Ritmennt - 01.01.1999, Side 93

Ritmennt - 01.01.1999, Side 93
RITMENNT 15EETHOVEN í TJARNARGÖTUNNI þras um stjórnmál og hagsmuni" hafi vikið á forsíðum dagblaðanna um stundarsakir. Hann heldur áfram og segir: Jafnvel bresku stórblöðin létu svo um mælt, að Beethoven væri sá maðurinn, sem mundi hafa auðgað heiminn mest. Ef leita skal slíkra áhrifa mikilmennis, þá verður að fara nær 2000 ár aftur í tímann, því að eftir Krist mun varla nokkurt mikilmenni hafa náð slíkum tökum á heiminum eins og Beethoven.11 Jóni virðist hafa verið fyllsta alvara með þessum orðum sínum, og í þýskri dagblaðs- grein sem birtist í mars þetta sama ár lcem- ur í fyrsta sinn glögglega í ljós að Jón leit elelci aðeins á Beetlroven sem fyrirmynd, heldur leit hann á sjálfan sig og verk sín sem nokkurs konar framhald á ævistarfi Beethovens. I greininni sem ber yfirskrift- ina „Der nordische Beethoven" reynir Jón að rölcstyðja þá slcoðun sína að í verlcum Beethovens hafi sannur norrænn andi birst í tónlistinni í fyrsta sinn.12 Noklcrum árum síðar lcomst Jón svo að orði hvað þetta varð- aði: Fyrir daga Beethovens var tónlistin aðallega und- ir suðrænum áhrifum og oft voru tónverkin frek- ar nolckurslconar form-leilcur, jafnvel stundum að eins yfirborðsleg slcemtun. Það er eins og Beethoven opni fyrstur allan heim mannlegrar sálar fyrir tónlistinni. Bæði þetta og annað í list hans má telja norrænt fyrirbrigði. Um leið koma einnig hin þjóðlegu einkenni slcýrar fram í list Beethovens, þegar á líður æfina, greinilega nor- rænn fallandi, jafnvel stundum í lílcingu við ís- lenzlcu rímnalögin, svo og önnur norræn tóna- lcend, sem of langt yrði að útslcýra hér [...].13 I bólc sinni um listræna lcöllun Islands telcur Jón m.a. dæmi úr Eroicu-sinfóníunni til að sýna fram á tengsl Beethovens við „norræna tónalcend" og nefnir sérstalclega noklcra talcta þar sem þrískipt hljóðfallið er líkt og „slegið í sundur með þungurn höggum lrinnar norrænu lietju".14 Með uppgötvun sinni á „norrænum" ein- lcennum Beethovens hafði Jón lolcs fundið tónsmíðastarfi sínu verðugan tilgang: að þróa enn frekar hið norræna tónlistareðli eins og það birtist honum í verkum Beet- hovens. Árið 1930 laulc Jón við hljómsveit- artilbrigði við stef úr strengjatríói Beet- hovens op. 8, eftir að hafa unnið að verkinu af og til í 10 ár. Jón lcallaði verlcið Variazioni Pastorali og gaf því sama ópusnúmer og um- rætt strengjatríó Beethovens, opus 8. Ópus- númerið var langt frá því að vera valið af handahófi, enda hafði Jón þá þegar lolcið við verlc sín fram að op. 14a (sönglög við texta Jólianns Jónssonar, samin á árunum 1929-30), en geymdi áttunda ópusnúmerið fyrir Beethoven-tilbrigðin. Með þessu virð- 11 „Erfðaskrá Becthovens", í Eimreiðinni 33 (1927), 264-67. Þýskur texti bréfsins er m.a. prentaður í nýlegri heildarútgáfu á bréfum Beethovens (Sieg- hard Brandenburg, ritstj.: Ludwig van Beethoven - Briefwechsel, Gesamtausgabe, [Múnchen: G. Henle, 1996), hefti 1 (1783-1807), bls. 121-23). 12 „Der nordische Beethoven", Rheinisch-West- fálische Zeitung, 13. mars 1927. Greinin birtist einnig f Deutsche Militár-Musiker-Zeitung, 7. sept- ember 1929. 13 Utvarpskynning á tónlist Beethovens, útvarpað 29. júlí 1934. (Handritadeild Landsbókasafns, gjöf Þor- bjargar Leifs.) 14 Islands kiinstlerische Anregung, bls. 58: „In der Durchfuhrung des ersten Satzes wird aber das Gleichmass des Taktes wie mit einem wuchtigen Aufbáuincn des nordwestlichcn Kampfers zer- schlagen: es fallen abwechselnd schwere Akzente des zwei- und drei-teiligen Taktes, ganz áhnlich wie in den durch nordischen Stabreim geformten islándischen Reimweisen". Hér á Jón greinilega við kaflann sem fyrst heyrist í töktum 123-131 í fram- sögu fyrsta þáttar. 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.