Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 45

Vera - 01.06.1997, Blaðsíða 45
 i \ i Fcministi fcr á bíó Konur í LYKILHLUTVERKI Anna Ólafsdóttir Björnsson Úr myndinni Leyndarmái og Lygar. Brenda Blethyn var tilnefnd til Óskarsverölauna fyrir frábæran leik í hlutverki einstæðu móöurinnar meö guiihjartaö. Helstu kvikmyndir liðins árs sýndu óvenju fjölbreyttar kvenímyndir. I þessum pistli verður fjallað um þrjár myndir þar sem konur leika lykilhlutverk: Fargo, Leynd- armál og lygar og Brimbrot. Aðaleikkonurnar fengu allar Óskarstilnefningar og/eða - verðlaun. Tvcer síðarnefndu kvikmyndirnar voru enn- fremur meðal belstu verð- launamynda í Cannes á síð- asta ári. Fargo og Leyndar- mál og lygar eru þegar komnar á myndbandaleigur og Brimbrot er vcentanleg. Ólétta löggan í Fargo Coen-bræöur, Ethan og Joel, fara oftast ótroönar slóöir og svo er einnig í kvikmyndinni Fargo. Frances McDormand hreppti Óskarsverölaunin fyrir túlkun slna á Marge Gund- erson, hálf aulalegri og afskaplega óléttri löggu, sem reyndist eldklár þegar til átti aö taka. Styrkur Fargo er hár- beitt og mjöggrátt gaman. Ráöabrugg bllasala um aö láta myröa eiginkonu sína breytist I martröö og ef ekki væri byggt á sönnum atburöum þætti atþurðarásin án efa al- veg fráleit. Ofbeldiö I myndinni er óþarflega mikiö, en ógeöfellt og þvl illskárra en „huggulegar" ofbeldissenur. Hlutverk óléttu löggunnar Marge viröist I fyrstu óþarflega kjánalegt I túlkun Francis McDormand, en hún sækir jafnt og þétt I sig veörið og skilar I lokin mjög heilsteyptri hvers- dagshetju. í kulda og trekki, dúöuö I úlpu og alltaf borö- andi, færist hún nær lausn málsins og um leiö kynnast áhorfendur lífi lögreglukonunnar sem á ekkert skylt viö llf James Bond eöa annarra núll-núll manna. Leyndarmál og lygar lágstéttarmóöurinnar Viðbrögöin viö kvikmynd Mike Leigh: Leyndarmál og lygar (Secrets and lies) voru flest á eina lund. Þaö leiö öllum svo dæmalaust vel eftir aö hafa séö hana. Vissulega get ég tekiö undir aö myndin er sérlega Ijúf en of mikiö má úr öllu gera. Boöskapurinn: „Viö erum öll svolitiö breysk en erum samt svo ágæt“ sannfærir mig einfaldlega ekki. Helsti styrkur myndarinnar er án efa frammistaöa leikar- anna, ekki síst Brendu Blethyn I hlutverki einstæöu móö- urinnar meö gullhjartað (I). Allar þessar konur meö gull- hjörtun I kvikmyndasögunni vilja veröa heldur klisjukennd- ar, hórur eöa herfur. Tiltölulega fersk túlkun Brendu á þessari kvenlmynd er því guösþakkarverð. Leyndarmál og lygar er afskaplega bresk mynd, stétta- skiptingin er ein helsta þungamiöja myndarinnar. En fyrst og fremst fjallar myndin um mannleg samskipti, leyndar- mál og lygar sem eflaust finnast I öllum fjölskyldum, þótt sumt I þessari kvikmynd sé nokkuð óvenjulegt. Einn eftir- lætis kvikmyndagagnrýndandi minn, Linda Lopez McAlist- er, prófessor I kvennafræöum viö Tampa-háskóla I Flór- Ida, segir að þetta sé frekar kvikmynd til þess aö dást að en aö líka viö. Þessi athugasemd vafðist fyrir mér I fyrstu. Þó finnst mér Linda hafa nokkuö til slns máls. Mike Leigh er of upptekinn af því aö skila kvikmynd meö „réttum" boöskap um indælt samfélag breyskra kvenna og karla, til þess aö hann sé sannfærandi. Þrátt fyrir þessa ann- marka er myndin langt fyrir ofan meðallag. Brimbrot Kvikmynd Lars von Trier, Brimbrot (Breaking the Waves), er kvikmynd sem fólk annaö hvort elskar eöa hatar. Mér finnst hún ein áhrifamesta kvikmynd siöustu ára og varö dálítiö vonsvikin yfir þvi aö Emily Watson skyldi ekki hreppa Óskarinn fyrir túlkun sina á sakleysingjanum Bess. En viö hverju er aö búast? - og Francis McDormand var vel komin að sigrinum. Emily Watson er þekkt sviðs- leikkona viö Royal Shakespeare Company I Londun og þaö er því undravert hve vel henni gekk aö skila flóknu hlutverk Bess á hvita tjaldinu. Hún segir I nýlegu viðtali að þaö hafi veriö eins og aö fara frá Jöröinni og til Mars að hverfa frá sviöinu og taka sér stööu fýrir framan linsuna. Kvikmyndatakan I Brimbroti er ekki heföbundin, heldur fylgir myndatökumaöurinn leikurunum eftir og þeir voru þvi ekki bundnir viö aö halda sér innan tökurammans. Þetta veitti leikurunum frelsi sem þeir notuöu óspart og gefur myndinni mjög óvenjulegt og næstum óþægilegt yfirbragð. Þessi aöferö er að visu ekki ný af nálinni en I Brimbroti er gengiö lengra I slíkri myndatöku en oftast áöur. Brimbrot er fjarri þvi aö vera Ijúf og þægileg kvikmynd. Hún er ágeng og ofsafengin og skilur áhorfandann ekki eftir saman. Sakleysinginn Bess býr viö strangt feöraveldi I skoskum smábæ þar sem harðneskjuleg Kalvinstrú er túlkuö af öldungum þorpsins. Hún er góö og guðhrædd en jafnframt óútreiknanleg. Þaö hentar ekki í reglufestu samfélagsins, hræöir móður hennar og espar fööurinn. Þaö liggur alltaf í loftinu að Bess láti ekki aö stjórn þrátt fyrir undirgefni og guösótta. Hún talar milliliöalaust við guö og velur sér eiginmann sem fellur ekki inn I formfast samfélag þorpsins hennar. Hann er vingjarnlegur starfs- maöur á olíuborpalli. Vinir hans vekja andúö þorpsbúa frá upphafi meö strákslegu framferði. Bess elskar eigimann sinn ákaft og þaö vekur ugg og hneykslan. Móöir hennar óttast aö hún elski of mikiö og veröi særö en fulltrúar feöraveldisins líta hana hornauga fýrir aö vera hamingju- söm og njóta ásta meö manni sínum. Hún fer aö hlæja þegar hún sér manninn sinn nakinn í fyrsta sinn. Það er ekki hugarfarið sem kalvínskt umhverfið krefst. Kynlíf er synd. Þegar hún getur ekki lengur elskaö á sama hátt og fýrr er hún ófær um aö bregðast „rétt" viö. Ofsafengin viöbrögö hennar eru viöbrögð viö boöum og bönnum i haröneskjulegu samfélagi. Túlkanir hennar á oröum og at- höfnum annarra, einkum mannsins hennar, hrinda af staö ógnvekjandi atburöarás. Danski ieikstjórinn Lars von Trier hefur löngum veriö„enfant terrible" danska kvikmyndaiönaðarins og varla mun þessi kvikmynd draga úr því oröspori. Meö BrimProti sýnir hann mikla dirfsku, bæöi meö vali á sögu- efni, kvikmyndatöku og leikurum. Emily Watson er mögnuö i hlutverki Bess. Þótt Bess i túlkun hennar sé fórnarlamb umhverfis síns er hún sterk- ari en allir aörir þegar upp er staöiö. Það er hún sem ræö- ur feröinni, gallinn er hins vegar sá að kortiö sem hún kýs aö fara eftir er hræöilega brenglaö. Sænski leikarinn Stellan Skargard skilar erfiöu hlutverki eiginmannsins Jan meö prýöi. Honum tekst á einkennilegan hátt að vera mesti Ijúflingur myndarinnar og óræöur ógnvaldur. Leikar- arnir tóku virkan þátt I gerö myndarinnar og Stellan Skars- gard segir svo frá því: „Viö þurftum aldrei aö skapa full- komna senu frá A til Ö. Þaö var frábært. Þannig að þótt maöur klúöraöi upphafi senunnar gat hún orðiö að gull- mola i lokin einmitt vegna klúöursins." v ra 45

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.