Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 29

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 29
ríða, aðrartil að eiga aðfélögum." (Bls. 97). Svo getur fólk auðvitað leikið sér að sömu setningum með öfugum formerkjum. Sögurnar eru fjölbreyttar og ólíkar að stíl og það er í rauninni ótrúlegt að geta lesið í einni lotu níu „erótískar sögur“ án þess að verða tómur í höfðinu og týnast í þlautum vörum og... Angurværð blandast oft skemmtilega kaldhæöni t.d. í lýsingunni á ungu konunni sem hafði svo litla lífslöngun að í „hvert sinn sem hún dró andann, vonaði hún að það yrði í hinsta sinn.“ (Bls. 52). Kaldhæðnin verður að hreinu háði T vandræðum aum- ingja Magdalenu í titilsögu bókarinnar þegar hún reynir að bæla seiðinginn í náranum og „náði hún sérí matreiðslubækurtil að beina hvötum líkamans á brautir sem hún vildi kannast við.“ (Bls. 25) Frumhvötun- um/nautnunum er stefnt saman og augljóst hvor hefur vinninginn í þetta skiptiö. Ég má að lokum til með hnýta örlítið í útlits- lýsingar persónanna sem mér þótti stundum of einhæfar að því leyti að konurnar hafa grun- samlega sléttan maga og mjúka húð. Karl- mennirnar eru aftur á móti með svo hrjúfar hendur að „grófleiki þeirra þakti húð hennar hárfínum rispum." (Bls. 57) Hvað varð eigin- lega um þriggja fellinga skvapmagann og va- selínmjúku skrifstofumannshendurnar, eða er ég þá kannski að fara fram á of mikið raun- sæi? Sólveig Jónasdóttir ^ilUM1í)íáíllV Kristín Marja Baldursdóttir Mál og menning 1995 B a k v i ð þennan forvitni- lega bók- artitil býr saga um k o n u r Þriggja kynslóða. Á s t i r þeirra og sorgir, valdabar- áttu og klæki, lyrirboða, verkalýðsátök, veislur, skömmtunarseðla, brjóst, bólur og - vináttu. Sögusviðið er sjávarpláss fáum árum eftir stríðslok, alþýða manna fárast yfir dýrtíöinni og atvinnuleysinu en allt er þó tíðindalaust þar til frú Freyja kemur heim frá Ameríku, - þá fær- ist líf í tuskurnar. Sagan er sögð frá sjónarhóli Öggu, sem fær strax illan bifur á „emerísku frænkunni" en gleðst þó yfir því að lognmollunni er svipt burt úr húsi þeirra ömmu og afa. í húsinu búa konur: Amma og Kidda í kjallaranum; fámál- ugar, einþykkar og traustar gamlar konur. Dódó og Ninna eru dætur ömmu, Dódó skvísa sem fellur fyrir dreng úr Reykjavík en Ninna einfeldningur, gæðablóð sem vinnur á elliheimili. Agga er móðurlaus dótturdóttir ömmu, kotroskin og hugmyndarík stelpa á tólfta ári T sögubyrjun en rétt ófermd í sögu- lok. Freyja hin fagra fór til Ameríku með offi- sér en snýr aftur ekkja sjö árum síðar. Hún er dóttir látinnar uppeldissystur ömmu og fær skjól T húsinu umyrðalaust, sömuleiðis Dísa vinkona með drengina sTna þegar hún þarf á að halda. Sagan snýst um þessar konur og eftir fremur hægan upptakt meðan þær eru kynnt- ar, tekur sagan kipp því Freyja sælist fljótt til JRA M&RS Kjonur eru frá Venus Bók sem bætir samskipti °g styrkir sambönd gefur svör sem viröast svo elnfmd, en fáir k,ma (orð ...hveljandl oggsfandl lesnlng..." scra Pálml Matlhiasson Dr. )ohn Gray þér qgþinutn jjfhð ktfjól „...John Gray bregður upp mjög athyglisverðri mynd af því hversu ólík kynin eru og hvað hægt er að gera lífið miklu árangursríkara rneð því að virða þá einföldu staðreynd að konur þurfa skilning og karlar þurfa traust.“ - Hildur Petersen, framkvœmdastjóri Hatis Petersen hf. „...Ég hvet fólk eindregið til að lesa bókina.“ -Sigurðitr Gísli Pálmason, Hagkaup. „...Bókin er mikilsvert framlag til jafnréttis og meiri skilnings milli karla og kvenna... Gefandi bók.“ - Birtia Benediktsdóttir formaður starfsmannafélags Flugleiða. „...Dr. Jolin Gray setur umræðuna um samskipti kynjanna í nýjan farveg, spennandi og skemmtilegan búning sem öllum er auðskilinn.“ - Sigtryggurjónsson, sálfrœðingur. jól bækurnar

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.