Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 14

Vera - 01.05.1995, Blaðsíða 14
í fangelsi il böm hugsa ég alltaf ef... Ég held þó að ég sé ekki afbrýöisöm því ég get líka samglaðst fólki sem á lítil börn. En kannski átti þetta að fara svona, kannski var barnið ekki tilbúið til að koma t heiminn. Ég hugsa stundum að kannski hafi þetta allt átt aö fara svona, og kannski á þessi dvöl hérna eftir að snúast til góös fyrir mig. Ég ætla að byrja nýtt líf þegar ég kem út aftur, mig langar til að fara í skóla, fá mér vinnu og lifa lífinu. Ég hef í rauninni aldrei lifað nema í rugli. Ég hef ekki gert neitt af mérfrá 1993 þannig að ef ég held svona áfram ætti þetta að ganga uþþ. Ég finn að mér er farið að líöa miklu betur - jafnvel þó ég sé í fangelsi." Þrátt fýrir mikil áföll í lífinu hefur hún ekki fengið aðstoð sálfræðings í fangelsinu og ekki neina áfallahjálþ. Sálfræðingur Fangelsismála- stofnunar kallaði hana einu sinni til sfn, en ekki varð neitt framhald á þeim fundum. Hún hefur hvorki fengið aðstoð félagsráðgjafa né áfengis- ráðgjafa. „Ég verð stundum rosalega kvíöin því ég vil ekki fara aftur í ruglið. Mig langar í skóla og ég veit aö þaö er ýmislegt til í mér. Ég er aö velta því fýrir mér hvort ég ætti að sækja um aö fá að taka síðustu 6 vikurnar í meðferð svo ég verði sterkari þegar ég kem út. Þegar ég losna fer ég fyrst til ömmu og vonast svo til þess að fá að búa hjá vini mínum en annars vonast égtil þess aö fá íbúð hjá félagsmálastofnun, það er allt í lagi aö fá hjálþ til aö byrja með. Svo verð ég bara að leita méraö vinnu ogvona að alltfari vel.“// I skýrslu fangelsismálastofnunar ríkisins, sem kom síöast út fyrir áriö 1993, segir Haraldur Johannesen fangelsismálastjóri orörétt: „Þaö sætir furöu hve litla rækt íslendingar leggja viö söfnun tölfræöilegra upplýsinga um afbrotamál almennt og úrvinnslu þeirra gagna. Enginn einn aöili hefur slíkt hlutverk meö höndum. Þegar þannig er um hnúta búiö er vandséö hvernig unnt er aö hafa heildaryfirsýn yfir þessi mál og sinna þeim og skipuleggja af skynsemi." Vera getur tekiö undir þessi orö, því hún lenti í vandræöum í úttekt sinni um konur í fangelsum. Þrátt fýrir þennan skort hefur Haraldur ekki lent í vandræöum - í sömu grein segir hann: „Það er óhætt aö fullyrða aö komið hefur veriö í veg fyrir stöönun og afturför í fangelsismálum hér á landi og mátti ekki seinna vera. Hin allra síöustu ár hafa fang- elsismál einkennst af skýrri markmiöasetn- ingu og framsækni. í reynd má segja að grunnur hafi veriö lagöur aö nútímalegu fangelsiskerfi." Eins og kemur í Ijós eru viömælendur Veru ekki fyllilega sammála Haraldi hvaö þetta varöar og benda á aö þau atriði sem talin eru upp hér á eftir séu ekki til staðar en nauösynleg. Sálfræöingur fang- elsismálastofnunar segir sálfræöilega meö- ferö geta „aukið fjölbreytnina aö erlendri fyrirmynd." Lítum á: \ 1) Félagshæfniþjálfun - aö þjálfa einstak- linga til að taka þátt í félagslegum athöfnum í daglegu lífi. 2) Reiöistjórnun. 3) Áfengis- og fíkniefnafræösla og hópmeð- ferö. 4) Sjálfstjórnun - aö þjálfa fólk til þess aö hafa stjórn á eigin hegöun. 5) Aö verjast „falli“, - koma í veg fyrir að fangar falli aftur í sama far aö afplánun lokinni. Beinist einkum að því er snertir áfengis- og fíkniefnaneyslu. QÁ ■ Viötal viö 34 ára gamia síbrotakonu Hún fékk sinn fýrsta dóm 1984 og hefur setið inni í samtals 8 ár. Hún hefur gist mörg af fang- elsum landsins og er ein af þeim konum sem koma aftur og aftur. Síbrotakona. Hallgeröur er ekki hennar rétta nafn. Hún vildi gjarnan tjá sig um reynslu sína en ekki undir nafni. Því gaf ég henni nafnið Hallgerður. Hún er 34 ára. Tók vel á móti mér. Bauð mér sæti á rúminu sínu og bauð upp á kaffi. Svolítið feimin en hlýleg og þægileg í viömóti. Afbrot til aö fjármagna vímuefni „Öll mín brot tengjast vímuefnum ogfjármögnun á þeim,“ segir Hallgerður. „Oftast hef ég setið inni fyrir skjalafals. Fyrsta afbrotið var ávís- anafals til aö fjármagna vímuefni árið 1984. Núna hef ég verið hér í 4 mánuöi og losna út fijótlega. Ég bað um að fá aö fara í meðferð síð- ustu sex vikurnar af afplánuninni en var synjaö." Hallgerður hefur veriö í mjög „haröri" vímu- efnanotkun f langan tíma. Hún byrjaði að sprauta sig með herófni fýrir 15 árum þegar hún bjó erlendis og hefur sprautað sig síðan; með heróíni, morfíni ogfleiri efnum. „Ég hef farið í meöferð tvisvar og í nokkrar af- vatnanir. Ég hef oftast látið vísa mér út úr afvötn- leggið miðjuna á minnið 5 88 V * 'mWFILL/ ... þú rœður ferðinni 4-8 farþega og hjólastólabílar ■ J

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.