Ritmennt - 01.01.1999, Page 111

Ritmennt - 01.01.1999, Page 111
RITMENNT LEYNIMELUR 13 SNÝST í HARMLEIK hafa verið slys, enginn hafi ætlað að drepa hann: Á hinn bóginn var brjálæði af honum að vera með mótþróa þegar þeir ætluðu að taka hann fastan. Á sama tíma var verið að skjóta úti um allan bæ - þar sem ég sjálfur lokaðist inni - og víða þar sem félagar úr andspyrnuhreyfingunni birtust var tekið á móti þeim með vélbyssuslcot- hríð. Svo það var elclci skrýtið þótt þeir væru taugaveiklaðir. Menn vissu ýmislegt afar óheppi- legt um Kamban, það er sannað að hann stóð í sambandi bæði við nasistana hér og Þjóðverja - og flestir þeirra höfðu vopn undir höndum. Ég hef lesið grein Kristjáns Albertssonar í Morgun- blaðinu, þar er þagað um mjög veigamikla hluti, t.d. að Kamban bjó sem gestur á Knuthenborg hjá Knuth greifa sem var einn af allra verstu land- ráðamönnunum. Magister Werner við Utvarpið hefur einnig sagt mér að Kamban hafi reynt að fá Þjóðverja til að knýja í gegn að hann yrði ráðinn leikstjóri við Utvarpið. Það strandaði einungis á því að hann heimtaði 1000 kr. fyrir hvert leik- stjórnarverkefni (venjuleg greiðsla er 300 kr.). Þá létu Þjóðverjar kröfuna niður falla, þeir voru að þessu sinni tiltölulega skikkanlegir, og lcröfðust þess ekki að maður, sem hefði verið ráðinn í skjóli þeirra, fengi hærra kaup en aðrir leikstjór- ar. - Ég hef ekki sannanir fyrir fleiri af þeim sögusögnum sem ganga um Kamban, en þetta sem ég hef nefnt hefði nægt til að koma í veg fyr- ir að hann hefði nokkurn tímann fengið leikrit flutt eða bók gefna út eftir sig í Danmörku. Við hörmum öll endalok hans - en jafn „saklaus" og Kristján vill gera hann, það var hann eltki. Hann launaði Dönum illa þá gestrisni sem þeir höfðu sýnt honum alla tíð. Þetta er ég að skrifa til þess að ekki verði til á íslandi goðsaga um mikið ís- lenskt skáld sem var myrtur saklaus af Dönum. Við orð Gunnars um framferði Kambans á stríðsárunum er skylt að bæta því að Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur hefur í bók- inni Beilínarblús birt niðurstöður ítarlegra rannsókna sinna á þessum tíma í lífi sltálds- I’jóðminjasafn íslands. Guðmundur Kamban (1888-1945). ins, einkum að því er varðar samskipti hans við Þjóðverja og þýsk hernámsyfirvöld í Danmörku. Koma þær í hvívetna heirn við það sem Gunnar segir um viðskipti hans við danslca útvarpið.6 Af eigin högum lætur Gunnar vel. Hann segir Haraldi að hann hafi næsturn alveg lagt leiklistina á hilluna og fáist nú rnest við kvikmyndagerð. Hann kveðst m.a. hafa gert mynd um „dómkirkjuna í Hróarskeldu, danskar konungagrafir, hverfið við Adel- og 6 Sjá Ásgeir Guðmundsson, Berlínarblús (Reykjavík 1996), bls. 205-09. 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.