Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 21
Ekki fela meðgönguna. ....fagnaðu henni!! Það er oft sagt að ekkert sé fallegra en glæsileg brúður..... nema verðandi móðir og þessi einstaka útgeislun sem henni íylgir. Þetta getur hver einasti unnusti eða eiginmaður vitnað til um. Meðganga er kraftaverk og tímabil sem hver kona á að njóta til fulls. Þetta er það tímabil sem útgeislunin er mest og konan fallegust á lífsleiðinni. Það er því sárt að sjá hve margar konur reyna að fela meðgönguna og taka sér það hlutskipti að bíða. Við leggjum áherslu á að konan noti þetta tímabil til að byggja upp sjálfstraust og geri allt sem í hennar valdi stendur til að láta sér líða vel, hún og bamið eigaþað skilið. Stundaðu leikfimi, farðu í nudd og slökun, stundaðu kynlíf með makanum og notaðu útlitið og útgeislunina til að heilla fólkið í kringum þig. Oft hefur það verið vandamál að finna á sig fatnað á meðgöngunni og yfirleitt hafa konur einfaldlega farið í of stór föt!!. Föt afmakanum hafa oftar en ekki verið notuð. Það vita það allir að of stór föt fara engum vel, jafnvel ekki barnshafandi konu. En sem betur fer hefur þetta þróast eins og annað á undanförnum árum. í dag er hægt að fá fatnað hjá Thymematernity sem er sniðin og gerður með kröfur bamshafandi kvenna í huga. Konur eiga og vilja geta klætt sig eftir sínum eigin stíl, í föt sem passa þeim, þó að kúlan sé að vaxa. Þær vilja fatnað sem ýtir undir og dregur ffam þá vellíðan og útgeislun sem meðgöngunni fylgir. Sá meðgöngufatnaður sem áður fékkst, var til þess eins hugsaður að konan hefði eitthvað til að vera í þá mánuði sem hún var að “bíða”. Thymematernity hugsar öðruvísi. Við leggjum áherslu á að fatnaðurinn dragi fram fallegar línur konunar, sé þægilegur og nýtist konunni lengur en bara á meðgöngunni. Þar getur konan fundið allt frá G-streng og upp í dragtir!. Þú átt skilið að líta vel út og láta þér líða vel fyrir þig og maka þinn. Þetta er þitt líf, þinn líkami, ykkar barn, ykkar kraftavek svo njótið þess alla leið. Thymematemity .... Fyrir ffískar konur! nity Fyrir frískar konur Verslun Hlíöasmára 17 - S: 575-4500

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.