Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 10
/ mörgum frásagnanna var hœgt að sjá tengsl á milli þess aö þekkja Ijósmóðurina og öryggis í þá veru að draga úr kvíða og auka öiyggi. Viðhorf kvennanna til Ijósmœðranna gefur að vissu marki til kynna hvað þjónustan felur í sér. Töluverðum tíma var eytt í að tala um mikilvægi þess að þekkja ljósmóðurina og nær allar konumar lögðu áherslu á hversu mikilvægt það væri. Niðurstöður ijölda rannsókna hafa sýnt mikilvægi þess frá sjónarhóli konunnar að sami fagaðili annist þær í barneignarferlinu (Allen,Dowling og Williams 1997, McCourt og Page 1996, Brown og Lumley 1994). í því samfélagi þar sem rannsóknin var ffamkvæmd sinna ljósmæður í mæðravernd einnig fæðingum og sængurlegu. Hins vegar er íyrirkomulag á þann veg að konumar em ekki hjá einni ákveðinni ljósmóður í meðgöngu og einnig er tilviljunarkennt hvaða ljósmóðir sinnir þeim í fæðingu og sængurlegu. Þegar rætt var um gildi þess að þekkja ljósmóðurina var umræðan gjaman tengd trausti og vinskap milli konu og ljósmóður. Eftirfarandi er frásögn konu sem gekk með sitt fimmta bam og hafði fundið fyrir þunglyndi eftir fæðingu annars barnsins síns: “ .... Eins og í litlum samfélögum þá þekkja Ijósmóðirin og konan hvor aðra öðruvísi og það eykur á það traust sem er milli konunnar og Ijósmóðurinnar .... Mérfinnstþetta skipta miklu máli vegna þess að ef þér líður vel í návist einhvers og þú þekkir hann vel þá er mun auðveldara að láta tilfiningarþínar í Ijós. Mérfinnst það vera kostur að hitta eins fáa og mögulegt er í mœðraverndinni.........” Önnur kona sem gekk með sitt annað barn lagði áherslu á traust milli hennar og ljósmóðurinnar; “ .... Imœðraverndinniþá ætti að leggja eins mikla áherslu og hœgt er á það að líta eftir heilbrigði barnsins og það œtti að ríkja gagnkvæmt traust milli konunnar og Ijósmóðurinnar...... Og þá meina ég náið traust ... og að þú getir fengið upplýsingar varðandi þitt ástand....... Já mér finnst það...." Page hefur lýst mikilvægi þess að konan upplifi samband sitt við ljósmóðurina sem vináttu og að hún líti á ljósmóðurina sem sinn bandamann í kerfinu (Page 1995). Aðrir hafa ályktað að það viðhorf konunnar að fagfólkið 'viti best' hafi áhrif á hvernig samband geti þróast milli þessara tveggja aðila (Bluff og Holloway 1994). Þetta var hægt að sjá í 'mörgum viðtalanna þar sem að færni ljósmæðranna var það sem hafði áhrif á upplifun kvennanna af sambandi þeirra við ljósmóður. í mörgum írásagnanna var hægt að sjá tengsl á milli þess að þekkja ljósmóðurina og öryggis í þá veru að draga úr kvíða og auka öryggi. Viðhorf kvennanna til ljósmæðranna gefur að vissu marki til kynna hvað þjónustan felur í sér. Þannig hefur verið bent á að upplifun kvenna af starfi ljósmæðra í mæðravemd hefur aðallega tengst verklegri færni. Aðrir þættir svo sem fræðsla og stuðningur ljósmæðra á meðgöngu eru skilgreindir sem hluti af starfi ljósmæðra hjá mun færri konum (Leach 1998). Annað hugtak sem á nokkrum stöðum tengdist því að þekkja ljósmóðurina sem sá um mæðraverndina var umhyggja. í því sambandi var frásögn kvennanna í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna þar sem umhyggja var skilgreind út ffá þáttum eins og; sá tími sem eytt var í samskipti, viðurkennnig á hæfileikum, þörfum einstaklingsins, uppörvun, nærveru, trausti og að veita upplýsingar ( Sigríður Halldórsdóttir 1990, Benner 1984). c) að finna fyrir uppörvun og staðfestingu á því að allt sé í lagi. Flestar konurnar töluðu um þörf fyrir staðfestingu á að allt væri í lagi á meðgöngu. Þessi umræða tengdist nánast alltaf umfjöllun um líkamlegt eftirlit og rannsóknir á meðgöngu. “ í mœóravemdinniþá er hún (jjósmóðirin) bara að tékka á hvort að ég er heilbrigð, hvort að allt sé í lagi .þá geturðu verið örugg ”. “ ...það er í raun bara að vita að litla krílið sé lifandi ... þú veist, mérfinnstþað vera það sem þú ert að fylgjast með í skoðununum .... þú veist... þú bara bíður eftir að hún (Ijósmóðirin) hlusti eftir hjartslœtti og þá líður þér betur....þetta er það sem mér fiinnst mikilvœgast”. Þessar tilvitnanir eru báðar frá konum sem gengu með sitt annað bam. Báðar áttu eðlilega meðgöngu og fæðingu að baki og núverandi meðganga gekk vel að sögn kvennanna. Margar kvennanna virðast leggja heilsufar sitt og bamsins í hendur fagfólks og hefúr þetta komið fram í öðrum rannsóknum. U.þ.b. 45% barnshafandi kvenna fannst það að fá staðfestingu á að allt væri í lagi vera næg ástæða fyrir að koma í mæðraverndina (Williamson ogThomson 1996). í viðtölunum i a Ljósmæðrablaðið 1U nóv 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.