Ritmennt - 01.01.1999, Page 122

Ritmennt - 01.01.1999, Page 122
JÓN VIÐAR JÓNSSON RITMENNT fyrir, að hún hafi lent í sterkum andbyr og neyðist nú til að draga saman seglin til mik- illa muna. Honum leikur forvitni á að fregna af ráðagerðum Haralds og félaga, og hann nefnir að sér hafi borist boð um að koma til Reykjavíkur til að vera viðstaddur opnun Þjóðleikhússins sem þá stóð fyrir dyrum. En tekjur dansks kvikmyndagerðar- manns séu því miður ekki svo ríflegar að hann hafi ráð á því. Ekki stendur á svörum hjá Haraldi sem skrifar 14. apríl og segist hafa verið að dreyma Gunnar svo mikið nóttina áður en bréfið barst honum í hendur. Undirbúning- ur að kvikmyndun Leynimelsins er á full- um skriði: Við erum ekki enn byrjaðir, og hefur hitt og þetta ollið töfum. Nú höfum við fengið þau verkfæri, að mestu leyti, sem til þarf. Við höfum fengið sæmilegt húsnæði til filmtöku. Verið er að skrifa manuskriftið, ég lagði ekki í að gera það sjálfur, var allt of bundinn við leiksviðið, en ég vona að það handrit, sem við fáum sé all sæmi- legt. Opnun Þjóðleikhússins hefur einnig tafið mikið fyrir okkur, þar sem allir virkir leikarar hér eru starfandi þar að einhverju leyti, um þess- ar mundir. Indriði Waage mun verða leikstjóri okkar við filmuna. Alfred mun leika aðalhlut- verkið, klæðskerann, en ég mun leika mitt gamla hlutverk, skósmiðinn. Við munum leitast vió að hafa eins góða leikara og kostur er á hér á landi, í hverju hlutverki. Við höfum gert samn- ing við Tjarnarbíó (Háskóla-bíóið) og mun það leggja fram peninga til framkvæmdanna. Takist myndatakan og leikurinn sæmilega, er ég ekkert hræddur um að við munum ekki fá góða aðsókn, og að við þénum ekki á fyrirtækinu. Sören Sören- son mun taka myndina, og er liann ágætis film- tökumaóur, að minnsta kosti á okkar mæli- kvarða. Nú hefur mér dottið dálítið í hug í sam- bandi við þetta, Gunnar minn. Þú segir í bréfi þínu að það sé mikið að draga úr kúltúrfilm- framleiðslu í Danmörku, og geri ég því ráð fyrir að þú hafir minna að gera í náinni framtíð, en hingað til. Væri það hugsanlegt að þú vildir koma hingað til íslands í þrjá til fjóra mánuði, hjálpa okkur með Leynimelinn, og einnig vinna hér að fræðslufilmum? Kaupið, til að byrja með, yrði náttúrlega eklti hátt, en þó svo að þú gætir lifað góðu lífi á því meðan þú ert hér. Ef þér félli þetta starf vel, og samvinnan yrði góð hjá þér og þeim sem þú ynnir með, sem í þessu tilfelli yrði Sören Sörenson, þá gæti verið að þú gætir skapað þér framtíðarvinnu hér á landi, það er að segja ef Sögu vex fiskur um hrygg og getur haldið áfram að starfa. Ég veit að ef við getum telcið filmur, sem hægt er að senda til útlanda og selja þar, svo við getum skaffað landinu einhvern gjaldeyri, þá munum við fá aukin leyfi fyrir því sem okkur vantar til þess að framleiðsla okkar geti orðið betri. Ég hefi fært þetta í tal við forstjóra Sögu, Sören, og einnig Waage og hafa þeir tekið vel í það. Nú á ég bara eftir að tala við forstjóra Tjarn- arbíós, og geri ég ráð fyrir að hann verði tillög- unni fylgjandi. Það var eiginlega Alfred, sem benti mér á þessa möguleika til að byrja með. Hann segir honum að Sören sé á leið til Kaupmannahafnar innan skamms og muni hann hafa samband við Gunnar. Hann hvet- ur Gunnar mjög til að hugsa málið, hann hefði gaman af að koma aftur til íslands og sjá allar breytingarnar og svo gæti þetta orð- ið nokkurs konar sumarfrí fyrir hann. En fleira hangir á spýtunni: „Einnig er ekki óhugsanlegt að þú getir skapað mér hér góða framtíðarstöðu, sem brautryðjandi íslenskr- ar kvikmyndagerðar. Þú athugar málið, vin- ur." í kvikmyndamálum íslendinga er annars margt á seyði: Þú hefur auðvitað heyrt að Frakkar liafa haft liug á að filma Fjalla-Eyvind, en það mál hefur strand- að vegna framkomu Stefs, svo ekki veit ég hvað úr því verður. Þetta Stef, með fón Leifs í broddi 118
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.