Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 46

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 46
kvnnaathvarfið ELFA Ý R GYLFADÓTTIR Hvað er að gerast í Samtökum um Kvennaattivarf? DEILUR INNAN SAMTAKA UM KVENNAATHVARF Það kemur engum á óvart þegar birtast í fjöl- miðlum ásakanir, gagnrýni og deilur um menn og málefni. Það verkaði hins vegar óþægilega á marga að verða vitni að óeiningu og ásökun- um milli félaga í Samtökum um kvennaathvarf. Fólki finnst það nánast óviðeigandi að þvílíkar erjur geti átt sér staö einmitt í þessum hópi. Konur sem af hugsjón og elju hafa unnið gegn ofbeldi á heimilum, byggt upp Kvennaathvarf og veriö í forystu um aukin réttindi þeirra kvenna og barna sem mesta kúgun þurfa að þola. Fólk sem af ákafa tók þátt í söfnun fyrir nýju Kvennaathvarfi undrast og spyr hvort kon- ur séu engu skárri en karlarnir þegar peningar séu annars vegar. Er hér komið enn eitt ijár- málasukkiö og valdabaráttan? Samtök um kvennaathvarf hafa allt til nóv- ember síðast liðinn verið rekin af grasrót kvenna, sem eru félagar í samtökunum. Marg- ar félagskonur voru því ósáttar við að breyta stjórnarfyrirkomulagi athvarfsins og kjósa stjórn. Þær eru ósáttar við vinnubrögð núver- andi stjómar sem notar karllegar stjórnunaraö- ferðir og býður nýjum starfskonum hefðbundin kvennakjör. Stjórn kosin í Samtökum um Kvennaathvarf Óvenjulega fjölmennur hópur kvenna var á aöal- fundi samtakanna þann 1. nóvember. Á fundin- um var kosin fimm manna bráöabirgöastjóm. Verkefni stjórnar var einkum aö: ..endurskoða og endurskipuleggja lög og stjórrv sýslu samtakanna meö þaö fyrir augum aö tryggja styrka fjármálastjórn, gera ábyrgö og eft- irlitshlutverk stjórnar skýrara og boöleiöir skik virkari. ...skoða og endurskiþuleggja, ef með þarf, allan rekstur athvarfs og þjónustumiðstöðvar, s.s. starfshætti, starfsmannahald og meðferð fjár- muna. ...ráöa tímabundið framkvæmdastjóra til að annast og ábyrgjast daglegan rekstur athvarfs- ins. Fundarmenn eru ekki á einu máli um fund- inn. Þeir sem eru hliöhollir stjórninni segja hann hafa veriö erfiöan en málefnalegan. Hinir segja fundinn hafa einkennst af grimmilegum árásum á fráfarandi starfskonur. Mun núverandi uþplýs- ingafulltrúi stjórnarinnar m.a. hafa látið þung orö falla um starfskonur. Þær ásamt hluta fundar- manna segja viöhorf fundarins og fjöldann hafa komið sér í opna skjöldu. Fundarritari, sem var starfskona athvarfs, segist hafa vitaö að a.m.k. tveir fundarmanna voru ekki í samtökunum. Af þessum sökum bar hann fram beiðni um að at- hugað væri hvort allir fundarmenn væru skráöir í samtökin. Hann segir þessari beiöni hafa ver- iö hafnað af fundarstjóra. Heiri fundarmenn uröu vitni aö þessari ósk. Fundarstjóri, sem nú situr í stjórn, segist hins vegar ekki muna eftir þessu atviki, en telur þaö afar ólíklegt. Eftir fund- Skipulagsbreytingin á samtökunum var tímabær þar sem stjórnarfyrirkomulagið hafði gengið sér til húðar. Mér finnst hins vegar mjög ódrengiiegt að láta fráfarandi starfskonur gjalda þessa veikleika í starf- scminni með því að gera þær að yfirlýstum sökudólgum í f jölmiðluni. Félagskona í sam- tökunum. inn kom í Ijós aö þrír fundarmenn sem greiddu atkvæöi voru ekki skráöir í samtökin. Gerö var athugasemd viö þetta og daginn eftir aöalfund- inn kom beiðni frá einum nýkjörinna stjórnar- manna um að skrá tvo fundarmenn frá kvöldinu Ég hef ekki starfað með kvennasamtökum fyrr en ég fór aö starfa með samtökum um kvennathvarf. Ég hefði aldrei trúað því að konur gætu verið svo miskunnarlausar við hver aöra. Stjórnarkona í samtökunum áöur í samtökin. Þeir eru samstarfsmenn viö- komandi stjórnarmanns. Álfheiður Ingadóttir, nýráöinn upplýsingafulltrúi samtakanna segir hinsvegar að viökomandi félagsmenn hafi veriö skráöir í samtökin á fundinum. Ágreiningur er milli félagskvenna hvort aöal- fundurinn hafi veriö löglegur. Stjórnin telur fund- Þaö var aldrci ætiunin að láta starfskonurn- ar hætta, en viðbrög þeirra og viðhorf til stjórnarinnar urðu þannig að það var því miður ckki hægt að vinna með þeim. Þetta varð tilfinningalegt upphlaup hjá starfskon- unum. Félagskona í samtökunum. inn vera löglegan og styöur þaö meö minnisblaöi Bryndísar Hlöðversdóttur, lögfræðings ASÍ til Sóknar. En fyrrum starfskonur leituöu til stéttar- félags síns, Sóknar, eftir aö þeim haföi veriö sagt upp störfum. Sókn hefur enn ekki tekið málið upp fyrir þeirra hönd. Bryndís telur að á að- alfundi megi taka upp hvert þaö málefni sem ekki er beinlínis bannaö að taka þar upp skv. lögum félagsins. Bryndís segir einnig aö ekki sé hægt aö efast um bærni aöalfundar til aö taka ákvöröun um slíka tilhögun, og telur ekki nauð- synlegt að breyta lögum samtakanna til þess. Ljóst er aö þessi túlkun lögfræöings ASÍ er svo óhagstæö skjólstæðingum Sóknar að stjórn samtakanna, þ.e. atvinnurekandanum, fannst ástæöa til aö dreifa henni á blaöamannafundi. Brynhildur Hóvenz, lögfræðingur og félagi í sam- tökunum, er ósammála Bryndísi. Hún telur aö aðeins sé gert ráö fyrir framkvæmdanefnd í stjórnskipulagi samtakanna, ekki stjórn. Öllu stjórnskipulagi samtakanna hafi veriö breytt án þess aðtil lagabreytinga kæmi. Brynhildur bend- ir á að ekki sé þess getiö í fundarboöi aö kjósa ætti stjórn á aðalfundi eins og lög félagsins mæli fyrir um. Slíkt beri að gera þegar svo rnikk ar breytingar verða á stjórnarfyrirkomulagi, sem í raun fela í sér breytingu á lögum samtakanna. Almennir félagar hafi ekki áttaö sig á því að breyta ætti grundvallar stjórnskipulagi í samtök- unum þegar þeir fengu fundarboð í hendur. Því hafi verið nauösynlegt aö gera grein fyrir stjórn- arkjöri T fundarboði. Brynhildur gerir einnig at- hugasemd viö þann fyrirvara sem nauösynlegur er til aö fundarboð teljist löglegt. í lögum sam- takanna segir: Aðalfund skal boöa skriflega með dagskrá með a.m.k. tveggja vikna fýrirvara. Þaö stóöst ekki. Brynhildurtelur auk þess hæp- iö aö hægt sé að skrá félaga í samtökin eftir aö aöalfundur hefst. Stjórnin bendir hinsvegar á aö engarefasemdirhafi komiöfram á aöalfundi um lögmæti hans og furðulegt sé aö þær berist fyrst tveimur mánuðum eftir fundinn. Bókhaldsóreiöa í fréttatilkynningu nýrrar stjórnar til fjölmiðla kemur m.a. fram aö löggiltur endurskoðandi samtakanna hafi gert athugasemdir um bók- haldsóreiðu árlega frá 1989. Segir hann aö ekk- ert hafi verið gert til að bæta ástandið fyrr en nú- verandi gjaldkeri stjórnar kom aö málinu, en hann varjafnframtfélagslegurgjaldkeri samtak- anna síöastliðin tvö ár. Hvorki fráfarandi starfs- konur né konur sem setið hafa í framkvæmda- nefnd síöastliöin ár kannast viö aö hafa séö þessar athugasemdir. Þvert á móti segjast þær hafa verið í þeirri trú aö fjármál og bókhald væri 1 hinu besta lagi, enda hafi félagslegur galdkeri

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.