands. Mótunarár Anna Sigurðardóttir fæddist að Hvítárbakka í Borgarfirði 5. des- ember 1908, þriöja í röð tíu barna Sigurðar Þórólfssonar og Ás- dísar Margrétar Þorgrímsdóttur. Sigurður átti fyrir eina dóttur á lífi en hafði áður misst eiginkonu og unga dóttur. Þegar Anna fæddist var faðir hennar skólastjóri lýðháskólans á Hvítárbakka og hafa þau systkinin án efa notið meiri og betri menntunar en þá var títt, stúlkurnar ckki síður en drengirnir. Faðir Önnu taldi konur og lcarla standa jafnfætis hvað greind varðaði, og hefur sú skoðun hans án efa mótað hugmyndir Önnu um jafnrétti lcynjanna. Hún virðist að minnsta kosti snemma hafa látið sér ýmislegt til hugar lcoma sem varla þótti hæfa kon- um á þeirri tíð. Árió 1917, þegar Kristín Ólafsdóttir tók próf í læknisfræði, fyrst íslenslcra kvenna, var Anna á níunda ári og hugsaði sér „að verða fyrsti kvenprestur á íslandi".3 Þá höfðu ís- lenskar konur haft rétt til guðfræðináms og vígslu frá 1911. Anna varð þó ekki fyrst kvenna til að nýta sér þau réttindi, held- ur sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem tók prestsvígslu árið 1974. 2 Magdalena Schram: Kvennasögusafnið 10 ára, bls. 5. 3 í Kvennasögusafni íslands, bls. 2. 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.