Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 37

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 37
i mótmæla hvemig staðiö var aö ráðningunni. Svo æxlast málin þannig aö mér var dæmt starfið, bæði hjá kærunefnd og Héraösdómi í fyrra vegna þess að Jafnréttislögin meta bara þann sem fékk starfið og þann sem kærir. Svo snerist málið allt í einu um þetta enda þótt ég sjálf hafi alla tíð talið að allt annar maöur ætti að fá starfið. Og erfiðast í því finnst mér að vera orðin svona fullorðin." - Hvaö meinaröu? Aö þaö sé fariö aö slá út í fyrir þér af því aö þú ert oröin fulloröin eöa aö fullorönar konureigi aö sætta sig viö ranglæti? „Nei, ég segi kannski ekki að það eigi aö af- skrifa mann... En þetta var bara eitthvað svo fjarstæðukennt aö viö værum þarna tvö svona fullorðin - hann er eldri en ég - að bítast um starf sem hvorugt okkar átti að fá. Ég hafði í rauninni aldrei haft neinn metnað í þetta starf, þar lágu mínar efasemdir. Og þess vegna var líka erfitt að vera upp á þessum hetjustalli." - Varöstu vör viö opna vanþóknun? „Já, já. Maður sagði til dæmis viö mig á mannamóti innan um fullt af fólki að hann væri ekki með nokkra konu í vinnu, þær væru bara ómögulegar með allt þetta kvenréttinda- brambolt. Eins lét kunningjakona mín þau orð falla í hópi fólks að ég hefði látið mana mig upp T þetta. En flestir sýndu stuðning." Með almennilega rakspíralykt - Svo kemur þessi dómur núna þegar máliö er endurupptekiö, dómur með almennilega rakspíralykt, eöa þannig... „Já, mér brá ansi mikið fýrst. En svo var ég bara eitthvaö svo viss. Það hefur aldrei verið minnsti vafi í mínum huga að ég er hæfari en hann í þetta starf." - Þaö eru margir reiöir yfir þessum dómi. Ert þú ekkert reiö? „Nei ég er ekki reið, mér finnst ég bara hafa orðið sterkari. Ég fór í þetta til þess að losna viö þennan sársauka og til að halda sjálfsvirðingu og mér finnst ég geta það. Á þessari stundu, þegar dómur er fallinn og máliö tapað þá er ég vissari í minni sök en nokkru sinni fyrr. Ég veit aö fólk á vinnustaðnum hefur staðiö þarna á göngunum og talað um ráðninguna en ekki þorað að standa við það þegar á reynir. Mér finnst ég hafa verið heiðarleg að reyna aö gera eitthvað í málinu því þessi ráðning var glórulaus. Núna finn ég bara svo mikinn styrk... “ - En hverniggeturöu veriö svona brött meö tap- aö mál? „Mér finnst ég geta borið höfuöið hátt og mætt umheiminum með reisn. Það gekk svo yfir mig að lesa dóminn. Þar er endurtekiö allt það sem vörnin gekk út á, að gera lítið úr mér og mínum störfum og upphefja hann. Allir hlutir eru orð- aðir heldur fínna eftir að hann tekur við þeim, ég vann „almenn skrifstöfustörf" en það heitir „stjórnun" þegar hann gerir þaö. Ég „vélritaði ráöningarsamninga" en hann „annast ráöning- ar". Svo er dálítið skemmtilegt að fjarvista- skráin, sem hvert 15 ára barn getur gert, er orðin svo mikilvæg núna að hún er teiknuð í sér kassa á skipuritinu (hlær...). Dómarinn hef- ur líka séð ástæðu til þess aö tilgreina að menntun þess sem var ráðinn, barnaskóla- próf, jafngildi gagnfræðaprófi. Við höfum nátt- úrulega hvorugt neina sérstaka menntun... ég hef þó mitt Samvinnuskólapróf og langt komin með öldungadeild, en að fara að gera bamaskóla- próf jafngilt gagnfræðaprófi bara af því aö karlmað- uráíhlut, þaðernúdálítiðspaugilegt(hiær...). Það er líka fáheyrt að vera dæmdur til að greiöa máls- kostnað eins og mér var gert í jæssum dómi. Það eru skýr skilaboð dómarans um að málsókn af þessu tagi sé argasta framhleypni." - Viöbrögö þín minna mig dálítiö á hvernig Brí- et Bjarnhéöinsdóttir tók mótlæti á sínum tíma, þegar hún sagöi aö þaö væri saltkorn í matinn sinn... „Já, mérfinnstekki að égsé á neinum stalli núna." - Núna ertu komin niöur afstallinum og finnst þér þaö betra? Samræmist þaö eitthvaö betur kvenímynd þinni? „Nei, nei ég er ekkert að meina það. En ég varð að skoða þetta alveg niður í kjölinn, skoöa hug minn upp á nýtt og endurmeta allt. Mér leið mjög illa eftir að málinu var vísað aft- urtil Héraðsdóms og held aö ég hafi verið búin að taka þetta allt út áður en dómurinn féll. Þetta var mikill léttir þótt tapið væru vonbrigði. Þetta hefur styrkt mig, það er eins og ég hafi losnað við einhvern klafa..." - En ertu ekkert hrædd um aö Hæstiréttur dæmi þér líka í óhag? „Jú, ég á alveg eins von á því, miðað við hvern- ig vitnaleiðslurnar voru. En ég er tilbúin að láta reyna á þetta til hlítar og ég sé alls ekki eftir að hafa fariö í þetta. Ég vona auðvitaö að máliö vinnist í Hæstarétti því það verður auðveldara fyrir aðrar konur að kæra þegar kominn er dómur. Ef maður er beittur svona miklu rang- læti þá verður maður aö gera eitthvað. Það er voðaiega erfitt að halda áfram á vinnustað eft- ir svona niðurlægingu, þaö þarf alveg sérstak- an karakter til að láta bjóða sér slíkt." - En ef máliö tapast líka í Hæstarétti, er þá dómstólaleiöin ónýt? „Það yrði minna áfall fyrir mig eftir að vera búin aö ganga í gegnum þetta. Ég er sannfærð um að ég hef réttan málstað að verja og ég vona auövitað að æðsti dómstóll landsins horfi ekki meö velþóknun á ranglætiö, þara ef það er tæknilega nógu vel útfært. En ef málið tapast er umræðan þó alltaf komin. Núna er búið að draga þessar hindranir fram í dagsljósiö, að það eru mismunandi viðhorf til hlutanna og ólíkt orðalag eftir því hvort karl eða kona á í hlut. Kannski þurfum við konur aö fara að venja okkur á meira titlatog, ég veit ekki. Annað sem ég flaskaöi á, eins og svo margar konur gera, það eru starfs- lýsingar, þær eru mjög mikilvægar. Svo verðum við konur að berjast fyrir betri Jafnréttislögum ef þessi reynast alveg tannlaus." - Ertu ekkert hrædd um aö veröa núna sett upp á stall fyrir aö vera svona góö- ur tapari, „hún er bara fædd til aö tapa þessi"? (Skellihlær.) „Nei ég er auövitað ekkert ánægð með að hafa tapað. Þetta var auðvitað áfall, en ég varð aö horfast í augu við þetta ogtaka þessu, það er ekk- ert hægt að hlaupa í felur. Núna er þetta staöreynd og mér finnst ég koma sterk og heil út úr því. Ég veit í hjarta mínu aö ég er að gera rétt. Ég finn þaö bara." j£nný sigfúsdóttir

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.