Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 28

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 28
 'Z'i 5 t a I stöðugt á veggi. Fólk er hrætt við breytingar; það veit hvað það hefur en veit kannski ekki hvað það fær. En það sem var gott fyrir fimmtán árum er ekk- ert endilega gott í dag. Við verðum að hafa kjark til að skoða það sem við erum með, vegna þess að þetta er þjónustustofnun. Auðvitað er ekkert af þessu ein- falt og ég get vel skilið að starfsfólk verði órólegt, en á meðan ekki er verið að skera niður neitt og ekki verið að leggja niður störf, þá er mjög mikilvægt að þora að fara út í umræður um hvernig þurfi að breyta. Við verðum að spyrja okkur hvernig við vilj- um að þetta líti út, spyrja hvernig við þjónum fjöl- skyldum best - og það er mjög mikilvægt að þjóna fjölskyldunni heildstætt. Ef það eru neysluvandamál og erfiðleikar með ungling, þá hlýtur hann að koma úr einhverju umhverfi. Hann er ekki sjálfsprottinn og því hlýtur að þurfa að ganga inn í málefni fjöl- skyldunnar þannig að hún sé studd til að taka á þeim vanda sem fyrir er. Það þarf að meðhöndla hana sem heild. Við getum líka tekið dæmi um öldrunarþjónust- una og skipulagið á henni. Aður fyrr þurftirðu kannski að tala við fjóra mismunandi félagsráðgjafa út af tímabundinni fjárhagsaðstoð: Einn út af vist- unarmálum, einn út af íbúðarmálum og síðan við einhverja toppa til að þrýsta á. Nú er þetta miðlægt í hverju þjónustuhverfi fyrir sig. Einn einstaklingur - einn félagsráðgjafi, með alla yfirsýn í viðkomandi málum einstaklingsins. Þú getur ímyndað þér hvort þetta breyti ekki miklu í þjónustu fyrir einstakling- ana. Það er því alveg nauðsynlegt að gera breyting- ar og maður verður bara að hafa kjark til að taka kerfi, henda því upp í loft og raða því upp á nýtt. Annað gott dæmi um kerfi sem var tekið og hent upp í loft er fjárhagsaðstoðarkerfið. Það sem knúði á breytingar á því er að þetta var orðið mjög stórt og mikið kerfi og bauð upp á mikla mismunun. Þú gast verið með fólk í sömu aðstoð í tveimur hverfum. Á öðrum staðnum fékk það allt upp í 120 þúsund krónur, en á hinum 20 þúsund. Það var mjög erfitt að lesa út úr því hvers vegna þessi mismunun var til staðar - hvað fór í hvað - því þá var meira nýtt það sem kallað var heimildargreiðsla á einum stað en öðrum. Þá gat komið til mismunandi þekking félags- ráðgjafa eða ólík túlkun þeirra á reglum. Það var mjög erfitt að sjá í hvað aðstoðin fór. Sums staðar var greitt sérstaklega vegna barna, en ekki á öðrum stað, o.s.frv. Þannig að það varð að taka kerfið, henda því upp í loft og byrja að skoða upp á nýtt. Númer eitt var að tryggja jafnræði meðal þeirra sem nutu fjárhagsaðstoðar. Númer tvö að gera kerf- ið gegnsætt, þannig að hægt sé að sjá á mánaðar- fresti í hvað fjármunirnir fara. Það sem hefur líka gerst á síðari árum er að starfsumhverfi stofnana hefur breyst gríðarlega með lögum; barnaverndar- lögum, upplýsingalögum og stjórnsýslulögum. Allir hlutir verða að vera miklu skýrari og vel rökstuddir. En þessar breytingar hafa auðvitað sjálfkrafa aukið mjög mikið álag á starfsmenn. Breytingin á fjárhagsaðstoðinni er að skila sér í miklu betri yfirsýn yfir þessa þætti starfseminnar og það er miklu einfaldara fyrir starfsmenn að vinna eftir þeim reglum sem núna gilda.Yfirleitt þarf fólk að nýta þessa þjónustu tímabundið og getur núna tekið bækling frá Félagsmálastofnun og sagt: Eg á rétt á þessu og þessu. Fólk veit hvar það stendur.“ Er þá kerfið orðið sjálfvirkt? Ég er alger tals- maður sýnileikans. Maður veit það bara með sjálfan sig; um leið og maður þorir að líta í spegil og taka sér taki, þá er hægt að laga hlut- ina. Við erum að vinna með þessa staöreynd í víðara samhengi, á sam- félagslegu plani.“ Þú gast verið með fólk í sömu aðstoð í tveimur hverfum. Á öðrum staönum fékk það allt upp í 120 þúsund krón- ur, en á hinum 20 þúsund. „Nei, alls ekki. Það er auðvitað alltaf fullt af jað- armálum og frávikum sem Félagsmálastofnun tekur á, en þá er bara tekið á þeim eftir þeim reglum sem við höfum. Það er búið að taka allt kerfið og snúa því við - og það er líka að skila sér. Það tekur of- boðslega langan tíma að snúa svona skipi, en það gekk upp vegna þess að stofnunin hefur á að skipa mjög góðu fólki.“ En ekki eru öll mál sem stofnuninni berast tíma- bundin? „Nei, en það er mjög mikilvægt að greina fljótt á milli þeirra mála sem eingöngu eru fólgin í tíma- bundinni aðstoð og vinna þau hratt, en setja meiri vinnu í meðferðarmálin á móti. I rauninni fyndist mér ekkert út í hött að þarna kæmu til þjónustufull- trúar, eins og bankastarfsmenn og aðrir sem sjá um slík mál. Síðan mætti fjölga þeim starfshópum sem eru að vinna í meðferðarmálum þannig að það skap- ist þverfaglegt teymi til að við fáum fleiri sjónarhorn á málefni fjölskyldunnar.“ Pér verður tíðrcett um fjölskylduna og ég held að það fari almennt ekkert framhjá fólki að við lifum í fjölskyldufjandsamlegu samfélagi. Verðið þið vör við að erfiðleikar fjölskyldtmnar séu að aukastí „Okkur finnst fjölskyldan vera meginkjarninn í okkar starfi. Já, fjölskylduvandamál eru að aukast. Ég held að það sé um 70% aukning á barnaverndar- málurn á milli ára. Eg held að það spili inn í að fólk er orðið meira meðvitað um málefni barna. Þú get- ur ekki boðið börnum hvað sem er lengur. En kerfið hefur ekki getað fylgt þessu eftir og álagið á þá starfsmenn sem hafa með barnaverndarmál að gera er gífurlegt. Þess vegna skiptir rnjög miklu máli að fagteymi séu styrkt.“ Hvert er helsta vandamálið í barnaverndarmál- umf „Hrein og klár vanræksla barna. Það er stærsti málaflokkurinn. Við þekkjum auðvitað öll umræð- una um misnotkun og misþyrmingu, en vanrækslan er ekki síður vandamál. Fólk er sem betur fer orðið meðvitað um hagsmuni barna, en það þarf að styrkja þá þjónustu enn frekar. Það hafa orðið mikl- ar breytingar, til dæmis með tilkomu umboðsmanns barna og barnaverndarstofu, og hefð er komin á að vinna þvert á stofnanir, hvort sem það er mæðraeft- irlit, ungbarnaeftirlit, lögregla eða skólar. Auðvitað verða hlutirnir sýnilegri í gegnum meira samstarf. Við höfum öll skyldur gagnvart börnum samkvæmt upplýsingalögunum. Við eigum að láta vita og tilkynna það sem miður fer í aðbúnaði barna. Auðvitað hafa samtök eins og Stígamót og 28 v ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.