Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 37

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 37
reyndar með andstyggilegustu glæpum sem framdir eru. Tekur Am- nesty á málum af þessu tagi? Mary Robinson segir samtökin ekki gera slíkt nema Ijóst þyki að um mannréttindabrot sé að ræða. Þar vísar hún til mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna og annarra yfirlýsinga sem frá alþjóða- stofnunum koma. Amnesty International fylgist með því að slíkar yf- irlýsingar séu haldnar, en skipta sér ekki af innanlandsmálum eða menningu að öðru leyti. Anita bætir við, að fyrir stuttu hafi hún sótt blaðamannafund sam- takanna í Lundúnum þar sem m.a. fór fram umræða um stöðu kvenna T löndum þar sem Islam er ríkistrú. Kona af Islamtrú sat í for- svari fyrir samtökin og setti fram þá skoðun sína, að Islamtrú væri eitt og framkvæmdin annað. Mörg islömsk ríki framfýlgja alls ekki því sem boðað er í Kóraninum og mörg boð og bönn sem islömsk ríki boða eigi sér hvergi stoð í því heilaga riti. Hér nefndi hún sem dæmi blæjuna sem sum islömsk ríki skikka konurtil að bera og beita hörð- um viðurlögum ef út af er brugðið. Þá benti Anita einnig á að alþjóð- legu læknasamtökin hafi skilgreint umskurn kvenna sem alvarlegt heilsufarsvandamál sem læknum beri að vinna gegn. „MTn skoðun BimnKVBau! vikum skipti. Smyglarar hjálpa konum yfir landamæri gegn „greiða". Nauöganir eru daglegt brauð T stríðshrjáðum löndum og sums stað- ar hvetja herstjórnir beinlínis hermenn sína til dáða í þeim efnum. Konur fara nær aldrei með hernað á hendur öðrum, en þær eru Itk- legastar til að verða fyrir barðinu á afleiðingum hernaöar og hvers kyns hefndaraögerðum. Ofbeldisverk og mannréttindabrot á hendur konum eru oft hulin og erfitt að fá þau upp á yfirborðið. Anita Tyssen segir að almennt sé staða kvenna verri en staða karla og það leiöi til þess að minna er talað um þeirra mál. Brotin á hendur konum séu einnig oft þess eðl- is að konur veigri sér við að gera þau opinber af ótta við fordæmingu samfélagsins og vegna þess að oft er erfitt að sækja slTk mál. Hér bendir Anita á löggjöf Pakistans sem dæmi. Þar í landi verður kona að leiða fram tvo karlmenn sértil vitnis t nauðgunarmálum. „Maður á nú ekki erfitt með að skilja hvers vegna fáar konur kæra nauðgan- ir þar T landi," segir Anita. Á Vesturlöndum hefur nokkuö borið á því í seinni tTð að femínist- ar vara við menningarfordæmingu hvítra millistéttarkvenna á ýmsum fyrirbærum sem þrífast annars staðar í veröldinni. Á ráðstefnum og i ritum hefur mjög verið deilt um þetta efni — og hinar „hvítu millistétt- arkonur" víða hörfað undan þunga ásakana um menningarblindu og gott ef ekki heimsvaldastefnu. Dæmi um þetta eru ásakanir kvenna sem aðhyllast Islam ogtelja Vesturlandabúa þröngsýna í fordæming- um sínum, og sömuleiðis umskurn kvenna sem undirritaðri finnst er sú að konur á Vesturlöndum ættu ekki að láta kveða sig í kútinn í þessum efnum," segir Anita. „Það verður þó að gera af gætni og virða rétt annarra til að tjá sig." Amnesty International berjast nú fyrir frelsi 12 kvenna sem sam- tökunum þykir sýnt að hafi sætt grófum mannréttindabrotum. Hjá skrifstofu samtakanna má fá póstkort til að senda yfirvöldum í lönd- um viðkomandi kvenna þar sem fram kemur áskorun um að láta við- komandi konu lausa eða taka mál hennar fyrir. Þær Mary og Anita segja að fyrstu viðbrögð stjórnvalda við afskiptum Amnesty International séu nær ævinlega hin sömu: að neita öllum ásökunum og leiða þær hjá sér. Með skipulögðu átaki samtakanna um allan heim hefur hins vegar tekist að fá margan manninn lausan og þannig jafnvel bjarga lífi hans. VTst er einnig að stjórnvöld verða varari um sig þegar þau fá samtökin á bakið og fara gætilegar í grimmdarverkum sínum eftirleiðis. Nú beinist athyglin sérstaklega að konum og þar ríður á að konur hvarvetna T heiminum láti I sér heyra. Með því aö senda póstkort erum við ekki bara að eyða frímerki. Við erum að grafa undan ógnar- stjórnum, grimmdarverkum og brjálæði — hægt, en örugglega bít- andi. í þessu tilfelli erum við einnig að leggja örlítið lóð á vogarskál réttlætis til handa konum. Mörg slík geta velt hlassi! Pffllldstv

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.