Ritmennt - 01.01.1997, Side 92

Ritmennt - 01.01.1997, Side 92
ERLA HULDA HALLDÓRSDÓTTIR RITMENNT Ljósm. Carl Olafsson. - Kvennasögusafn. Guðrún Daníelsdóttir (f. 1870] kennari í Reykjavík var ein margra kvenna sem kenndi á gítar. Að sögn Önnu Sigurðar- dóttur fengust einkum konur við gítarkennslu, a.m.k. fram- an af öldinni. Ólafur hafði sjálfur skrifað Önnu bréf stuttu áður, en hún hafði sent honum „allmargar spurningar varðandi réttindamál kvenna". Ólafur átti hins vegar of annríkt til að svara hinum ít- arlegu spurningum á jafn greinargóðan hátt og hann vildi. Svör- in urðu því að bíða betri tíma. Ólafur stóðst hins vegar ekki mát- ið að hrósa frú Önnu á Eskifirði fyrir það að spurningar hennar væru „svo „juridiskt" orðaðar og hugsaðar, að hver lögfræðingur væri sæmdur af".13 Á þessum árum tengdist Anna erlendum kvenréttindakonum sem höfðu án efa mikil áhrif á hana. Meðal þeirra má nefna Dame Margery Corbett Ashby, sem var formaður Alþjóðasam- taka kvenréttindakvenna í rúma tvo áratugi. Dame Margery var fædd árið 1882 og var meðal þátttakenda á fyrsta þingi Alþjóða- samtakanna í Berlín árið 1904. Hún var afar vel menntuð, las klassísk fræði í Cambridge og kunni fjölda tungumála. Varla þarf að nefna að Dame Margery var kvenréttindakona í húð og hár auk þess sem hún tók virkan þátt í starfsemi Frjálslynda flokks- ins í Englandi.14 Önnu hefur verið fengur að kynnum sínum af Dame Margery, konu sem hafði setið sömu kvenréttindaþing og Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Dame Margery er þó aðeins ein margra merkiskvenna sem Anna stofnaði til vinfengis við eftir 1950. Kvenréttindafélag Eskifjarðar Þátttaka í Kvenréttindafélagi Islands nægði ekki Önnu Sigurðar- dóttur. Hún vildi færa kvenréttindabaráttuna til Eskifjarðar, vekja húsmæðurnar þar til vitundar um stöðu sína og réttindi. Sigrún Sigurðardóttir var ein þessara lcvenna. Hún segir svo frá: Það var á útmánuðum veturinn 1950 að Anna Sigurðardóttir kom til mín um kvöld og spurði hvort hún mætti ekki koma inn og ræða við mig um kvenréttindamál því hún væri að undirbúa það að stofna kven- réttindafélag á Eskifirði. Við þekktumst þá nánast eltki neitt en að sjálf- 13 Kvennasögusafn íslands. Ólafur Jóhannesson til Önnu Sigurðardóttur 15. mars 1952. 14 The Macmillan dictionaiy of women's biogiaphy, bls. 25-26. í Itvennasögu- safninu er að finna bréf Dame Margery til Önnu og einnig afrit bréfa Önnu til Dame Margery. 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.