Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 9

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 9
Rannveig Kristj ánsdóttir (1917-1952) EFTIR S1GRÍÐI TH. ERLENDSDÓTTUR Fræðimönnum, sem vinna við kvennarann- sóknir, hefur orðið tíðrætt um eins konar hlé sem varð í kvennabaráttunni frá því upp úr 1920 og fram að því að konur tóku til óspilltra málanna meö tilkomu nýju kvenna- hreyfingarinnar á sjöunda áratug. Samstað- an, sem náðist í baráttunni fyrir kosningarétt- inum, entist ekki eftir að hann var í höfn og þótti mörgum lítil þörf fyrir frekari kvennabar- áttu. Lítið heyrðist T konum. í miðri lægðinni kom fram kona sem með orðum sínum og gerðum hristi sannarlega upp í kynsystrum sínum hér á landi. Rödd hennar heyrðist og á var hlustað. Þessi kona var Rannveig Kristjánsdóttir. Hún fæddist á Dagverðareyri við Eyjafjörð 17. maí 1917. Foreldrar hennar voru Sesilía Eggertsdóttir og Kristján Sigurðsson bóndi og kennari. Með lifandi áhuga sínum á fé- lagsmálum og réttarstöðu kvenna sór Rann- veig sig í ætt við móðursystur sína, Kristínu Eggertsdóttur (1877-1924) hótelhaldara, kennara og forstöðukonu sjúkrahússins á Akureyri. Kristín sat fyrst kvenna 1 bæjar- stjórn Akureyrar, var kosin af kvennalista 1911 þegar listinn hlaut 79 atkvæöi af 472 og kom einum fulltrúa að. Rannveig varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri sumarið 1938 og fór sama sumarið til Sví- þjóðar og lagði þar stund á húsmæðrafræði, fyrst í Uppsölum og síðan viö Socialinstitutet í Stokkhólmi. Lauk hún prófi í þeim fræðum. Hún hélt heim til íslands 1942 og gerðist matreiðslukennari við Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Árið 1944 réðst hún ráðunautur um heimilismál til Kvenfélagasambands ís- lands og ferðaðist þá um landið og hélt mat- reiðslunámskeið hjá kvenfélögunum. Fyrir hönd Kvenfélagasambandsins stóð hún fyrir manneldissýningu sem sambandið kom á fót í Reykjavík 1946, hinni fyrstu af því tagi hér á landi. Þá var hún ráðunautur skóla- málanefndar í málefnum húsmæðraskól- anna, svo og um löggjöf þeirra, en sú nefnd starfaði á árunum 1943-1946. Um sama leyti var hún ráðin námsstjóri eða eftirlits- maður við húsmæðraskólana af hálfu ríkis- ins, ferðaöist þá á milli þeirra og flutti fyrir- lestra og leiðbeindi um fyrirkomulag og kennslu. Jafnframt sinnti hún ritstörfum og flutti mörg útvarpserindi um stööu kvenna inni á heimilunum og í þjóðfélaginu. Rannveig Kristjánsdóttir gekk í Kvenrétt- indafélag íslands skömmu eftir að hún kom til landsins og var þar í forystusveit meðan hún var hér og lét sannarlega að sér kveða á þeim vettvangi. Hún var varaformaður félags- ins um eins árs skeið og stjórnaöi og undir- þjó fulltrúaráðsfund félagsins sem haldinn var sumarið 1947. Þarflutti hún minnisstætt erindi og sagði meðal annars að baráttan yrði að stefna að því að þroska konur og koma þeim í skilning um réttindi sín og skyld- ur. Á 7. landsfundi félagsins sumarið 1948 dró hún upp skýrum dráttum hlutverk Kven- réttindafélags íslands og Kvenfélagasam- bands íslands betur en áður hafði veriö gert. Hún útskýrði markmið beggja samtakanna lið fyrir lið og benti á hvernig ekkert atriöi þyrfti aö leiða til togstreitu milli þeirra eins og stundum virtist vera. Hún var þeirrar skoðun- ar að heimskulegt væri aö nota heimilið sem deiluatriði heldur bæri aö beina sameiginleg- um kröftum að því að auðvelda heimilisstörf- in með dagheimilum, betri vörudreifingu og bættu skipulagi húsakynna. Hún taldi brýna þörf fyrir samvinnu þessara tveggja sam- taka. Með henni komu ferskar hugmyndir og nýir straumar á tímabili þegar lægð var yfir kvenréttindamálum hér á landi eins og víða annars staöar. Þaö var sannarlega ris á ís- lenskri kvennabaráttu þessi ár. Rannveig var ein af þeim hugsjónakonum sem lýðveldisvoriö 1944 hófust handa við útgáfu fyrsta tímarits Tslenskra kvenna, Mel- korku, og var fyrsti ritstjóri þess (1944- 1947), en tímaritið kom út fram á sjöunda áratug. Ritið hófst á grein eftir ritstjórann sem nefndist „Sól er á loft komin", eldheitri hvatningu til íslenskra kvenna og karla við lýðveldisstofnun. Melkorka flutti hverja hvatningargreinina á fætur annarri um marg- vísleg þjóðfélagsmál og kvenréttindamál. Greinar Rannveigar frá þessum árum munu lengi eiga erindi við Tslenskar konur; óvíst er aö margar hafi yfirleitt hugsað út í það sem þar kom fram. Vitað er aö greinarnar í Mel- korku vöktu margar konurtil umhugsunar um stöðu slna. Auður Sveinsdóttir Laxness hef- ur orðað það svo: „Með ógleymanlegum ferskleika og rök- réttum málflutningi hristi hún upp í Kvenrétt- indafélaginu, þreif með sér hóp ungra kvenna til starfa. Með persónulegum töfrum og hispursleysi braut hún niður alla pólitíska veggi meðal félagskvenna. Sjálf var hún rót- tæk, en þær elstu og Thaldssömustu sögðu þá við hana fullar trúnaðartrausts: „Gerðu byltinguna, og viö ætlum að njóta góðs af".“11 Rannveig laðaöi að sér gott fólk til sam- starfs. Öllum ber saman um aö þaö hafi ver- iö áhuginn og starfsgleöin, sterk lífsgleði og einstök létt lund, sem henni var gefin í svo ríkum mæli, sem greiddu henni leiöina að öðrum og geröu alla samvinnu viö hana að ánægjustundum. Víst er að hún hafði mikil áhrif á kvennabaráttuna þau sex ár sem hún starfaöi á þeim vettvangi hér á landi. íslandi tapaðist sannarlega góður liðsmaður þegar hún fór. Rannveig giftist 1945 sænska bók- menntafræðingnum, doktor Peter Hallberg, miklum íslandsvini, sem þá var sendikennari viö Háskóla íslands. Hún fluttist með honum til Gautaborgar 1948 og var þar búsett uns hún andaðist langt um aldur fram 14. sept- ember 1952, aöeins 35 ára aö aldri. Þau eignuðust tvö börn. 11 SigriöurTh. Erlendsdóttir: Veröld sem égvil. Kvenréttindafélag islands 1907-1992, 239 fr>mkvöðullinn

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.