Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 43

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 43
u Kolfinna svararfyrir sjálfa sig og Hallgerði Þaö er næstum því rétt hjá þér, ég skrifaði ritgerö um þetta efni, ekki I grunnskóla heldur menntaskóla og fékk ágætiseinkunn fyrir, þó var kennarinn af sama kyni og þú. Þú segir Hallgeröi hafa veriö merkiskonu og þar erum við sammála. En um leið segir þú hana frekju með yfirgang. Fer þaö saman? Ég get ekki veriö sammála þér um þaö aö það sé merki um frekju að gæta réttar síns og hafa stolt til aö bera. Bendi ég á aö Hallgeröur var ævinlega höföingleg gagnvart sér lægra settum og segir það meira en þarf. Hvort hún hafi drepiö eiginmenn sína er álitamál og veltur á túlkun hvers og eins. Mér gafst því miður ekki færi á að fara nánar út f þá sálma í greinarstúf mínum um Hallgeröi, en vil nú gjarnan nota tækifæriö og taka fyrir orð mín - hún drap þá alls ekki. Og þaö eru margir sem aöhyllast þá söguskoðun. Var Þjóstólfur aö framfylgja hennar skipunum eöa fór hann eftir eigin hvötum? Hann elskaði Hallgeröi, var afbrýöisamur. Hann vissi að hún vildi ekkert með fyrsta eiginmann gera, enda var hann dusilmenni. Þjóstólfur gerði henni því greiða - eöa fékk hann skipun frá henni um þaö? Greinilega ekki, því aö loknu víginu segir hún við Þjóstólf: „Blóðug er öx þín. Hvat hefir þú unnit?" Eiginmann númer tvö átti hún að hafa elskað. Þegar Þjóstólfur sagði henni þau tíðindi aö hann væri dauður af hans völdum, braust fram mikill hlátur hjá Hallgerði, sem sumir segia tákn um að hún hafi verið með í ráðum. Þaö eru þeir sem vilja finna henni allt til foráttu. En var í raun hlátur örvæntingar. Hún segir honum að leita hælis hjá Hrúti föðurbróöur sínum, ætlaði hún Hrúti að hefna fyrir sig sem hann og gerði. Sumir segja aö eftir dauöa þessara tveggja hafi Hallgeröur brynjað sig skráþ og lokað á allar tilfinningar, þess vegna hafi hún verið svona andstyggileg viö Gunnar. Kaldrifjuö hafi hún att honum út í opinn dauöann. En eina sem hún gerði var aö neita honum um „leppa tvá" úr hári sínu, sem heföu varla dugað hvort sem er, auk þess sem hann var réttdræpur, umsetinn óvinum hvert sem hann fór. Þú segir Gunnar hafa sýnt Hallgerði þolinmæði, þar er ég ekki sammála þér. Öll hans orð til hennar, sýna að hann kom fram við hana af skeytingarleysi og sýndi henni enga miskunn. Veislan á Bergþórshvoli sýnir þaö best. Þar var hún niðurlægö af Bergþóru. Vísað út í horn. Fyrir hvað? Fyrir að vera of falleg, auk þess sem Bergþóra hafði ætlað dóttur sína Gunnari. Ég get ekki séð aö Hallgerður sé frekja, þó hún láti ekki bjóða sér hvað sem er, en hins vegar er hægt að sakast við Gunnar. Hann sneypti hana frammi fyrir gestum og kaus að slá sök á konu sína, svo að henni gat þaö aldrei gleymst. En sá veldur öllu sem upphafinu veldur, og ef þú lest Njálu aftur sérðu glöggt aö þaö er Bergþóra sem veldur upphafinu - aö tilefnislausu. Hetjan þorði ekki að verja hana eða sýna Bergþóru vanþóknun á athæfi hennar. Þér finnst eðlilegt að berja konu fyrir það að afla matar, sem var í verkahring kvenna. Það var hennar sómi og stolt að hafa nóg á borð- unum, og þaö getur verið erfitt þegar bóndinn kemur meö fjölmenni í heimboð, vitandi að hvorki var til ostur né smjör. Hún sagöi Gunnari að það kæmi honum ekki við því hún vildi halda þessu neyðarúrræði sem hún greip til leyndu fyrir honum. Auk þess var hún. að hefna þeirrar lítilsvirðingar, sem fólstí svörum Otkels viö Gunnar. Neyðin kennir naktri konu aö spinna, ekki satt? Eöa eins og H.E. Kinck orðar það: „Og Njáluhöfundur gjörir Gunnar að því göfugmenni að þjófkenna og slá konu sínaframmi fyriröllum gestum." Þaö berekki vott um mikla skapstillingu, barin fyrir ost og smjörklípu. Ég veit ekki hvaðan þú færð þær hugmyndir að Gunnar hafa veriö skapstillingarmaður. Hann sem drap hátt á annaö hundrað manns. Að lokum vil ég taka fram að ég byrjaöi greinarstúf minn með því að vara konur við því að feta bókstaflega í fótspor Hallgerðar heldur hafa að fýrirmynd hugrekki hennar til aö hunsa óréttlátar hefðir og gildi aftur- haldssams þjóöfélags. Og hér fæ ég aö koma því á framfæri aö hún drap engan og því ekkert sem skyggir á fyrirmyndina. Konur hafa fýrir löngu rifið bjálkann úr auganu sem karlmenn hafa komið svo haganlega fýrir, það er kominn tími til að þú og þitt kyn geri slíkt hiö sama. Og mundu að það hefur nú bara einu sinni gerst aö kona hefur bariö mann. Kolfinna Haldrinsdóllir, sagnfrœðingur af rifi dams

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.