Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 5

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 5
 UMSJÓN: JFF KONUR ERU EKKI SKEPNUR Á eyjunni Papúa Nýju Gíneu, sem liggur norður af Ástralíu, hefur það tíðkast í gegnum aldir að konur sóu falboðnar til annarra ættbálka. í af- skekktu þorpi á eyjunni hefur ung kona að nafni Miram Wilgnal nú brot- ið blað í sögu ættbálkanna og neitar að gangast undir aldagamlar hefðir þar sem konur eru með- höndlaðar sem söluvara, að sögn blaðsins International Herald Tribune. „Ég ætla mér að læra vélritun og óg vil ekki þurfa að reiða mig á karlmann það sem eftir er,“ er haft eftir Miriam. Kærð fyrir sannleiksorð Þegar leikkonan Brigitte Bardot gaf út endurminn ingar sínar fyrir skömmu kærðu bæði fyrrverandi eiginmaður hennar og son- ur hana fyrir meiðyrði. í bókinni talar Birgitte um að hún hafi kornung aldrei viljað ganga í þetta hjónaband og því síður eignast barn. í endurminningum sínum fer Brigitte að- eins fögrum orðum um son sinn, sem ólst upp hjá föðurforeldrum sínum, en samt heimtar hann háar skaðabætur af móður sinni vegna meiðyrða. Mæður hafa greinilega ekki rétt á að segja sannleikann. Þeirra eigin sannleika! Þessar yfirlýsingar hennar urðu til þess að meðlimir ættbálkanna ólguðu af reiði út í ungu konuna svo hún varð að flýja heimaslóð- irnar og nánast dveljast í útlegð í höfuðborg- inni Port Moresby. Ástæðan íyrir því að selja átti Miriam yfir til annars ættbálks er sú að krafist var skaðabóta fyrir það að fólk hennar banaði ættarhöfðingja af öðrum ættflokki. Skaðabæturnar hljóðuðu upp á nokkrar þús- undir dollara, 25 svín og hina 18 ára gömlu Miriam. Lögfræðingur Miriam, kona að nafni Susan Balen sem einnig braust út úr hefðbundnu mynstri ættbálkanna, hefur kært málið til dómstóla og segist ætla að skora á hólm gaml- ar ættbálkavenjur á móti skrifuðum lögum. „Mál Miriam setur tímamót í sögu kvenfrelsis og jafnræðis kynjanna hér í landi,“ segir lög- fræðingurinn. „Konur eru ekki skepnur". / fýlu af því að kanur fá að spila með A-T f >0 . tí w í síðasta tölublaði Veru var greint frá því að hin ýmsu bandarísku kvennasamtök sknruðu á túnlistarunnendur að sniðganga túnleika Fflharmúníusveitar Vínarborgar vegna kvenfjandsamlegrar framkomu meðlima sveitar- innar. Nú hefur konum verið legfður aðgangur að hljúm- sveitinni og í sjúklegri hégúmagirni hefur gfirstrákur- inn, Werner Resl [B1J, sagt upp störfum af þeim sökum. Fari hann með fýlu og skömm en Vera fagnar inngöngu kvennanna. Eru konur 6atriþingmann? I nýlegri skoöanakönnun sem gerö var rétt fyrir þingkosningarnar í Frakklandi fyrir skemmstu kom í Ijós aö Frakkar óska sér þingmanna sem eru ungir, kraftmiklir og kvenkyns. í könnuninni kemur jafnframt í Ijós aö á meöan einn fjóröi íbúa landsins óskar sér karl- manna sem fulltrúa sinna á þingi eru helmingi fleiri sem myndu heldur kjósa konur. Fyrir kosningarnar í Frakklandi áttu aöeins 32 konur, eöa 5,5% sæti á þingi en eftir nýafstaönar kosningar fjölgaöi þeim í 64. Þaö var athyglis- vert aö fylgjast meö því hvaö frönsku flokkarnir lögöu mikla áherslu á aö fjölga konum á þingi til aö svara kalli þjóðarinnar. IVIeira aö segja Chirac for- seti gaf út þá yfirlýsingu í opnu bréfi til þjóðarinnar fyrir kosningar aö hon- um væri mikiö í mun aö opna mögu- leika kvenna til þátttöku í stjórnmál- um. „Konur eru fulltrúar nýrra tíma og gerendur í þjóöfélaginu. Ég skuldbind mig til aö leita allra leiöa og gera allt sem í mínu valdi stendur til aö styöja þátttöku þeirra í stjórnmálum." Undir- okun kvenna í þjóöfélögum heims breytist ekki með fögrum oörum karl- kyns stjórnmálamanna en erum við ekki á réttri leiö þegar málefni kvenna eru orðin aö örvæntingarfullum kosn- ingaloforöum hefðbundnu flokkanna? Fjölgun kvenna á þingi, eftir nýaf- staönar kosningar í Bretlandi og Frakklandi, sýna aö afturhaldssemi karlaflokkanna er á undanhaldi. ÞÚ MÁTT BERJA HANA EF ÞÚ CIFTIST HENNI! Kvennablaöib Cosmopolitian baö sex aug- lýsingastofur nýveriö aö hanna auglýsingu undir kjöroröinu „Er hægt aö bjarga femín- ismanum?" Lesendur blaösins fengu síöan aö kjósa um þaö hver þessara auglýsinga höföaöi best til þeirra. Auglýsingin sem þótti skara fram úr sýnir mynd af konu og yfirskrift myndarinnar er: „Þú mátt van- viröa hana. Þú mátt berja hana. Þú mátt nauöga henni. En fyrst veröur þú aö giftast henni." Sterk auglýsing sem hittir í mark og minnir okkur á hvaö réttarkerfi okkar er brenglaö. v ara 5

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.