Vera


Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 34

Vera - 01.12.1995, Blaðsíða 34
jól bækurnar 'Jmðjn nétiii Nína Björk Árnadóttir Iðurw 1995 Þ e s s i s a g a f j a 11 a r um fólk} leit að s j á I f u sér og ástinni I nútíma- þjóðfé- lagi þar sem ein- angrun og firring stendur tilfinningunum fyrir þrifum. Kastljósinu er beint að hinum ýmsu tegundum tilfinninga- sambanda, allt frá móðurástinni til samkyn- hneigðar. Aöalpersónur bókarinnar eru allar í jaðar- stöðu samfélagsins. Þær eru valdalausar og falla ekki inn T karlveldisþjóðfélagið sem þær þó tilheyra. Ernu kynnumst við úr dag- bók hennar sem hefst þegar hún er 24 ára gömul. Erna er brotin tilfinningalega, faðir hennar, sem var henni allt, er látin og upp- eldið hjá sinnisveikri móður sem finnst „sól- in hafa misst birtu sína" (89) hefur áhrif á líðan hennar. Skuggar fortíðarinnar gera líf hennar tómlegt og kalt en loks giftist hún Gunnlaugi og fer að halda við Sigfús, besta vin eiginmannsins. Þó bæði samböndin virðist smituð af ástleysi og vonbrigðum æskunnar þá verða þau til þess að Erna byrjar á ný að skrifa í dagbókina sína; hún lifnar við og ætlar að „byrja nýtt líf" (9). Þessi ástarþrihyrningur er síður en svo fullnægjandi fyrir Ernu og fyrir tilviljun kynn- ist hún Sunnu og Guðmundi og verður þar eitt horn í nýjum ástarþrihyrningi, sem er bæði flóknari og tilfinningaþrungnari en sá fyrri. Þarfinnur hún ástina sem hún vill fórna öllu fyrir, ástina sem upþfyllir tómarúmið í sjálfinu. Líkt og Erna skrifar Guðmundur sína sögu sjálfur. Þannig kynnumst við erfiðri æsku hans þar sem ofbeldi og höfnun ber hæst. Upþlýsingar um Sunnu fáum við í gegnum skrif þessara tveggja ástarþurfandi einstaklinga sem eiga margt sameiginlegt en eru samt svo ólík. Þau dá og dýrka Sunnu sem að sjálfsögðu stendur ekki und- ir væntingum og loks gefst Sunna upp á ást- inni. í bréfi til Guðmundar segir hún: Ég elska engan. Ég ætla aldrei að elska. Þaö er of sárt.“ (137) Ást þeirra þriggja er dýru verði keypt, eitt geldur með frelsi sínu, ann- að með lífinu og þriðja með voninni. Örlög Guðmundar og Ernu fléttast á tilvilj- unarkenndan hátt inn í daglegt líf utangarös- mannanna Siddó og Valda. Þeir segja ekki sína sögu sjálfir heldur er þeim lýst utanfrá og einnig skyggnst inn í hug þeirra á allt ann- an hátt en annarra þersóna. Vinskaþur þeirra er sannur líkt og ást þeirra á Ernu er, þrátt fýrir að hún sé dáin þegar sú ást kvikn- ar. Hér er manngæska og náungakærleikur til umfjöllunar, maðurinn hefur sig upp úr eigingiminni oggefur sig á vald tilfinningum sem er augljóst aö hann muni aldrei „græða á". Þriðja ástin er hrifandi erótísk saga um baráttuna milli Ijóss og skugga I tilveru per- sónanna. Thomas J. Rice hefur kynnt þá kenningu sína aö í Odysseifi haldi James Joyce því fram að frelsun mannsins sé fólg- in í þeim möguleika hans að yfirstíga sjálf sitt og sjálfselsku, og sýna meðbræðrum sínum og systrum meðaumkun, samúð og ást. í þriðju ástinni má heyra þetta gamla stef í nýrri útgáfu. Bæði Erna og Guðmund- ur vilja eiga Sunnu, hjá henni finna þau birt- una og sjálf sitt. Ástin gegnir því hlutverki að uppfylla tómið. Siddó og Valdi gefa sig hins- vegar að tilfinningum sínum en þiggja ekkert. Sigrún Elíasar Öcilttttt WllÍJVÍÖ(U‘ Síðasta heimsókn Guðríðar Símonar- dóttur í kirkju Hallgríms Steinunn Jóhannesdóttir Fífan 1995 Stelnunn Jóhannesdóttír .^>ctmuv WuíníÍKU* Síðaxta hoim*ðkn (iuðriðar Símonardóttur í klrkju llallgrima Að lesa leikrit er a I I a j a f n a a n n a ð en að I e s a s k á I d - s ö g u . Við lest- ur skáld- s ö g u n o t a r lesand- inn ímyndunaraflið til að fylla út í rýmið og sjá fyrir sér persónur. Leikrit hafa oft þessa sviðslýsingu skrifaða og lesandinn fær litlu að ráða, hann þarf að sjá fýrir sér það sama og höfundurinn gerði. Eftir því sem sviðslýs- ingar eru minni er auðveldara að lesa leikrit á bók. Leikritið Heimur Guðriðar er nýútkomið á bóken það hefurverið sýntí Hallgrimskirkju, þar sem ég sá það, og einnig á landsbyggð- inni. Leikritið er skrifað sem „eintal fyrir þrjá leikara og orgel". Persónurnar eru Guðriður Símonardóttir sem gömul kona, Guðríður Símonardóttir á yngri árum og Hallgrimur Pétursson. Verkið hefst þar sem Guðriður situr í kirkjunni í Saurbæ og ákallar Hallgrím liðinn. Hún veltir fyrir sér hvers vegna guð lætur hana lifa eina son þeirra Hallgrims, sem komst til fullorðinsára, líkt og hún hef- ur lifað alla aðra sem hún hefur elskað. Drottinn er hinn mikli kennari og refsari, hann gefur og hann tekur, en inn á milli veit- ir hann blessun. Guðriður spyr: „Er það vegna sonar sem ég yfirgaf sem nú er son- ur af mér tekinn?" Guðriður ásamt ungum syni var numin á brott af Tyrkjum og seld í ánauð. Níu árum síðar kemur sendisveinn konungs og kaupir nokkuð af fólkinu til baka en börnin urðu eft- ir vegna þess að þau voru ekki kristin leng- ur. Leiðir þeirra mæðgina skilja því þegar Guðríður heldur heim. Hópurinn hefur vetur- setu í Kaupmannahöfn. Kennari þeirra og endurfræðari í kristinni trú er Hallgrímur. Fyrstu kynni þeirra Guðriðar og Hallgrims verða til þess að hún öðlast sitt fyrra líf aft- ur, hún losar sig úr viðjum ambáttar og verð- ur sjálfstæð kona. Þegar á líður fær Hall- grímur hana til aö gleyma því lífi og þeim skuldbindingum sem hún þá hafði gert. Hún öðlast nýtt líf með honum. Tvisvar sinnum verða umskiptin alger í lífi Guðriðar. Hin fyrri þegar hún fer til Tyrk- lands. Umhverfiö er allt annaö og hún er ekki eiginkona neins og aðeins móðir að litlu leyti þar sem sonurinn er tekinn í hús „deyjans". Þegar hún snýr til baka kemur hún í þjóðfélag sem hún þekkir og þó ekki. Hún er ein, hún á ekkert og enginn á hana. Aldrei lét hún bugast, trúin og ástin hélt í henni lífi. Guöriður þurfti að gleyma harmi sínum þó ekki væri nema augnablik og það gat hún með hinum unga skólapilti Hall- grimi. Hann þurfti ást og umhyggju móður og ástkonu, lífsreynda konu sem trúði þegar hann efaðist. Aldursmunurinn þurrkaðist út með árunum, var „skyndilega að engu orð- inn“, vegna lífsreynslunnar sem þau deildu.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.