Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 25
SÁLARLEIKFIMI Ég segi stundum að jóga sé sálarleikfimi. í gegnum öndunina og hlustunina inn á við tengjumst við tilfinningunum og opnum glufii íyrir sálina. Hvernig líður mér hér og nú, hvað er ég að hugsa o.s.frv. Hugurinn vill stöðugt toga okkur tilbaka inn í fortíðina eða inn í framtíðina en meðvitundin um öndunina hvetur okkur aftur inn í augnablikið. Ef hægt er að ná valdi á huga og hugsunum eru möguleikamir nær takmarkalausir. Eina hindrunin er þá eigið vanmat og fordómar okkar sjálffa sem hver og einn verður að kljást við. HVER STJÓRNAR? Hraðinn í samfélaginu er eins og maraþonhlaup hugmynda og upplýsinga. Við innibyrðum þvílíkt magn af upplýsingum án þess að taka raunverulega mikið inn, þá á ég við ferlið sem er hlustun, mat og úrvinnsla. Ég heyri eða sé, tek það inn og met það svo í eigin hjarta eða huga. Við erum oft hálfnuð með eina hugsun þegar sú næsta er búin að ryðja sér inn. Allt þetta áreyti gerir okkur að tættum þeytispjöldum sem sveiflast með veðri og vindum ytri viðmiðana í stað þess að velja sjálf hvað við sjáum, hvað við heyrum og jafnvel hugsum. En þarna hjálpar jóga. Við hægjum á innra skvaldri hugans með því einfaldlega að anda hægar. Sumir gætu haldið því fram að það væri ekki gáfumerki að hugsa hægar, það hljóti að vera gáfumerki að hugsa sem hraðast og mest. En ekki samkvæmt þessum fræðum. Þegar konan er með kyrran huga í fæðingunni þrátt fýrir öll átökin og lætin á hún miklu auðveldara með að vera í augnablikinu, hlusta á líkamann og bregðast við á heilbrigðan hátt. Það er nefnilega ekki bóklestur eða fræðileg vitneskja sem eru mikilvægust í jóga heldur fyrst og fremst ástundunin, án hennar eru áhrifin takmörkuð og vitneskjan líka. Það er sama hvað við lesum margar bækur um jóga, jógar erum við ekki fyrr en við yfirfærum vitneskjuna á líf okkar sjálfra. JÓGA SEM AÐFERÐ Hver sem nú ástæðan er fyrir nálgun okkar á jóga eru jógaffæðin ekki trúarbrögð heldur aðferð til mannræktar. Þótt fræðin séu margslungin er aðferðin frekar einföld. Þótt ég sé hér mikið að tala almennt um þessi fræði er auðvitað virknin í grunninn sú sama fyrir hvem sem stundar jóga. Sumir líta á jóga sem ákveðið æfingarkerfi með undarlegum stellingum sem grenna líkamann og styrkja en þegar farið er að stunda það að einhverju markikoma aðrir kostir þess í ljós. Einstaklingurinn finnur fyrir mikilli breytingu innra með sér. Skilningur og mat lífsgæða breytist með reglulegri ástundun, hann öðlast smátt og smátt skilning á innri gerð sinni og þekkingu á sjálfum sér, sem er einmitt meginkjarni jógafræðanna. Ég hef stundað jóga í um 10 ár og tók kennarapróf í Kalifomíu 1999. í Seattle kynntist ég síðan jóga fyrir bamshafandi konur og nýtti mér það sömuleiðis vel á eigin meðgöngu og í fæðingunni. Efhœgt er að ná valdi á huga og hugsunum eru möguleikarnir ncer takmarkalausir. Eina hindrunin er þá eigið vanmat ogfordómar okkar sjálfra sem hver og einn verður að kljást við. Vantar ljósmóður til afleysinga Ljósmóðir óskast til afleysinga við Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi frá og með mars 2002 til áramóta, eða eftir samkomulagi. Starfið felst í umsjón með mæðraeftirliti fæðingum og sængurlegu. Möguleiki er að viðkomandi taki að sér vinnu á heilsugæslunni eða sjúkradeild að auki. Upplýsingar gefur Sveinfríður Sigurpálsdóttir hjúkrunarforstjóri sími: 455 4100 eða Bjarney R. Jónsdóttir ljósmóðir sími: 852 7682

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.