Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 9
Endurtekin orð og setningar voru tekin út úr viðtölunum og skráð á spássíu í handriti og þau mynduðu síðan stef/þemu sem niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á. Niðurstöður og umræða Hér á eftir verður fjallað um þau stef/þemu sem mest voru áberandi í textanum. Þessi stef tengdust oftast í frásögnunum og eru þannig gjarnan samofin. Dærni um slíkt var t.d í stefunum eftirlit með líkamlegu heilbrigði og fullvissa/staðfesting á að allt sé í lagi. Hjá konxmum voru eftirfarandi stef mest áberandi; a) eftirlit með líkamlegu heilbrigði. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að konurnar upplifi líkamlegt eftirlit sem aðalþátt mæðraverndar. Eftirfarandi frásagnir eru frá fjölbyrjum sem gengu með sitt fjórða og fimmta barn. Þeirra meðgöngur og fæðingar höfðu allar verið eðlilegar: " Mérfinnst mœðraverndin vera, þú veist ....hún felur í sér að einhver er að fylgjast með meðgöngunni hjá þér, að þú sért að borða almennilegan mat, að þú sért ekki að þyngjast of mikið og auðvitað að líta eftir barninu og svoleiðis..” “...það er auðvitað það að líta eftir þinni heilsu .....þinni og barnsins ..... sko í mæðraverndinni eru þau auðvitað að líta eftir þínu ástandi og barnsins. Það gefur manni tilfinningu um öryggi ogþú veist að minnsta kosti að barninu líður vel.” Þetta er í samræmi við niðurstöður úr rannsókn frá 1998 þar sem sýnt var fram á að frá sjónarhóli verðandi mæðra væri megin inntak mæðraverndar rannsóknir og eftirlit með líkamlegu heilbrigði ( Hirst ,Hewison, Dowswell, Baslington og Warrilow 1998). Þannig hafa fleiri rannsóknir sem tengjast viðhorfum kvenna til mæðravemdar gefið þetta til kynna. I rannsókn Williamsson og Thomson (1996) kom fram að meirihluti kvenna áleit eftirlit með líkamlegu heilbrigði vera mikilvægast í mæðraverndinni auk þess að fylgjast með vexti og hjartslætti fósturs. b) að finna fyrir öryggi og mikilvægi þess að þekkja ljósmóðurina. Þrátt fyrir að hér sé um tvö hugtök að ræða var ákveðið að fjalla um þau saman þar sem að þau tengdust mjög í viðtölunum. Hugtakið öryggi kom oft fyrir í textanum. í daglegri umræðu hefur þetta hugtak gjaman tengst tækni í tengslum við meðgöngu og fæðingar og val á fæðingarstað. í frásögnunum í þessari rannsókn var hugtakið öryggi gjarnan tengt klínisku eftirliti. Þessi túlkun og áhersla á öryggi gæti verið vísbending um óöryggi og skort á sjálfstrausti verðandi mæðra varðandi meðgönguna: “....það er nokkurs konar öryggisatriði er það ekki? að fylgjast með meðgöngunni, já mér finnst það vera ötyggið... kannski finnst manni það vega þyngra þegar að maður eldist ... eins og legvatnsástungan það er öryggi “.... auðvitað finnst mér öryggi felast í blóðprufum og aðJylgjast meðþvaginu ... þú veistþœttir sem beint tengjast líkamlegu ástandi ...að allt sé í lagi og sónarinn ... hann sýnir að það er allt í lagi með barnið að svo miklu leyti sem hœgt er að meta það ... ” Fjallað hefur verið urn að rannsóknir sem notaðar eru í mæðravernd í dag hafi það m.a. að markmiði að draga úr vanlíðan og auka öryggi verðandi foreldra. Þessar rannsóknir bæta hins vegar ekki endilega andlega líðan verðandi mæðra (Waldenström 1996). Sem dæmi hefur verið fjallað urn notkun ómskoðana á meðgöngu og þá frá því sjónarhomi hvort að ómskoðanir geti haft áhrif á andlega aðlögun á meðgöngu (Bricker o.fl. 2000, Waldenström,Axelsson,Nilsson 1988, Cox,Wittman,Hess 1987). Þessi hlið á áhrifum fósturrannsókna nýtur vaxandi athygli en hefur þó lítið verið rannsökuð. í frásögnum kvennanna var öryggi sjaldan tengt öðru en líkamlegum þáttum. Margar kvennanna lögðu þó áherslu á mikilvægi þess að þekkja ljósmóðurina sem mætti etv. túlka sem einn af grunnþáttum öryggis. Kringum fæðingu var öryggi m.a. talið felast í því að ljósmóðirin sem sinnti konunni á meðgöngu annaðist hana í fæðingu: “....þú veist aldrei hver er á vakt þegar að þú kemur í fœðingu þrátt fyrir að þetta sé lítið samfélag, og það er ekki það að ég treysti þeim ekki faglega .... En það gefur þér tilfinningu um öiyggi að þekkja Ijósmóðurina Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að konurnar upplifi líkamlegt eftirlit sem aðalþátt mœðraverndar. I rannsókn Williamsson og Thomson (1996) kom fram að meirihluti kvenna áleit eftirlit með likamlegu heilbrigði vera mikilvœgast í mœðraverndinni auk þess að fylgjast með vexti og hjartslœtti fósturs. Ljósmæðrablaðið , q nóv 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.