Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 27

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 27
það svo að þann morgun sem ég sit hjá henni, hring- ir síminn stöðugt. „Eg reyni að leysa öll mál sem koma inn á borð til mín,“ segir Guðrún þegar hún hefur kvatt einn viðmælanda sinn. Það þýðir þó ekki að hún snúist persónulega út og suður - heldur leið- beinir hún fólki með hvert það eigi að snúa sér og við hvern það eigi að tala. Borgarkerfið er viðamik- ið og flókið og ekki alltaf ljóst hvert maður á að leita. En við vorum að tala um félagsmálaráð... „Félagsmálaráð er stjórnunarnefnd fyrir Félags- málastofnun. Undir hana heyrir öll félagsleg þjón- usta í Reykjavík, hvort heldur er við börn eða gam- almenni," segir Guðrún. Undir stofnunina heyra lík- lega um 2000 starfsmenn og að sjálfsögðu er þessi málaflokkur dýr. „Öll félagsleg þjónusta er dýr,“ segir Guðrún. Undir Félagsmálastofnun heyra tugir stofnana; allar félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra - fimmtán talsins, öll vistheimili, áfangastaðir, fjöl- skylduheimili, hjúkurnarheimili, vernduð heimili, sá hluti þjónustu við fatlaða sem snýr að sveitarfélög- um og hverfaskrifstofur. Síðan eru það stuðnings- fjölskyldur, tilsjónarmenn og liðsmenn í málefnum fatlaðra, auk þess sem allar leiguíbúðir fyrir eldri og yngri tilheyra stofnuninni. Enn eru ótalin venjuleg svið, eins og rekstrarsvið, aðalskrifstofa og þess háttar. „Þetta er þannig málaflokkur að hann þjónar ein- staklingum. Þess vegna er mikið af áreitum í honum - og það er eðlilegt,“ segir Guðrún. „Við erum að fjalla um Iíf og afdrif fólks og það er eðlilegt að því fylgi mikið áreiti.“ Guðrún var í félagsmálaráði á fyrra kjörtímabili. „Ég vissi því alveg að hverju ég gekk,“ segir hún. „Þetta er mjög spennandi og ögrandi verkefni. Það var ekki hvað síst ögrandi og spennandi að ég þekkti kerfið utan frá, þar sem ég hafði þurft að biðja um þjónustu fyrir skjólstæðinga mína af Landspítalan- um. Þar af leiðandi vissi ég líka rnjög vel um þau göt sem hafa verið á þessu kerfi og hvað mætti betur fara í þjónustunni. Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé kerfi sem eigi að vera til fyrir fólkið. Starfsfólkið er fyrst og fremst þjónar þess. Það hefur verið mjög mikilvægt að gera kerfið eins skilvirkt og hægt er, þannig að þjónustan sé góð, persónuleg og skilvirk. Fólk fái svör og viti hvar það stendur." En hvert hefur verið meginverkefni ykkar á þessu kjörtímahili? „Eitt meginverkefnið hefur verið að vinna að skipulagsbreytingum, bæði í félagslegu þjónustunni og í þjónustu við aldraða. Við höfurn líka gert mikl- ar kerfisbreytingar innan frá, þ.e.a.s. við höfum unnið að endurskipulagningu á stofnuninni allri og þá er fyrst og fremst verið að styrkja hverfaþjónust- una þannig að hverfaskrifstofurnar eru með fleiri verkefni en þær höfðu áður. Var það gert til þess að fá heildarsýn yfir hvert hverfi fyrir sig - og heildar- sýn yfir aðstæður fólks á hverjum tíma. Það var hætt að aðgreina fjölskyldur og sú breyting hefur gefist mjög vcl og það er mesta ánægjan með þær. Áður var kerfið þannig að við vorum með sér- staka unglingadeild. Flún er ekki lengur til sem slík, heldur hefur henni verið komið á forvarnasvið að hluta. Nú eru þeir sem áður voru á unglingadeild staðsettir í hverfum og eru sérfræðingar í þessum málaflokki. Það er búið að setja inn fyrirbyggjandi þætti, því það má ekki gleyma því að stofnunin hef- ur með höndum fyrirbyggjandi starf, til dæmis í málefnum barna og unglinga." Var engin tregða í kerfinu þegar átti að fara að breyta þvíf „Það er alltaf erfitt að breyta og maður gengur Guörún Ögmundsóttir, borgarfulltrúi og formaöur félagsmálaráös, þekkti félagmálakerfí borgarinnar vel og hefur tekiö virkan þátt í aö breyta því til betri vegar. Þaö hefur verið mjög mikilvægt að gera kerfiö eins skilvirkt og hægt er, þannig að þjón- ustan sé góö, per- sónuleg og skil- virk. Fólk fái svör og viti hvar þaö stendur." 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.