Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 28

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 28
jók bækurnar ^urnnr ^mntgu Kristín Ómarsdóttir Mál og menning 1995 Nýjasta v e r k Kristínar Ómars- d ó tt u r gerist í borginni Dyrnar þröngu á Silkieyju. B o rgin liggur í miðju eyj- arinnar og er fáfarin þó eyjan sjálf sé vinsæl af feröamönn- um vegna góöra baðstranda. Þórunn og eigin- maður hennar hafa verið á löngu ferðalagi og ætla að reka endahnútinn á það í Dyrunum þröngu en veikindi eiginmannsins leiða til þess að Þórunn fer ein síns liðs. Heima á ís- landi bíður ellefu ára gömul dóttir þeirra. íbúar borgarinnar læra frá bernsku að uppfylla nautnir sínar, jafnt líkamlegar sem andlegar. Frjálsræðið virðist mikið í fyrstu, borgin þar sem allt má en þó ekki, dyrnar þrengja að og loka á sumt. Þórunn talar sjálf um að íslendingar hafi ekki skilgreint þarfir og þrár manneskjunnar jafn vel og þessir eyjaskeggjar en þrátt fyrir góða skilgreiningu ná þeir ekki allir að uppfylla þessar þarfir. Þórunn leyfir íbúunum og atburðarásinni að hafa sinn gang og hjúskaparstaða hennar er henni engin fyrirstaða. Hún er síðar for- dæmd fyrir að fara illa með aðra en hún er ekki ein um það. Öfund og afbrýði verður til að persónurnar klekkja hver á annarri ýmist í tali eða gerðum. Ekkert er þeim heilagt, ekki einu sinni tilfinningar annarra. Sagan er ferðasaga sögð af Þórunni og hlustandinn er líklega eiginmaðurinn. Þór- unn kynnist sjálfri sér og „íslendingnum" um leið og hún kynnist nýjum menningar- heimi. Einkunnarorð eða inngangur sögunn- ar er skemmtilegur. Þar segir að sagan eigi sér stoð í raunveruleikanum en að hlutað- eigandi komi aldrei til með að lesa hana. Hún er kveðjan sem aldrei berst. Aðrar persónur sem koma við sögu eru Ágúst sem tekur á móti Þórunni á hótelinu r Englar æskunnar og ætlar sér að láta hana upplifa bernskuna á nýtt. Þórunn tekur af honum ráðin svo hann verður ráðvilltur og lætur sig hverfa en skýtur alltaf upp kollin- um aftur. Fröken Hris telur Þórunni vera jafn- ingja sinn og hún þráir ekkert eins mikið og að vera elskuð og snert af henni. Þórunn sem gælir lítið við eigin líkama langar ekkert til að elskast með frökeninni sem minnir á hana sjálfa. Saurblaö verksins er rautt ásamt aftasta blaðinu. Rautt minnir á ástina, varir, kynfæri og kvenfrelsi. Litir gegna stóru hlutverki og eru gulur, appelsínugulur og bleikur mest áberandi. Litirnir tákna tilfinninga(lit)rófið. Litirnir tengjast líka erótfkinni sem hrífur og hneykslarí senn, erótík sem virkar. Auðveldur höfundur er Kristín Ómarsdótt- ir ekki en Dyrnar þröngu er hennar sjötta verk. Það er mun heflaðra en sum hinna fyrri en ætti ekki aö valda lesendum hennar von- brigðum, en gaman verður að sjá hvort ein- hverjir nýir bætist í hópinn. Kristín Ólafs iiöfliyiViíC'Uimm Súsanna Svavarsdóttir Forlagiö 1995 Erótísk- ar sagn- ir kýs út- gefandi að kalla sögurn- ar í bók- i n n i , s e m auðvit- að vek- ur strax u p p spurn- i n g a r um hvar erótíkin endar og klámið byrjar því Súsanna er oft berorð í lýsingum sínum. Það sem mér er þó efst í huga eftir lesturinn er að loksins hefur íslenskur kvenrithöfundur sest niður og skrifað um þetta viðkvæma efni sem hingað til hefur verið mál karla. Kjarkurinn til þess að gera það af einhverri alvöru en ekki í því augnamiöi einu aö hneyksla er líka mik- ils virði. Ef kafaö er í textann má lesa um einsemd og öryggisleysi manneskjunnar, karla jafnt sem kvenna. Þráin eftir nálægð og snertingu við aðra mannveru birtist í kyn- lífsórum. Kynlíf hefur alltaf verið auð- veldasta leiðin til svölunar, eins konar tíma- bundin frestun á einmanaleikanum sem t umlykur kaldan hversdaginn. Tilfinningar og langanir persónanna eru skoðaðar frá sjón- arhorni kynhegðunar sem „tjáir okkar dýpstu leyndarmál; þau sem við þekkjum ekki sjálf." Það er vel til fundið að gera þessi orð Shusaku Endu (Hneyksli) að einkunnar- orðum bókarinnar. Það er áhugavert að skoöa hlutverk og mismun kynjanna út frá kynhegðun þeirra. Hvar liggur t.d. valdið í ástarleiknum og hvernig notfæra kynin sér það. Vald kvenn- anna virðist helst liggja í tælingunni sjálfri, að vekja lostann. Valdbeiting þeirra á meira skylt viö leik en ofbeldi og nautnin liggur oft í því að hafa aðstæðurnar á sínu valdi: „Nautn þess að finna valdið sem hún hafði yfir þeim stundum sem þau áttu saman. Þöglum stundum. Vissi að hann átti ekki undankomu auðið fýrr en leiknum væri lok- ið." (Bls. 50). Þegar karlmennirnir í sögun- um beita valdi er hins vegar um að ræöa lík- amlegt ofbeldi. Þessi mismunur kynjanna vekur upp spurningar um raunverulegt vald og hvort sú þrælslund sem lostinn oft kveik- ir varir ekki aðeins meðan sá auðsveipi vill leika leikinn. Er hinn líkamlegi styrkur hið eina raunverulega vald? Fantasían spilar stórt hlutverkí sögunum og stundum er ill mögulegt aö greina draum frá veruleika enda óþarfi þar sem fantasían er besta vinkona erótfkurinnar. I sögunni „Kannski draumur" sem fjallar um einmana konu í stóru húsi eru möguleikarnir sem þessu óljósu skil gefa útskýrð: „Hún gæti sett á hann hvaða andlit sem hún vildi.“ (Bls. 60) Það er nefnilega á valdi þess sem dreymir að ákveða sína eigin fantasíu: „Nei, ... henni fannst þessi atburöarás ekki nógu skemmtileg. Hún ákvað aö byrja aftur ..." (bls. 61). Það er svo auðvitað alltaf smekks- atriði hversu langt fantasían á að ná og þvottaklemmur á geirvörtum falla kannski ekki undir hinn almenna smekk. Bæði karl- og kvenremba eiga sína full- trúa í bókinni oggömlu klisjurnarfá ITf í setn- ingum eins og „Karlmenn ættu að fæðast mállausir ..." (Bls. 139) og „Haföi endan- lega lært þá lexíu að sumar konur eru til að i

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.