Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 10
á n iinu kvennavefir Talað er um að rétt sé hafin ný tegund bylt- ingar. Hér er um að ræða upplýsingabyltingu sem á eftir að umbylta heilu samfélögunum líkt og iðnbyltingin gerði á sínum tíma. Hvernig væri að taka þátt í þessari sögulegu þróun? Með tölvumótaldi getur þú komist í náið samband við umheiminn og stöðugt fjölgar þeim sem vilja nýta sér þá möguleika sem Internetið gefur. Veraldarvefurinn er sú hlið Internetsins sem mest er notuð. Þar getur þú fundið allt mögulegt og ómögulegt og allir ættu að fá eitthvað við sitt hæfl. Ver- aldarvefurinn er búinn til af notendum sem geta sett inn nýtt efni þegar þeim hentar. Eng- inn stjórnar því sem inn kemur né því sem út fer. Internetið er anarkí (án yfirvalds). Hér á eftir verða taldar upp nokkrar áhugaverðar kvennasíður sem fundust eftir mikið veraldarvefsgrúsk. Síberíukona (Cyperfem) Ef þú ert ný á vefnum og ert að leita að kvennaefni þá er gott hér. Á Cyperfem birt- ast daglega fréttir af konum í sviðsljósinu víða um heim. Hægt er að finna upplýsingar sem varða fjölskyldulíf, heilbrigði og uppá- hald síberíu stelpunnar hverju sinni. Netfang: http://www. csulb. edu/~persepha /cyperfem.html Kvennavefurinn (Womens Web) Það er gott að flækjast inn I þennan vef þv! þar er enga hættulega könguló að sjá. Hérna finnur þú margar áhugaverðar greinar um, eftir og fyrir konur. Þessa síðu er enn verið að vefa og daglega bætist inn nýtt efni. Netfang:http://cyper.sfgate.com/examiner /womensweb.html Femína (FeMiNa) Blómasíða fyrir konur á öllum aldri. Margvís- legt efni s.s.; stjórnmál, listir, trúmál, kven- réttindi, fréttir og fleira. Hér er einnig að finna áhugaverðar upplýsingar fýrir unglinga s.s. getnaðarvarnir blæðingar. Netfang:http://www. femina.com/ Kvennavír (Women’s Wire) Ef þú ert til í villt ferðalag á netinu þá er þetta rétti staðurinn til að byrja. Hér er efni um konur og; stjórnmál, fréttir, tlsku, listir, íþróttir, heilsu, kvennafræði og grin. Netfang: http://www.women.com/ Konur og pólitík (Women and Politics) Þessi síða hefur m.a. aö geyma rafrænt kvennablað sem er blað tyrir og um konur og stjórnmál. Hægt er að lesa áhugaverðar grein- ar ogjafnvel senda inn efni til birtingar. Héðan er einnig hægt að tengjast öðrum heimasíð- um sem fjalla um konur og stjórnmál. Netfang: http://www. nesfga. edu/~wandp/ w+p.html í næstu VERU verðurfjallað um póstlista á netinu. Ragnhildur Helgadóttir 1965 íþróttamaður Áriö 1965 var kona í fyrsta sinn kosin íþróttamaður árs- ins. Það var Sigriður Sigurð- ardóttir, handknattleikskona úr Val og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins á þess- um tíma, sem varð fyrst kvenna til að hljóta þennan heiðurstitil. í öldinni okkar árið 1965 segir að Sigriður hafi verið efst á blaði allra fréttamannanna sem að kjör- inu stóðu og að hún þyki ein- stök afrekskona. Reiknaoujneo ABYRGÐAR iiH Ef þú hefur allar einkavátryggingar þínar hjá Ábyrgð færð þú Ábyrgðarbónus, sem getur numið allt að 20% af iðgjaldi heimilistryggingar og 10% af öðrum vátryggingum nema ökutækjatryggingum og þú getur unnið þér rétt til 10% endurgreiðslu allra iðgjaldanna. Handhafar Ábyrgðarbónuss njóta aukinnar bónusverndar í bílatryggingum, eiga rétt á fríum bílaleigubíl i viku vegna kaskótjóns og njóta hagstæðari kjara við töku bílaláns hjá Ábyrgð. TA KT U ÁBYRGD ! til eflingar bindindis og heilsu Lágmúla 5 - Reykjavík - sími 588 9700

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.