Ritmennt - 01.01.1999, Page 28

Ritmennt - 01.01.1999, Page 28
VETURLIÐI ÓSKARSSON RITMENNT Fáein orð um biblíu- félög F k e i n Ord X, uin Uppruna og Utbreidslu þtirr. i▼ o kðlludu BibJíu-Fólaga; Knu piuannahtífn. 1'rcuUil Li< J) o r » 1 r i u I li, IWnjcl, i 8i5- Landsbókasafn. íslendinga í þjónustu sinni, einkum námsmenn, og skrifuðu þeir upp handrit fyrir hann. Hefur Ásmundur kannski sinnt slíkum störfum. Hans er þó hvergi getið sem stúdents við Hafnarhá- skóla, að best verður séð, né heldur sem skrifara í slcrám yfir handrit í Árnasafni, Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn eða Landsbókasafni í Reykjavík. Þriðji bæklingurinn er Fáein Ord um Uppruna og Utbreidslu þeirra svo kölludu Biblíu-Félaga, prentaður „hiá Þorsteini E. Rangel" og gefinn út í Kaupmannahöfn 1815. Bæklingurinn er sextán síður, 16,2X10,3 sm að stærð, prentaður með latínuletri en eklci gotnesku eins og önnur prentuð rit í safnbindinu. Bæk- lingurinn er kynning á Biblíufélaginu breska sem stofnað var 1804, ætluð landsmönnum á íslandi. Er saga félagsins rakin og þeirra landa getið þar sem afsprengi þess hafa staðið að útgáfum á Biblíunni og Nýja testamentinu. Höfundur er eltki nefndur en hann var skoski presturinn Ebenezer Henderson (1784-1858).32 Henderson dvaldist á yngri árum langdvölum í Kaupmannahöfn, fyrst 1805-07 og síðar við nám 1812-14. Enn dvaldist hann þar í borg 1815-16 og 1818-19. Frá 1831 var hann prófessor í guðfræði og austurlenskum málum í Lundúnum og varð árið 1840 doktor í guðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla.33 Árið 1814 stóð hann fyrir því að Danska biblíufélagið var stofnað að fyrirmynd hins breska og sama ár tók hann sér ferð á hendur til íslands á vegum Breska biblíufélagsins. Hann dvaldist hér tvö sumur og einn vet- ur og seldi og gaf landsmönnum íslenska biblíu (Grútarbiblíuna svokölluðu) sem prentuð var á kostnað Breska biblíufélagsins. Um ferðir sínar um ísland skrifaði hann merka bók sem kom út 1818 (þýdd á íslensku 1957). Henderson var mikill málamaður og predikaði á dönsku eftir ársdvöl í Höfn 1806.34 En þrátt fyrir dágóða þekkingu á íslenskri tungu hefur Henderson varla skrif- að „Fáein orð" á íslensku, heldur fengið íslending til að þýða verkið enda er málfar á því óaðfinnanlegt. Læt ég mér detta í hug að þýðandinn hafi verið Finnur Magnússon prófessor. Finnur átti 32 Erslew 1843:633, sbr. Halldór Hermannsson 1914:236. Bibliotheca Danica getur ritsins án höfundarnafns. 33 Sjá Felix Ólafsson 1981 um dvöl Hendersons í Kaupmannahöfn og fræðistörf hans. 34 Felix Ólafsson 1981:67. 24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.