Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 12
rannsókn getur þessi áhersla ljósmæðranna á að fullvissa konuna um að allt sé í lagi einnig tengst þeim tíma sem þær hafa til ráðstöfunar í hverri heimsókn. c) eftirlit með líkamlegu heilbrigði. I viðtölunum var áberandi að þegar kom að umræðu um eftirlit með heilbrigði móður og fósturs voru viðhorf ljósmæðranna ákveðnari og skýrari en þegar að rætt var um sálfélagslega þætti. Ljósmæður áttu þannig auðvelt með að lýsa þáttum sem tengdust líkamlegu eftirliti á meðgöngu: “ auðvitað er ég aó meta heilbrigi konunnai; líkamlegt og andlegt...Ég athuga lífsmörkin og allt svoleiðis ög svo hvernig vöxturfóstursins er...á kerfisbundinn hátt...” “....sko ef ég tala frá hjartanu þá er konan sem þú ert að annast ekki sjúklingur....en ýmsir sjúkdómar geta fylgt meðgöngunni..... sko, ég segi oft við konuna að ég sé að mæla blóðþrýstinginn og athuga þvagið og lýsi fyrir þeim aðþetta sé undirstaðan .... að greina ef eitthvað er að...” Eins og áður var vikið að hafa rannsóknir sýnt að sú þjónusta sem veitt er í mæðravernd tengist því formi sem notað er til skráningar (Methven 1989, 01son,Sandmann og Janson 1996). Hér á landi er það skráningarform sem notað er í mæðravernd grundvallað á læknisfræðilegu líkani og áhersla í upplýsingasöfnun t.d. í fýrstu heimsókn nánast eingöngu bundin vi'ð líkamlegt heilsufar og sögu tengda íyrri fæðingum. Einnig getur þetta viðhorf mótast vegna þess stutta tíma sem ljósmæður hafa fyrir hveq'a konu í mæðravemd. A sumum stöðum er hverri konu ætlaðar 15- 20 mínútur og láta þá ljósmæður ganga fyrir þá þætti sem getið er um í mæðraskrá. d) kennsla og fræðsla til verðandi foreldra Umræða um fræðslu til verðandi foreldra var aðeins til staðar í tveim viðtölum. Samræmi virðist þannig vera á milli þess sem konurnar skynja en eins og áður kom fram nefndu fáar þeirra að fræðsla væri sérstakur þáttur í mæðraverndinni. Það var áberandi að þessi umræða tengdist líkamlegu effirliti: “....ég held að það sé mikilvægt að konan sé meðvituð um hvaða líkamlegu breytingum hún getur átt von á, og hvers vegna þessar breytingar verða og hvað það sé sem við erum að leita eftir.. Og þegar að nœr dregur fœðingunni að hún viti um þennan process þú veist að leghálsinn styttist og hvað það þýðir ...þú veist svona praktiskar upplýsingar sem tengjast meðgöngunni ogfæðingunni sjálfri “. Ljósmæður hafa lagt áherslu á að fræðsla til verðandi foreldra sé veigamikill þáttur í starfi þeirra, þó oft vanti skilgreiningu á hvers konar fræðslu er átt við. Rannsóknir hafa sýnt að aukin þekking verðandi foreldra getur aukið á jákvæða upplifun af fæðingu (Crowe og Baeyer 1989). Þessar sömu ljósmæður komu inná fræðslu um lifhaðarhætti á meðgöngu sem mikilvægan þátt: “.... Eg held að það skipti miklu máli varðandi reykingar og notkun á áfengi að þú ert ekki að rœða þessa þætti á auðmýkjandi hátt...þú verður að útskýra eins vel og þú getur hvers vegna það sé ekki æskilegt að reykja á meðgöngu .... Reyna að koma þessum upplýsingum til konunnar á jákvœðan hátt. það getur stundum verið erfitt þar sem þœr líta ekki á þetta sem þitt mál “. Þegar að ljósmæðumar vom beðnar að útskýra hvað fælist í hlutverki þeirra í mæðravemd þá kom ekki fram að fræðsla varðandi fósturgreiningu og rannsóknir væri þáttur í starfi ljósmæðranna. Ekki var heldur minnst á að umönnun á meðgöngu væri skipulögð í samvinnu við konuna. e) að veita samfellda þjónustu Þrátt fyrir að ljósmæðurnar legðu áherslu á að það væri mikilvægt að þekkja konumar þá lögðu þær meiri áherslu á kosti þess að veita konum þjónustu í meðgöngu fæðingu og sængurlegu. “...ég er mjög ánœgð með að geta unnið við allt ferlið.konurnar koma til okkar í byrjun, við hugsum um þær í fœðingunni og í sex vikur eftir fœðingu ” Ljósmæðurnar töluðu þannig meira um ánægju við að veita samfellda þjónustu út frá þeirra sjónarhorni en það að konurnar hefðu eina ákveðna ljósmóður sem sinnti þeim að mestu leyti í bameignaferlinu. Sennilega tengist þessi afstaða því að einhverju leyti að þarna

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.